Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 22.–25. júlí 20168 Úttekt ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT Þurfum að takast á við ranghugmyndirnar Hjálmar Gunnar Sigmarsson vill snúa við þeirri þróun að karlar leiti sér ekki aðstoðar fyrr en áratugum seinna Í fyrra voru karlmenn 14,9 prósent þeirra brotaþola kynferðisofbeld- is sem leituðu til Stígamóta í fyrsta skiptið. Hjálmar Gunnar Sigmarsson, starfsmaður Stígamóta, hóf störf árið 2014 og hefur unnið að því að styrkja leiðir samtak- anna til að ná betur til karlmanna sem þurfa aðstoð til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Hann er fyrsti karlkyns starfsmaður Stígamóta. „Karlar hafa verið að koma til Stígamóta í um 20 ár,“ segir Hjálmar. Hann segir þróunina hafa verið hæga framan af, en að árið 2013, í kjölfar þess að Karl Vignir Þor- steinsson var afhjúpaður í fjölmiðl- um, hafi mun fleiri leitað sér að- stoðar. „Þetta var sprenging, bæði voru fleiri karlar og konur sem leit- uðu til okkar. Þetta var fólk sem var loksins að leyfa sér að leita sér hjálpar.“ Þetta var búið að standa til lengi, en hugmyndin með ráðn- ingu Hjálmars var sú að gera skila- boðin um að karlar væru velkomn- ir til Stígamóta sýnilegri. Hjálmar er ráðgjafi, en vinnur einnig að því með margvíslegri fræðslu, að vekja athygli á þjónustunni og mikilvægi þess að auka umræðuna um karl- kyns brotaþola. Það þarf að takast á við ranghugmyndir um karlkyns brotaþola og kynferðisofbeldi gegn þeim, en einnig skaðlegar karl- mennskustaðalmyndir. „Það eru margar skaðlegar mýtur um kyn- ferðisofbeldi. Margir karlmenn upp- lifa að þeir eigi ekki rétt á að leita sér hjálpar, þeir gera lítið úr ofbeldinu og jafnvel sumir telja það ekki hafa verið „nógu alvarlegt“ til að gera eitt- hvað í því, “ segir Hjálmar. Það er mjög skaðlegt og verð- ur þar að auki til þess að sum- ir leita sér oft ekki aðstoðar fyrr en mörgum árum og jafnvel áratugum seinna. „Karlar, eins og allir brota- þolar, eiga rétt á að leita sér aðstoð- ar og hjálpar og það er mikilvægt að fara yfir umræðuna um karlkyns brotaþola. Það þarf að fara vand- lega í hana og takast á við þær rang- hugmyndir og karlmennskuhug- myndir sem eru uppi.“ Stígamót vilja því skapa rými fyr- ir karlmenn og aðra jaðarsetta hópa í þessu samhengi, bjóða þá vel- komna og koma réttu skilaboðun- um á framfæri. „Að þeir fái tækifæri og rými til að vinna úr afleiðingun- um og skilji að þeir beri ekki ábyrgð á ofbeldinu og að það sé þess virði að leita sér hjálpar.“ n astasigrun@dv.is Stígamót hafa gefið út bækling fyrir og um karlkyns brotaþola kynferðisofbeld- is, hann má nálgast hjá samtökunum en einnig á heimasíðu þeirra www. stigamot.is sem og annað fræðsluefni. n Kynferðislegt ofbeldi á sér stað þegar einstaklingur er þvingaður til kynferðislegra athafna, gegn vilja og án samþykkis. n Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðins aldri. Afleiðingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra. n Rúmlega helmingur þeirra karla sem leita til Stígamóta varð fyrir kynferðis- ofbeldi sem börn. n Karlar leita sér oft aðstoðar árum og jafnvel áratugum eftir að brotið var á þeim. n Kynferðisofbeldi getur verið mikið og óvænt áfall. Við bregðumst við áföllum á ólíka vegu. Öll viðbrögð eru eðlileg og rétt. Það er eðlilegt að frjósa eða gera ýmislegt til að draga úr skaða og það er jafn eðlilegt og að berjast á móti eða reyna að flýja. Það er eðlilegt að upplifa vanmátt þegar maður missir stjórnina og valdið er tekið af manni. Það er eðlilegt að muna ekkert eða ekki ná- kvæmlega hvað gerðist. Það er eðlilegt að segja ekki frá. Staðreyndir um ofbeldiÞarftu hjálp? Þeim sem vilja leita sér aðstoðar er bent á að hægt er að leita til: n Aflið á Akureyri, 461-5959 eða 857-5959 n Drekaslóð í Reykjavík, 551-5511 n Stígamót í Reykjavík, 562-6868 eða 800-6868 n Sólstafir á Vestfjörðum, 846-8846 n Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Landspítalinn í Fossvogi, 543-1000 n Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Sjúkrahúsið á Akureyri, 463-0800 App fyrir símann: Á vefsíðunni www.livingwell.org.au má finna smáforrit, app, sem ætlað er karlkynsþolendum sem urðu fyrir ofbeldi í æsku. Því er ætlað að styðja við, en kemur ekki í staðinn fyrir, sál- fræðiaðstoð og sjálfsvinnu þeirra sem leitað hafa sér aðstoðar. Í forritinu má finna bæði upplýsingar og æfingar til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.