Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 29
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 Úttekt 5 s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu að ferðast í haust? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Ný rúm frá RB rúm „Ég veit að ég á ennþá langt í land“ I ngólfur Harðarson frum- kvöðlafræðingur var beittur grófu kynferðisofbeldi í æsku. Hann er í sambúð og á tvö upp- komin börn. Hann var á fimm- tugsaldri þegar hann áttaði sig á of- beldinu og byrjaði að takast á við afleiðingar þess. Hann hefur skrif- að bók um reynslu sína, sem fyrst var sár og erfið. „Ég skil vel að fólk vilji svipta sig lífi. Ég hef verið á þeim stað. Ég átti löng samtöl við þetta fyrirbrigði, dauðann. Einu sinni var ég að keyra norður og ég var stanslaust að segja við þessa rödd, ég er upptekinn, ég tala við þig á eftir. Það virkaði.“ Ingólfur segir að erfitt hafi verið að horfast í augu við að hafa verið kynferðislega misnotaður en það hafi skýrt margt sem var að í lífi hans. Hann var félagslega einangr- aður sem barn en það var árið 2004 sem hann opnaði á reynslu sína í 12 spora samtökum gegn meðvirkni. Þar fóru brotakenndar minn- ingarnar að koma upp á yfirborðið. Ingólfur telur að barnið í honum hafi verið að vernda hann þar til að hann væri kominn á öruggan stað til að glíma við sársaukann. „Ég trúi því að barnið í okkur kjafti ekki frá fyrr en það er í um- hverfi sem það treystir. Það er lífs- hættulegt ástand ef þú manst allt en hefur engar lausnir. Ég trúi að barnið tali þegar það uppgötvar að það er í umhverfi sem hægt er að treysta. Eftir að minningarnar komu fram er litli gaurinn búinn að vera kjafta í mig jafnóðum.“ Ingólfur segir engan sleppa við afleiðingar af ofbeldi og skiptir þá engu hvert áfallið er. „Þetta er eins og hvert annað mein, þetta er andlegt mein aðal- lega. Allt þróast og vex og ef þetta fær að vera óáreitt þá stækkar það. Á endanum verður þú andlega og tilfinningalega gjaldþrota.“ Þegar Ingólfur byrjaði að takast á við minningarnar kom sársauk- inn upp á yfirborðið. Því fylgdu sveiflur, sjálfsvígshugsanir. Hann var uppfullur af afleiðingum of- beldisins. „Til að ná í þetta þarf að fara í gegnum sársauka. Í mínum huga er sársaukinn fallegur í eðli sínu. Minningin er í raun leiðin til að tak- ast á við sársaukann. Á bak við sárs- aukann er sár sem þú getur ekki heilað nema að fara þangað.“ Þegar erfiðustu vinnunni var lokið upplifði Ingólfur ofboðslegt frelsi. Hann segist fagna því í dag þegar hann finni fyrir sársauka, þá geti hann fundið minningarnar sem eru grafnar og í kjölfarið losn- að undan stjórn sársaukans. „Ég lít á sársauka sem góðan í eðli sínu. Hann er í rauninni að segja mér að það sé eitthvað sem ég þarf að kíkja á sem muni gefa mér betra líf.“ n kristjon@dv.is „Lít á sársauka sem góðan í eðli sínu“ Á rið 2012 fór Sveinn Rúnar Einarsson á Þjóðhátíð í Eyjum. Honum var nauðgað. „Ég varð viðskila við vini mína og fór í eitt- hvert partítjald þar sem ég fékk mér nokkra drykki. Ég var kominn ágæt- lega í glas eins og gengur og gerist á Þjóðhátíð. Svo man ég lítið fyrr en ég ranka við mér efst uppi í brekku, búið er að draga niður um mig bux- urnar og það er maður aftan á mér að ljúka sér af. Hann, ásamt fleirum sem voru þarna, forðaði sér á hlaup- um þegar ég vaknaði.