Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Síða 32
Vikublað 20.–22. september 201624 Menning M aður sem heitir Ove er einleikur, unninn upp úr samnefndri skáld- sögu sem fyrst kom út á sænsku ári 2012. Ís- lenska þýðingin var gefin út ári síð- ar og vakti strax mikla lukku hjá lesendum. Til marks um vinsældir sögunnar þá hefur útgefandi henn- ar, bókaútgáfan Veröld, nú gert sam- anlagt sjö endurprentanir á verkinu. Snúið á þvermóðsku og þröngsýni Söguhetja verksins er hinn rúðu- strikaði tæknifræðingur Ove. Ást- kær eiginkona hans, Sonja, er ný- látin og honum hefur verið sagt upp starfi sínu, sökum aldurs. Hann sér ekki lengur tilgang með tilveru sinni og skipuleggur því dauða sinn með tæknilega og fjárhagslega hagkvæm- um hætti, líkt og hann hefur ávallt skipulagt flestar sínar gjörðir í líf- inu. En hin fjölmörgu reglubundnu eftirlitsstörf sem hann hefur kom- ið sér upp með árunum og varða raðhúsalengjuna sem hann býr í, trufla þessar fyrirætlanir hans. Ungt par af erlendum uppruna er að flytja inn í eitt raðhúsið við götuna ásamt barnungum dætrum sínum. Fyrstu kynni þeirra af Ove eru við búferla- flutningana þegar þeim verður það á að brjóta regluna um akstur við raðhúsalengjuna. Að auki tekst þeim einnig að bakka bílkerrunni sinni utan í póstkassa Oves. Hann leynir hvorki vandlætingu sinni né hneykslun á óskiljan legum skorti þeirra á almennu verksviti og þekk- ingu á regluverki staðarins. Á end- anum hjálpar hann þeim þó að rétta kerruna af og bakka henni til baka. Ýmis verkefni tengd þessum og öðr- um nágrönnum hans taka nú að hlaðast á hann og þrátt fyrir arfa- slaka félagsfærni tekst honum að leysa úr öllum þeim málum sem upp koma í raðhúsalengjunni og jafnvel víðar. Inn í þetta allt saman fléttast svo frásagnir Ove af lífshlaupi sínu og ástarsaga hans og Sonju. Hún hafði hvatt hann til menntunar, umborið alla sérviskuna í honum og alltaf tekist að stýra honum í rétta átt, þrátt fyrir óendanlega þvermóðsku hans og þröngsýni. Hún var ham- ingja hans, líf og yndi. Það má ef til vill helst finna handritinu til foráttu að þar er freistast til þess að koma of stórum hluta bókarinnar til skila í stað þess að kafa örlítið dýpra ofan í hluta hennar. Sigurður Sigurjónsson trúverðugur Ove Sigurður Sigurjónsson túlkar Ove með framúrskarandi hætti í þessari uppfærslu. Það hlýtur að vera erfitt fyrir vinsælan leikara á hans aldri að sýna á sér alveg nýja hlið, en hér finnst mér honum takast að koma áhorfendum skemmtilega á óvart. Leikstjórinn, Bjarni Dagur, hefur slípað frá alla þá takta sem oft hafa einkennt leik Sigurðar, ekki síst hvað varðar áherslur og raddbeitingu, Dæmigerð Viveca Sten H in sænska Viveca Sten er vinsæll glæpahöfundur og sjötta bókin í Sandhamn- seríunni, Hættuspil, hefur verið ofarlega á metsölulista Ey- mundsson frá því hún kom út. Aðalpersón- urnar eru, líkt og áður, lög- fræðingurinn Nóra Linde og vinur hennar, rannsóknarlög- reglumaðurinn Thomas Andreas son. Óttaslegin kona kemur til Sand- hamn en finnst síðan látin. Thomas rannsakar málið og Nóra blandast inn í það. Á sama tíma glímir Nóra við vandamál í einkalífi. Einkalíf í norrænum sakamálasögum er aldrei rólegt og vandræðalaust, eins og lesendur þessara bóka vita mætavel. Bækur Sten reynast yfir- leitt vera þægileg afþreying, þótt óneitanlega vildi maður sjá þar ögn meiri kraft. Það á við um þessa bók sem er þokka- lega spennandi og reyndar nálg- ast lokakaflarnir það að vera æsispennandi. Það háir Sten sem höfundi að hún er ekki lipur stílisti og þar er stirðleiki of áber- andi á köflum. Sten er í hópi þeirra norrænu glæpasagnahöfunda sem gagn- rýna í bókum sínum kynþátta- fordóma og hatur á útlendingum, sem er sannarlega gott og bless- að, en það er ekki sama hvernig það er gert. Meinið er að predik- anir í skáldskap virka aldrei, sama hversu vel meinandi höf- undar eru. Sten hættir því miður um of til að predika. Hættuspil er ekki slæm glæpa- saga en heldur ekki sérlega til- þrifamikil. Þetta er ekki bók sem heldur lesandanum föngnum frá fyrstu síðu. Það er helst í síðustu köflunum sem veruleg spenna færist í verkið. Aðdáendur höf- undar, sem eru margir, eru þó líklegir til að verða ánægðir því Hættuspil er dæmigerð Vivecu Sten glæpasaga. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Hættuspil Höfundur: Viveca Sten Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir Útgefandi: Ugla 365 blaðsíður Ástarsaga manns með of stórt hjarta Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Maður sem heitir Ove Höfundur: Fredrik Backman Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Þýðing: Jón Daníelsson Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikari: Sigurður Sigurjónsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Sýnt í Þjóðleikhúsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.