Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Page 19
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 Úttekt 3 Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG Er þEtta líka fyrir karla? Á ekki að þurfa að vera erfitt Hann segist hafa lært margt hjá Stígamótum og fer þangað þegar hann þarf á því að halda. „Það sem sat eftir hjá mér eft­ ir að hafa verið í þessum karlahópi var þessi sérstæða sameiginlega reynsla. Þú heyrir einhvern segja eitthvað og þú tengir fullkomlega við það,“ segir hann. Hann vísar til af­ leiðinganna, til dæmis á sjálfstraust. Í karlahópnum hans voru mennirn­ ir allir sannfærðir um að þeir væru með óeðlilega litlar geirvörtur, typp­ in á þeim væru ekki eins og á öðrum karlmönnum eða þá að húðin þeirra væri ekki í réttum litatón. „Það var sérstakt að sjá sömu höfnunartil­ finninguna, sömu líkamsskömm­ ina, sama skortinn á sjálfstraustinu. Þetta var breiður hópur, karlar á ólíkum aldri og ólíkir yfirhöfuð en við áttum þetta sameiginlegt,“ segir hann. Ofbeldi gegn körlum er sjaldnar í kastljósinu og þó að umræðan sé að aukast og vonandi að verða þolendavænni eru enn margir sem eiga erfitt með að leita sér hjálpar. „Ég veit að það er þannig, enn í dag sextán árum eftir að ég fór að venja komur mínar þangað, að karlar hringja í Stígamót og spyrja hvort það sé tekið á móti þeim. Mér finnst það mjög erfitt.“ Haraldur segist velta því fyrir sér hvort það reynist körlum oft erfiðara að leita sér aðstoðar vegna þess að þeir búa ekki við innbyggða hræðslu um að verða fyrir kynferð­ isofbeldi. Þegar það svo gerist verði áfallið þegar viðkomandi karl verð­ ur fyrir ofbeldi svo stórt og mikið. „Ég held að margar konur geri það, búi við þessa innbyggðu hræðslu, vegna þess að þetta er svo nálægt þeim. Þetta byrjar oft svo snemma. Þegar stelpum var kennt að strákar sem eru vondir við þær séu skotnir í þeim til dæmis,“ segir hann. „Ég er oft forvitinn um það hversu margir karlar fara í viðtöl, hvort þeir komi aftur eftir fyrsta viðtalið, hvernig þeir sinni þessu til langs tíma. Ég óttast stundum að sú sé ekki raunin.“ Þurfum að standa við stóru orðin Hann segist velta því fyrir sér hvort samfélagið sé tilbúið til þess að sýna brotaþolum raunverulegan skilning, þrátt fyrir loforðin. „Sálarmorð og svona, ég á mjög erfitt með að fólk sé brennimerkt sem manneskjur sem eigi sér ekki viðreisnar von,“ segir hann og segir það mikilvægt að hætt verði að búa til staðalmynd manneskju sem hef­ ur orðið fyrir ofbeldi. „Það þarf að sýna samkennd, ekki vorkunn. Fólk verði að fá svigrúm til að byggja sig upp, vinna sig út úr því sem gerðist á eigin forsendum án þess að við ákveðum hver réttu við­ brögðin séu, enda séu þau ekki til.“ Hann segist einnig vona að þeir sem velji þann kost að segja frá hlutun­ um opinberlega, geri meira en bara segja frá einu sinni. Að þeir leiti sér raunverulega aðstoðar, þurfi þeir þess. „Þó að ég viti að það sé mikil­ vægt að vinna í sínum málum, er ég samt stundum hræddur um að fólk finni fyrir pressu til að segja frá. Það er ekki jákvætt í mínum huga. Ég held að maður eigi ekki að gera það fyrr en hann er tilbúin til þess. Ég hef séð fólk segja frá, til dæmis á samfélagsmiðlum, en gera svo ekk­ ert frekar. Það að segja frá opinber­ lega er kannski bara fyrsta skrefið, það er líka mjög gott skref, en mað­ ur verður að vinna þetta lengra, fyrir sig sjálfan. En það er ekki hægt að neyða fólk til að segja frá eða kæra. Það verður bara að gera það á sínum eigin hraða.“ Vill geta talað „Ég er að mörgu leyti frjáls frá þessu. Ég er ekki reiður yfir minni reynslu, ég vorkenni ofbeldismanninum miklu meira en ég vorkenni sjálfum mér. Ég hugsaði með mér að ég ætl­ aði ekki að eyða tíma mínum í að hata. Ef ég fengi nafnið á viðkom­ andi, hvað myndi ég gera við það? Ég er á þeim stað að ég vil frekar vera góður pabbi og eiginmaður, ég vil geta stutt þá sem lenda í svona sjálf­ ir, ég vil geta talað um þessi mál, og ég vil halda áfram að vinna í sjálf­ um mér. En svona mál trylla mig auðvitað alltaf. Ég kynni mér þessi mál, ég reyni að fræða aðra og láta gott af mér leiða.“ Hann tekur líka virka afstöðu. Hann velur að trúa þeim sem segja frá, enda var honum trúað og veit að það skiptir öllu máli. Hann vill skapa sitt eigið þolendavæna um­ hverfi. „Ég tala oft um mitt mál við fólk, svo að það skilji að ein­ hver nær þeim en það heldur, hafi orðið fyrir ofbeldi. Til að fá það til að skilja. Ég geri það líka til að fá fólk til að skilja að þó að einhver hafi orðið fyrir svona ofbeldi, þá sé manneskjan ekki ónýt. Hún á að fá tækifæri til að halda áfram að lifa og þarf að fá aðstoð til þess. Ég tala líka við fólkið sem efast um frásagn­ ir þolenda og segir: „En, maður veit náttúrlega aldrei.“ Mig langar að það skilji, en hlutirnir eru stundum bara svo fjarri því, það getur ekki sett sig í þessi spor. Fyrir vikið sam­ þykkir það kannski frásögn ofbeld­ ismannsins frekar en þess sem var brotið á. Mér var trúað, ég hef aldrei þurft að berjast fyrir því að koma sann­ leikanum upp á yfirborðið. Svo er ég heppinn að sá sem braut á mér tengdist fjölskyldunni ekki, og ég þurfti aldrei að horfa á neinn tala fallega um hann eða til hans, eða vera góður við hann á neinn hátt. Ég slapp blessunarlega við alla þannig auka togstreitu og sársauka hvað sjálfan mig varðar – en ég upplifi togstreituna og sársaukann reglulega í gegnum umfjöllun um brot sem aðrir verða fyrir. Oft þarf ég að setja svona mál í samheng­ ið: Hvað ef þetta væri mamma þín, systir þín, dóttir þín? – sem er öm­ urlegt, því ég gæti alveg sagt: hvað ef þetta væri bróðir þinn? Hvern­ ig myndi þér líða ef þeim væri ekki trúað og þau fengju viðbrögðin: „En auðvitað veit maður aldrei?“ En ef ég næ til fólks svona þá verður það að vera þannig. Við skiljum hlutina oft ekki fyrr en þeir eru komnir í sam­ hengi við okkar nánasta umhverfi. Vonandi getum við breytt því, með því að trúa fólki strax. Ég var hepp­ inn.“ n „Ég á alveg nóg með það sem ég þó man

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.