“ Þegar Sveinn áttaði sig á því hvað gerst hafði stífnaði hann upp. „Ég varð eiginlega alveg vitstola og stjarf- ur þar til kona úr björgunarteymi há- tíðarinnar kom aðvífandi og hlúði að mér. Hún lét mig hringja í vini mína, og fór með mig á neyðar- móttöku á vegum hátíðarinnar þar sem ég var settur á sjúkrabekk inn- an um fjölda fólks. Á staðnum var sálfræðingur sem talaði lítillega við mig, en engin önnur fagleg þjónusta var í boði. Þegar ég hugsa til baka er ég mjög hissa á að enginn hafi bent mér á að fara í skoðun á sjúkrahús, eða fylgt mér þangað. Engin læknis- skoðun var í boði, hvað þá sýnataka. Það var heldur engar upplýsingar að fá og enginn leiðbeindi mér. Ég fór sjálfur miklu seinna á Húð- og kyn, til að athuga hvort það væri í lagi með mig.“ Kærði ekki Sveinn lagði ekki fram kæru og hann sér eftir því. „Ég vissi ekki hver það var sem nauðgaði mér, en eftir á að hyggja sé ég að það hefði verið rétt að kæra málið strax til lögreglu. Það hefði veitt einhverja hugarró að vita af málinu í einhvers konar farvegi, jafnvel þó að það hefði ekki leitt til neinnar niðurstöðu.“ Fljótlega ákvað Sveinn að hugsa sem minnst um nauðgunina. „Það var ekki fyrr en um ári seinna að ég gerði mér grein fyrir því hversu þungt þetta hvíldi á mér – þá fékk ég eigin- lega vægt taugaáfall. Ég hafði bælt niður tilfinningarnar með drykkju og djammi.“ Ótímabært viðtal Þegar tæpt ár var liðið frá nauðg- uninni sagði Sveinn sögu sína í viðtali sem birtist í að- draganda druslugöngunnar 2013 í Fréttablaðinu. „Ég var nákvæmlega ekkert búinn að vinna úr afleiðingum nauðgunarinnar og þess vegna var viðtalið ótímabært. Viðtalið vakti mikla athygli, enda höfðu ekki margir strákar komið fram með svona reynslusögur á þeim tíma. Ég fór í einhvers konar vímu eftir það – fólk þakkaði mér fyrir að stíga fram og ég fékk mikla athygli. Ég hélt að ég væri búinn að ljúka málinu, búinn að segja söguna og gæti haldið áfram að lifa án sársaukans sem hafði hvílt á mér. Skömmu síðar fór ég fyrst til sál- fræðings, en það var ekki fyrr en ég var búinn að ganga of langt í gegnum drykkju og djamm að ég fór almenni- lega að taka á hlutunum.“ Sveinn fór í hópmeðferð á Geðdeild Landspítalans, fór að stunda hollari lífshætti og meiri sjálfsskoðun. „Ég hef ekki ennþá leit- að til Stígamóta eða sambærilegra samtaka, en ég get vel hugsað mér að gera það. Ég veit að ég á ennþá langt í land og það mun gera mér gott að ræða um reynslu mína og afleiðingar hennar.“ Erfitt fyrir homma Sveinn segist ekki hugsa til nauðg- arans í dag. Hann hefur fengið ábendingar um hver eigi í hlut. „Ég finn ekki fyrir reiði og held að ég sé kannski dálítið dofinn ennþá. Ég hef ekki mikið rætt um nauðgunina síð- an eftir viðtalið stóra. En ég hugsa ekki til hans af illsku.“ Kannski er að verða auðveldara fyrir karlkyns þolendur kynferðis- ofbeldis að ræða um reynslu sína op- inskátt. „Það skiptir máli að allir komi fram og ræði um kynferðis ofbeldi. Það er ýmislegt að breytast og í dag er það auðveldara fyrir stráka en fyrir örfáum árum. Þar spilar ýmislegt inn í, til að mynda druslugangan. Það hefur líka verið sérstaklega erfitt fyr- ir samkynhneigða karlmenn. Margir virðast ganga um með einkennilegar hugmyndir um að hommar hljóti alltaf að vera til í að fá gott í bossann og vera hressir. Hommar eru stimpl- aðir sem lauslátari en aðrir, og þar af leiðandi hefur kynferðisofbeldi gagnvart samkynhneigðum mönn- um verið litið öðrum augum.“ n ragga@dv.is „Á bak við sársaukann er sár sem þú getur ekki heilað nema að fara þangað“ Sveinn Rúnar Einarsson „Það skiptir máli að allir komi fram og ræði um kynferðisofbeldi.“ Ingólfur Harðarson mynd AnitA Eldjárn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.