Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Qupperneq 36
Helgarblað 22.–25. júlí 201620 Menning N orski rithöfundurinn Karl Ove Knausgård verður einn lykilfyrirlesara á al- þjóðlegu ritlistarráðstefn- unni NonfictioNow sem haldin verður í Reykjavík í júní næsta ári, en ráðstefnan er líklega stærsti bókmenntaviðburður sem farið hefur fram á Íslandi. „Þetta er miklu stærra en bókmenntahátíð,“ segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöf- undur, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og einn skipuleggjenda há- tíðarinnar. Ein stærsta ráðstefnan um óskáldað efni NonfictioNow er ein stærsta ráð- stefna heims um óskálduð skrif, en að jafnaði sækja hana 400 til 500 manns hvaðanæva að úr heiminum, höfund- ar, kennarar og nemendur. Þetta er í sjötta skipti sem ráðstefnan er haldin en í fyrsta skipti sem hún fer fram í Evrópu. „Að ráðstefnunni standa nokkrir rithöfundar og ritlistarkennarar í Bandaríkjunum og Ástralíu, en há- tíðin sprettur upp úr Non-fiction smiðjunni í Iowa City og er upphafs- maðurinn Robert Henley, sem var þá kennari þar,“ segir Rúnar Helgi, sem sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var haldin í Melbourne og er nú kominn í stjórn hennar. „Þetta er ekki hefðbundin akademísk ráðstefna heldur frekar sambland af bókmenntahátíð og ráð- stefnu,“ segir Rúnar Helgi. „Allir þeir sem taka þátt eru höf- undar, þó að þeir séu margir líka tengdir háskólum og þá helst ritlistar- deildum. Það verða alls konar við- burðir í tengslum við ráðstefnuna, upplestrar og off-venue viðburðir.“ Stórstjarna í bókmenntaheiminum Fjöldi erlendra höfunda mætir og ræðir óskáldað efni af ýmsu tagi og les upp úr verkum sínum. Í málstof- um verða svo tekin til umræðu fjöl- mörg ólík form óskáldaðra skrifa. Þá vonast Rúnar Helgi til að íslenskir höfundar og fræðimenn muni taka þátt í ráðstefnunni, en nú er opið fyrir umsóknir um málstofur á vef ráð- stefnunnar. Flestir viðburðir munu fara fram í Háskóla Íslands en lykilfyrirlestrar verða í Silfurbergi Hörpu og gefst al- menningi kostur á að sækja þá gegn vægu gjaldi. Stærsta stjarnan sem kemur fram er líklega Norðmaðurinn Karl Ove Knausgård. „Min Kamp-bækurnar eftir Knausgård hafa vakið verulega athygli á undanförnum árum. Hann hefur stundum kallað þær óskáld- aðar skáldsögur en þar miðlar hann sannsögulegu efni, það er ævi sinni, í formi skáldsögunnar. Það er náttúr- lega feikilega spennandi viðfangsefni, en hann hefur stigið á ýmsar tær á leiðinni og margir samferðamenn hans móðgast yfir efninu. En það sér auðvitað hver með sínum augum.“ Auk Knausgårds eru lykilfyrirlesar- ar á hátíðinni Maxine Beneba Clarke, Ástrali af afró-karabísku bergi brot- in, en hún þykir fersk og spennandi rödd í bókmenntaheiminum, og mikil eftirvænting ríkir eftir væntanlegri ævisögu hennar. Þá kemur bandaríski rithöfundurinn Gretal Ehrlich fram, en hún er eflaust þekktust fyrir bók- ina Solace of open spaces en auk þess hefur hún mikið ferðast um Græn- land og skrifað bók um ferðir sínar þar. Þá má enn fremur nefna banda- ríska ljóðskáldið og menningarrýninn Wayne Koestenbaum sem fæst með- al annars við kynhneigð og kyngervi í verkum sínum. Óskáldaðar skáldsögur Íslendingar hafa átt í nokkrum vand- ræðum með að þýða hugtakið non- fiction, og má þar til dæmis benda á að sá flokkur í Íslensku bókmennta- verðlaununum er nefndur „bækur almenns efnis.“ En Rúnar Helgi býð- ur upp á betra hugtak til að fanga merkinguna. „Ég hef sjálfur notað „óskáldað efni“ og svo „skáldað efni“ fyrir enska orðið fiction. Það er það þjálasta sem ég hef fundið hingað til.“ En hvað er átt nákvæmlega við með „óskáldað efni“? „Ég held að orðið sé sæmilega gegnsætt þó að sumum finnist það kannski skrýtið í fyrstu. Það eru til margir flokkar af óskálduðu efni: til dæmis fræðiefni, ævisögur, minn- ingargreinar, svo það sem ég hef kallað sannsögur en heitir á ensku „creative non-fiction,“ þar sem að- ferðir skáldskaparins eru nýttar til að miðla sannsögulegu efni svo það verði aðgengilegra og meira gríp- andi fyrir lesandann,“ segir Rúnar Helgi. „Þessar sannsögur hafa orðið æ vinsælli erlendis að undanförnu enda hægt að nýta þær til að miðla ýmiss konar efni. Það er jafnvel hægt að nýta það til að skrifa kennslu- bækur og gengur þá út á að breyta efninu í sögur til að gera það að- gengilegra,“ segir hann. „Hér heima hefur líka verið svolítil umræða um mörkin milli skáldævisögunnar og sannsögunnar, hvað má gera og hversu langt má maður ganga í að nýta sér sannsögu- legt efni og skrifa um raunverulegar persónur? Hvenær er maður kom- inn yfir í skáldskap? Þessi umræða spratt til að mynda upp þegar Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helga- son kom út,“ segir Rúnar. „Það má búast við því að það verði einhverjar málstofur þar sem komið verður inn á þetta.“ n 36 á annnarri 32 á hinni IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu ferskar sérvaldar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Knausgård talar á stærsta bókmenntaviðburði Íslands n Ráðstefna um óskáldaðar bækur í júní 2017 n Búist við 500 erlendum gestum Skipuleggur stóra ráðstefnu um óskáldað efni Rúnar Helgi Vignisson er einn þeirra sem standa að NonfictioNow sem fer fram í Háskóla Íslands og Hörpu á næsta ári. Mynd ©KriStinn ingvarSSon - Kri@hi.iS „Hann hefur stigið á ýmsar tær á leiðinni og margir samferða- menn hans móðgast yfir efninuKarl ove Knausgård Wayne Koestenbaum gretal EhrlichMaxine Beneba Clarke Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.