Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Síða 6
Vikublað 25.–27. október 20166 Fréttir
Meðfjárfestar Björgólfs
kaupa í kísilveri Thorsil
Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson fjárfesta í verksmiðjunni í Helguvík fyrir 575 milljónir króna
F
járfestarnir Andri Sveinsson
og Birgir Már Ragnarsson
hafa lofað fimm milljónum
dala, jafnvirði 575 milljóna
króna, til fjármögnunar
kísil málmverksmiðju Thorsil í
Helguvík. Fjárfestingin mun sam
kvæmt heimildum DV tryggja þeim
um 4,3 prósenta hlut í verkefninu.
Björgólfur Thor Björgólfsson, með
fjárfestir tvímenninganna í breska
fjárfestingarfélaginu Novator
Partners LLP, tekur ekki þátt í fjár
mögnun verksmiðjunnar.
Stýrir félögum Novator
Andri og Birgir Már eru nánustu
samstarfsmenn Björgólfs Thors
en sá fyrrnefndi sat í stjórn Lands
banka Íslands í kjölfar einkavæð
ingar hans fyrir hönd eignarhalds
félagsins Samson. Félagið var
kjölfestufjárfestir í bankanum og í
eigu Björgólfs Thors og föður hans
Björgólfs Guðmundssonar. Það fór í
þrot skömmu á eftir bankanum eða
í nóvember 2008. Birgir Már var um
tíma framkvæmdastjóri Samson en
hefur síðustu ár setið sem stjórnar
formaður íslenska tölvuleikja
framleiðandans CCP og í stjórn
fjarskiptafélagsins Nova. Breska
fjárfestingarfélagið er stærsti
einstaki eigandi CCP, í gegnum ís
lensk dótturfélög, og seldi í byrjun
október allt hlutafé sitt í Nova.
Samkvæmt heimildum DV
koma félög tengd Novator ekki að
fjármögnun verksmiðju Thorsil.
Andri og Birgir hafi ákveðið að fjár
festa í verkefninu á eigin vegum.
Þegar salan á Nova var tilkynnt
sagðist Björgólfur Thor ekki ætla
að nota afrakstur hennar, ríflega
fimmtán milljarða króna, til fjár
festinga hérlendis. Ekki náðist í
Andra eða Birgi Má við vinnslu
fréttarinnar.
13 milljarða hlutafé
DV greindi þann 7. október síðast
liðinn frá því að forsvarsmenn
Thorsil myndu ljúka söfnun á
þrettán milljarða króna hlutafé síð
ar í þessum mánuði. Samningar við
fjóra lífeyrissjóði, bandaríska fjár
festingarfyrirtækið Equity Asset
Group, og innlenda fag og einka
fjárfesta, biðu undirritunar. Kom
þá fram að Lífeyrssjóður verslunar
manna, LSR, Almenni lífeyrissjóð
urinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn
ætluðu að leggja til samtals tæpa
fjóra milljarða króna í hlutafé og
Equity Asset Group um 40 milljónir
dala eða 4,5 milljarða. Eigendur
Thorsil og aðrir íslenskir fjárfestar
hefðu skuldbundið sig fyrir því sem
vantar upp í 116 milljóna dala hluta
fé verksmiðjunnar, eða sem nemur
13,2 milljörðum króna. Búið væri að
ganga frá lánasamningum við Arion
banka, Íslandsbanka, og einn er
lendan banka, en heildarfjárfesting
Thorsil nemur 275 milljónum dala
eða 31,6 milljörðum króna.
Núverandi eigendur Thorsil
eru Northsil ehf. með 61 prósents
eignarhlut og Strokkur Silicon ehf.
með 39 prósent. Northsil er aftur
í eigu Johns Fenger, stjórnarfor
manns Thorsil, Hákonar Björns
sonar, forstjóra fyrirtækisins,
Einars Sveinssonar, fjárfestis og
föðurbróður Bjarna Benediktsson
ar fjármálaráðherra, og Þorsteins
Más Baldvinssonar, forstjóra Sam
herja. Strokkur er í eigu fjárfest
isins Harðar Jónssonar en Eyþór
Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi
oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg,
er framkvæmdastjóri félagsins og
stjórnarmaður í Thorsil.
Samkvæmt upplýsingum
DV hafa eigendur Thorsil tekið
ákvörðun um að þeir muni, ásamt
öðrum, leggja til það hlutafé sem
upp á vantar. Þar af ætli Strokkur
Silicon að eiga um 10 prósenta
hlut í verksmiðjunni. Samkvæmt
hlutafélagaskrá Ríkisskattstjóra
hafa eigendur Thorsil nú þegar lagt
fyrir tækinu til 852 milljónir króna í
hlutafé. n
Haraldur Guðmundsson
Hörður Ægisson
haraldur@dv.is/ hordur@dv.is
Helguvík Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson verða í hluthafahópi Thorsil. MyNd SiGtRyGGuR ARi
ljúffengur morgunmatur
alla daga
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin
Glæsibær · Sími: 571 0977 · Opið 10-18 · www.deluxe.is
Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða
Andlitsbað með lúxusmaska eftir húðgerð hvers og eins, þar sem leitast er eftir því að ná fram því besta
fyrir húðina þína með hágæða vörum. Frábær slökun og vellíðan.