Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Side 18
Helgarblað 22.–25. júlí 20162 Úttekt Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð H alli kemur inn og segist með bros á vör vera búinn að vera að útbúa karamellu allan daginn. Hann er að undirbúa barnaafmæli. Lífið snýst enda um dóttur hans og fjölskylduna sem býr í París. Hann er hönnuður og hefur undanfarið ár verið heima með dóttur sinni á meðan eiginkona hans vinnur sem fyrirsæta í borginni. Þau hafa búið víða um heim en eru sæl með lífið í París þó að það hafi gengið á ýmsu í borginni undanfarið ár. Við sitjum á ritstjórnarskrifstofu DV síðla kvölds. Hann er tilbúinn að ræða hlutina, finnst það raunar ekkert tiltökumál enda hefur margra ára sjálfsskoðun og uppbygging gert honum kleift að ræða málin, vera til staðar fyrir þá sem vilja segja honum frá. Var barn „Ég var beittur ofbeldi þegar ég var barn,“ byrjar hann. Ofbeldið stóð yfir í tvö til þrjú ár. Halli sagði aldrei neinum hvað hafði gerst á meðan hann var að vaxa úr grasi. Hann man hluta af því og veit að það gerðist í blokk þar sem hann bjó sem barn. Halli veit ekki hver braut á honum og vill ekki vita það. Halli þekkir ekki andlitið á hon­ um. Það skiptir hann ekki máli. En minningabrotin hellast stund­ um yfir hann þegar hann finnur til dæmis lykt eða jafnvel bragð. Það sem honum hefur reynst erfið­ ast að yfirstíga er að hann telur sig hafa sjálfviljugur hitt manninn sem braut á honum. En hann var bara barn, fjögurra eða fimm ára gam­ all, og ekki hans að axla ábyrgð­ ina. Í dag er hann meðvitaður um brotið en getur skilið það frá sjálf­ um sér að vissu leyti. Hann er ekki það sem kom fyrir hann, þó að það hafi vissulega fylgt honum í gegn­ um tíðina. En þessi hugarfarsbreyting varð þó ekki fyrr en hann fór loksins, 24 ára gamall, og bað um hjálp. Samtal við aðra manneskju kveikti löngun­ ina til að segja loksins frá, þegar hann gerði sér grein fyrir því að viðkomandi hefði einnig orðið fyr­ ir kynferðisofbeldi. Það var í fyrsta skipti sem hann orðaði þetta við nokkra manneskju. Næsta dag ákvað hann að gera eitthvað í málinu. Hringdi sig inn veikan „Ég var 24 ára þegar ég hringdi mig inn veikan í vinnunni því ég ætl­ aði að fara niður í Stígamót. Ég tók upp tólið og hringdi þangað. Ég var mjög stressaður. Ég gekk um gólf og hélt á símanum áður en ég þorði að slá inn númerið. Þó að ég hafi ver­ ið ákveðinn í því að fara og hringja, þá var það svo risastórt verkefni að takast á við. Fyrsta spurningin mín var: Er þetta líka fyrir, hérna, karla?“ Konan á hinum enda línunn­ ar svaraði því játandi. Halli spurði því aftur: „Ég held að það hafi eitt­ hvað komið fyrir mig. Má ég koma til ykkar?“ Aftur svaraði röddin ját­ andi. „Má ég koma í dag?“ Hvort hann mátti. „Ég held að það hafi, í mínu til­ felli, skipt máli. Það skipti mig ef­ laust meira máli en ég áttaði mig á að í fyrsta skipti sem ég sagði frá því sem kom fyrir var mér sýndur fullkominn skilningur og mér var trúað. Ég veit ekkert hvernig þetta hefði farið ef fyrstu viðbrögðin hefðu ekki verið svona,“ segir Halli og segist vita að hann hafi verið mjög heppinn. Hann sagði fjöl­ skyldunni sinni og sínum nánustu þetta svo smátt og smátt í góðu tómi þegar hann var tilbúinn til þess. Vantaði „ríkulega frásögn“ Hjá Stígamótum varð hann hluti af karlameðferðarhópi en hafði einnig sinn eigin ráðgjafa. „Mér fannst svolítið erfitt að vera í þess­ um hópi því mér fannst það sem kom fyrir mig ekki nógu merkilegt. Mér fannst alltaf einhver annar eiga ljótari, átakanlegri og merki­ legri sögu. Mér fannst ég ekki eiga skilið að láta aðra hlusta á þetta sem „var ekki neitt“,“ segir hann, en það er mjög algengt meðal karlkyns þolenda. Ranghugmyndir um að þeir eigi jafnvel ekki skilið að segja frá. „Hún hefur alltaf loðað við mig, þessi hugmynd um brotið,“ segir Halli og segist enn í dag upplifa að þetta sé ekki „nógu merkilegt“. „Ég hef unnið í áhrifunum, en mér hefur alltaf fundist ástæðu­ laust að grafa upp þessi brot. Það eru áhrifin og afleiðingarnar sem ég er að kljást við. Í þessum karlahóp ræddi ég það einmitt einu sinni að ég gæti ekki séð þörf á því að ég færi að grafa eitthvað dýpra. Þetta var ekki að­ ili innan fjölskyldunnar minnar og tengist mér ekki. Ég vissi nóg. Mér fannst ég ekki í afneitun, ég var kominn þarna til að vinna úr þessu og hef gert það, en ég var þakklátur fyrir að muna þetta ekki allt. Ég get litið svo á að ég hafi komist yfir ákveðinn hluta þess og mér fannst ástæðulaust að grafa meira upp. En það var út af þessu sem mér fannst að það vantaði kannski að ég ætti „ríkulega frásögn“. Ég spurði því ráðgjafann, af einlægni: er ég í afneitun? Er ég að reyna að muna þetta ekki? En fékk þau svör að það væri einmitt ekki ástæða til þess að ég væri að reyna að muna hluti sem ég ekki gæti munað heldur væri mikilvægara að fókusa á mig, þar sem ég var staddur þá í ferlinu,“ segir hann. Hann gat því einbeitt sér að af­ leiðingunum. „Mér finnst það í rauninni lúxus, fyrir mig persónu­ lega, að hafa ekki alla þessa vitneskju. Stóra málið var að ég vissi að ég hefði orðið fyrir ofbeldi og að ég væri ofurmeðvitaður um áhrif þess á mig. Ég á alveg nóg með það sem ég þó man. Þó að ég væri með minningabrot stöðugt ómandi í höfðinu, var ég svo þakklátur fyrir að hafa ekki fleiri þúsund smá­ atriði bergmálandi til viðbótar við allt það sem var þá þegar í gangi í höfðinu. En þakklætið breyttist líka í minnimáttarkennd, því af þessum sömu sökum fannst mér mín upp­ lifun vera „minni“ og ómerkilegri en annarra, sem mundu meira.“ Skrúfaði fyrir kranana Það kom aldrei til að hann kærði ofbeldið. Það voru tuttugu ár liðin frá því að brotið var á honum. Hann vildi fyrst vinna í sjálfum sér og segir svo: „Á þessum tíma urðu mál líka fyrnd, liggur við á einni helgi. Ég fann, eftir að ég byrjaði að vinna í þessu, að þetta hefur auð­ vitað verið kjarni í minni tilvist. En ég fann aldrei fyrir skömm, þannig séð. Þetta var hluti af mér, ég vissi af þessu en ég var ekki að einbeita mér að því. Ég varð aldrei reiður – aldrei sár. Þetta var bara þarna og var alltaf í bakgrunninum. Það spil­ uðust einhver atriði, lítil minninga­ skot,“ segir hann. En það var svo fjarri honum að segja einhverjum frá því sem gerðist. Hann líkir þessu við að vera á gangi þar sem margar skólastofur eru og opið inn í þær. Í hverri stofu er skrúfað frá krana. Niðurinn frá vatninu verður smám saman hluti af hljóðmenguninni, en eftir vinnuna og sjálfsskoðunina sem hann fór í gegnum var eins og það væri skrúfað frá einum krana í einu og kyrrðin lagðist yfir. „Skyndilega var þetta eins og það væri einn krani eftir, ég vissi af honum, en hann truflaði mig ekki lengur. Ég leyfi honum bara að vera. Þetta var hluti af mér, ég sætti mig við það þá og þessi atburður hefur örugglega litað mig. En ég vissi það bara ekki og gat ekki speglað mig í því fyrr en ég varð loksins tilbúinn til að ræða málin. Það varð rof þarna á milli þangað til. Ofbeldið hafði áhrif á mig sem ég, vegna rofsins, ungs aldurs og fleira, átti ekki möguleika á skilja eða vinna úr að neinu leyti. Ég gat ekki áttað mig á áhrifunum og hafði engin tól til að vinna úr neinu sem ég hugs­ aði. Þegar ég var unglingur heyrði ég og las frásagnir annarra, þótti þær merkilegar og átakanlegar, en, aftur, ég pældi aldrei í að segja frá. Ég var ekki í afneitun, sagði aldrei við sjálfan mig að þetta hefði ekki gerst eða neitt þvíumlíkt. Ég vissi alltaf af þessu, hugsaði stöðugt um þetta, en ég hreinlega spurði mig aldrei nokkru sinni hvort ég ætti eða vildi segja frá. Þessi hugmynd eða þetta konsept – að „segja frá“ – kom aldrei nokkru sinni upp.“ „Má ég koma núna?“ var eitt það fyrsta sem Haraldur Agnar Civelek sagði þegar hann tók upp símann og leitaði sér aðstoðar við að vinna úr ofbeldi sem hann varð fyrir barnungur. Hann var þá 24 ára gamall, en það var á hárréttu augnabliki fyrir hann sjálfan. Hann leitar ekki gerandans, hann þarf þess ekki en hefur unnið úr afleiðingunum og áhrifum þess sem gerðist í rúman einn og hálfan áratug. Hann segist vona að einn daginn hætti karlar að velta því fyrir sér hvort þeir megi leita sér aðstoðar og drífi frekar í því. Það breytir nefnilega svo mörgu til hins betra. Er þEtta líka fyrir karla? Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég var beittur ofbeldi þegar ég var barn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.