Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Page 24
Helgarblað 22.–25. júlí 20164 Verslunarmannahelgin - Kynningarblað Kolagrillaðar steikur í aðalhlutverki Heimili hamborgarans á Akureyri! T -Bone steikhús er metnað- arfullur veitingastaður við Ráðhústorgið í hjarta Akur- eyrar. Þar eru allar steikur grillaðar á kolagrilli sem gef- ur einstakt bragð. Á matseðlinum eru margar tegundir af steikum í boði; mismunandi vöðvar og þyngd. Reynt er að hafa eitthvað fyrir alla – þótt steikurnar séu í aðalhlutverki. Sem dæmi um steikur má nefna nautalundir, bæði 200 gramma og 300 gramma, rib-eye 250 gramma og 350 gramma, lambalundir og BBQ grísarif, að ógleymdri 800 gramma Porterhouse-steikinni sem er frábær! Vinsælasta steikin er klárlega t- bone steikin (400 g) en það er lund og fillet á beini. Þetta er flott og bragð- mikil steik sem okkur þykir best að steikja medium rare. Meðlætið er hefðbundið, t.d. bökuð kartafla með kryddsmjöri, grillaður maísstöngull, hvítlauksristaðir sveppir og fleira góðgæti. Mælum með „Uppáhaldi grillarans“ T-Bone steikhús býður upp á hádeg- is- og kvöldmatseðil. Hádegisseð- illinn er aðeins léttari og á kvöldin er seðillinn fjölbreyttari og þá er hægt að velja svokallað „Uppáhald grillarans“ sem matreiðslumenn okkar hafa sett saman. Einnig geta viðskiptavinirnir valið steik, meðlæti og sósu að eigin ósk. T-Bone steikhús leggur áherslu á að veita persónulega þjónustu, vera með gott verð og besta mögu- lega hráefni í þægilegu og flottu um- hverfi. Verið velkomin á T-Bone steik- hús, hlökkum til að sjá ykkur! n T-Bone steikhús Brekkugötu 3, 600 Akureyri Sími 469-4020. www.tbone.is, www.facebook. com/tbonesteikhus D j Grill er heimilislegur og jafnframt vinalegur ham- borgarastaður í miðbæ Akur eyrar. Þangað er nota- legt að koma með fjöl- skyldunni, setjast nið- ur í rólegheitum og fá sér safaríkan hamborgara, girnilega samloku eða aðra smárétti. Ingi Þór Stefánsson segir að vinsælt sé að skjótast á Dj Grill í hádegishléinu til að fá sér snögglega framreiddan, gómsætan borgara. „Hing- að er líka gott að koma og horfa á boltann þar sem hægt er að sjá flesta leiki sem eru á dagskrá enska boltans og eins meistaradeildarinnar.“ Flott fjölskyldufyrirtæki Hjónin Elva Sigurðardóttir og mað- ur hennar, Snæbjörn Sigurðsson, ákváðu að slá til fyrir átta árum og tóku við rekstri staðarins – einmitt rétt fyrir verslunarmanna- helgina. „Þetta gekk mun betur en nokkur hafði þorað að vona,“ segir Ingi Þór brosandi. „Staðurinn hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2008, bæði útlitslega og einnig hvað varðar veitingar á matseðli. Fjölskyldan okkar er nánast öll með annan fótinn á svæðinu en starfs- mannahópurinn stækkar ört eftir því sem starfseminni vex fiskur um hrygg.“ Zurgbassi er langvinsælastur „Staðurinn á nú orðið stóran fastakúnnahóp en sem betur fer sjá- um við líka mörg ný andlit,“ segir hann og nefnir að það gleðji ávallt jafn mikið að fá utanbæjarfólk sem kemur aftur og aftur í heimsókn á Dj Grill þegar leið þess liggur til Akur- eyrar. „Ostborgarinn okkar er uppáhald margra en sá borgari sem hefur al- gjörlega slegið í gegn er hinn svo- kallaði Zurgbassi sem er sá allra, allra vinsælasti á seðlinum. Sá eðal- borgari er með piparosti og fleira góðgæti. Flestir hamborgararnir hjá okkur hafa stafina Dj fyrir framan; Dj Maggi, Dj Hulda og svo framveg- is. Ástæðu þess má rekja til þess að þegar fjölskyldan tók við staðnum voru þetta helstu nöfnin sem voru að spila á Akureyri á þeim tíma. Zurg- bassi er t.a.m. sviðsnafnið sem ég og vinur minn notuðum þegar við vor- um að spila.“ Ingi Þór býður gesti velkomna á Dj Grill um verslunarmannahelgina og minnir á Facebook-síðuna: www. dj.grill.is n Dj Grill Strandgötu 11, 600 Akureyri. Sími: 462–1800. www.facebook.com/Dj-Grill T-Bone steikhús Dj Grill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.