Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Side 22
Vikublað 20.–22. september 20166 Áhrifaríkar meðferðir - Kynningarblað U m miðja síðustu öld þróaði dr. John Uplegder höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð út frá osteopathiu eftir miklar vísindalegar rannsóknir. Meðferðin felst í léttri snertingu til að greina og hvetja líkamskerfi sem kallað er „höfuðbeina- og spjaldhryggjar- kerfið“ sem samanstendur af heila- og mænuhimnum, heila- og mænuvökva sem umlykur, nærir og verndar mið- taugakerfið. Losað er um hindranir og við það eflist starfsemi mið- taugakerfis- ins. Vegna þess hve vel með- ferðin styður við náttúrulega tilhneigingu lík- amans til að laga sig sjálfur er hún í auknum mæli not- uð bæði sem fyrir- byggjandi meðferð sem og árangursrík með- ferð við mörgum kvillum. Þar má nefna höfuðverk/mígreni, svima, króníska hálsbólgu og bakverki, magakveisu, ein- hverfu, króníska þreytu, vefja- gigt, þunglyndi, kvíða og margt fleira. Í raun er með- ferðin að styðja við sjálfs- heilunargetu líkamans, sama hvert ástandið er. Markmiðið er að losa hindranir til að efla starfsemi miðtaugakerfisins og losa um himnu- og bandvefskerfi alls lík- amans. Sálvefræn losun tekur áhrif höfuð beina- og spjald- hryggjarmeðferðarinnar enn lengra með því að losa út bæld- ar tilfinningar sem oft eru leifar af áfalli eða uppsöfnuðum atvikum. Meðferðin miðar að heildstæðri nálgun á heilsu mannsins og geng- ur út frá því að andleg og líkamleg líðan sé samtengd: „Líkamlega og tilfinningalega erum við ein heild, við vinnum með manneskjuna sem heild,“ segir Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og með- ferðaraðili hjá Upledger á Ís- land. „Við erum að burð- ast með alls kyns bældar tilfinningar sem eru að hafa áhrif á heilsu okkar, hegðun og samskipti.“ Er það ekki orðin viðurkennd staðreynd í lækna- vísindunum að andleg líðan og til- finningar hafi áhrif á líkamlega heilsu? „Jú, en heil- brigðiskerfið er ekki ennþá að vinna eftir því. Það er ekki verið að líta á fólk sem heild, nokkuð sem þarf að gerast í náinni framtíð og ásamt aukinni samvinnu á milli heildrænna lækninga og hefðbundinna. En þetta er allt á réttri leið.“ Aðspurð segir Erla að höfuð- beina- og spjaldhryggjarmeð- ferð hafi ekkert með neitt yfir- náttúrulegt að gera en hún nálgist manninn sem heild, án þess að að- greina tilfinningar frá hinu líkam- lega. Erla kynntist höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð fyrir um 20 árum í kjölfar krabbameins sem hún fékk og læknaðist af. „Ég starfaði sem sjúkraþjálfari á Greiningar- og ráðgjafarstöðinni, meðhöndlaði fötluð börn. Í kjölfar krabbameinsins varð ég meira leitandi og lærði nálarstungur og höfuð beina- og spjaldhryggjarmeðferð. Það leiddi til þess að ég hætti á Greiningar- og ráðgjafarstöðinni og fór að að vinna sjálfstætt. Þessi meðferð heillaði mig bæði vegna þess hvað ég fann mikinn mun á minni eigin heilsu og að árangurinn varð miklu meiri og varanlegri með skjólstæðinga mína.“ Erla rekur skóla í höfuðbeina- og spjaldhryggarmeðferð og skyldum meðferðum. Á fyrstu áföngunum í námi í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð er kennt að losa höfuðbeina- og spjaldhryggjarkerfið og bandvefs- og himnukerfi líkamans. Á seinni stigum í náminu er sálvefræn vinna og samtalstækni kennd til að losa um tilfinningabælingar sem oft eru orsök vandamála í líkamanum. Annars staðar í sérblaðinu má sjá auglýsingu á námskeiðum sem Erla heldur, annars vegar í höfuð- beina- og spjaldhryggjarmeð- ferð og hins vegar í Visceral Mani- pulation, en það er meðhöndlun á innri líffærum og líffærakerfum. Margvíslegar upplýsingar má finna á www.upledger.is. n Líkami og tilfinningar eru ein heild Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð „Líkamlega og tilfinningalega erum við ein heild, við vinnum með manneskjuna sem heild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.