Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Side 8
Vikublað 20.–22. september 20168 Fréttir
Skráðu þig í Bed&Breakfast klúbbinn
okkar og fáðu betri kjör
s: 426 5000 — booking@bbkefairport.is — bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
Við geymum bílinn frítt,
keyrum þig á flugvöllinn og
sækjum þig við heimkomu
Stáltech ehf. - tunguhálSi 10, Reykjavík - S: 5172322
CNC renniverkstæði
Gerir
út báta
í hvala-
skoðun
n eyþór arnalds keypti allt hlutafé special tours
í reykjavík í vor n „hvalveiðar fara minnkandi“ Þ
etta er áhugaverður geiri í
ferðaþjónustunni og sérstak
lega þegar maður getur farið
með ferðamenn út í náttúruna
svona stutt frá Reykjavík,“ segir
Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi
oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg,
sem hefur keypt ferðaþjónustufyrir
tækið Special Tours í Reykjavík. Fyrir
tækið á sér langa sögu og var í fyrra
rekið með 79 milljóna króna hagnaði.
„Þetta fyrirtæki á sér 20 ára sögu en
byrjaði smátt og hefur vaxið jafnt og
þétt. Þetta er í raun og veru nýtt verk
efni fyrir mig. Ég hef ekki verið í ferða
þjónustu áður en þetta er grein inn
an hennar sem mér fannst hvað mest
spennandi og jákvæð,“ segir Eyþór.
Fylgja aukningunni
Einkahlutafélag í eigu Eyþórs, Við
fjöruborðið, keypti í vor allt hluta
fé Special Tours sem selur ferðir í
hvala, lunda og norðurljósa skoðun
frá Reykjavíkurhöfn. Eyþór vill ekki
gefa kaupverðið upp en hann hefur
tekið sæti í stjórn ferðaþjónustu
fyrirtækisins ásamt lögmönnunum
Atla Birni Þorbjörnssyni og Friðbirni
Eiríki Garðarssyni. Fjárfestirinn, sem
situr alls í stjórnum 31 fyrirtækis, hef
ur hingað til komið að rekstri stóriðju
og iðnfyrirtækja eins og GMR Endur
vinnslu og Kratus á Grundartanga og
er einn hluthafa í kísilverkefni Thorsil
í Helguvík.
„Flestar höfuðborgir eru þannig að
þú þarft að fara langan veg til að kom
ast í náttúru. Það er aftur á móti heil
mikið af henni í Faxaflóa og hvalir og
norðurljósin sem hafa slegið í gegn.
Mér fannst þetta því mjög áhugavert
og svolítið fallegt. Ég held það sé óhjá
kvæmilegt að fylgja þessari aukningu
sem er í gangi í ferðaþjónustunni og
þess vegna var keypt nýtt skip í vor,“
segir Eyþór. Vísar hann til kaupa
Special Tours á hvalaskoðunarskip
inu Lilju frá Noregi síðastliðið vor
sem varð þá fjórða skipið í flota fyrir
tækisins. Samkvæmt nýbirtum árs
reikningi þess skilaði það jákvæðri
afkomu upp á alls 142 milljónir á ár
unum 2014 og 2015. Fyrirtækið átti í
lok síðasta árs eignir upp á 465 millj
ónir og skuldaði þá 306 milljónir.
Hlynntur hvalveiðum
Mun minna veiddist af hrefnu á Faxa
flóa á síðustu vertíð, sem lauk nú í
sumar, en fyrri ár, líkt og kom fram í
umfjöllun Fiskifrétta um veiðarnar
í síðustu viku. Veiddust þá 46 hrefn
ur samanborið við 41 árið 2015 en í
sumar voru notuð tvö skip en einung
is eitt árið á undan. Hvalaskoðunar
samtök Íslands hafa undanfarin ár
gagnrýnt hrefnuveiðar á Faxaflóa og
bent á að þar sé að finna eitt mikil
vægast hvalaskoðunarsvæði lands
ins. Aðspurður segist Eyþór hlynntur
sjálfbærum hvalveiðum.
„Ég held að sjálfbærar veiðar eigi
alltaf rétt á sér en ég tel mikilvægt að
þessi vaxtarbroddur,
að skoða hvali, fái
að njóta sín sem
best á Faxaflóa.
Ég vona menn
að menn nái
sátt um þessi
mál. Það má
segja sem svo
að hvalveiðar
fara minnkandi
en hvalaskoðun
er í mikilli sókn.“ n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Special Tours Ferðaþjónustufyrirtækið á fjóra
báta og gerir út frá Reykjavík. mynd SiGTryGGur ari