Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Qupperneq 20
Vikublað 25.–27. október 20164 Rómantík - Kynningarblað
Miðdepill fjölda ástarsagna
Héraðsskólinn á Laugarvatni
Á
stin hefur svo sannarlega
fengið að blómstra í gegn
um árin í Héraðsskólanum
á Laugarvatni. Árin 1928–
1996 var þar starfrækt hótel á
sumrin og menntaskóli á veturna og
var þar vafalaust til ófárra ástarsam
banda stofnað. Okkar ástkæri rithöf
undur, Halldór Laxness, á svo meðal
annars Héraðsskólanum að þakka að
hafa kynnst henni Auði sinni þar sem
hún vann þar við hótelstörf á sumrin.
Því má segja að þetta glæsilega hús,
sem hannað var af arkitekti Íslands,
Guðjóni Samúelssyni, hafi ósjaldan
verið miðdepillinn í fjölmörgum ást
arsögum.
Vinirnir Sverrir Steinn Sverrisson
og Sveinn Pálsson opnuðu húsið á nýj
an leik árið 2013 og reka þar svokallað
Boutique Hostel með veitingastað og
ráðstefnuhöldum allan ársins hring.
Veitingastaðnum er stjórnað af styrkri
hönd franska kokksins Christophe
Perrin, sem eldar gómsætan mat úr
fyrsta flokks íslensku hráefni. Stefnan
er að hafa lítinn og einfaldan matseð
il þar sem hráefnið fær að njóta sín,
auk þess bragðast allt svo miklu betur
í sveitinni.
„Það er alltaf notalegt að komast
úr borginni og heimsækja Bláskóga
byggð. Hið fullkomna stefnumót hæf
ist á klassískum gullhring með stoppi
í ísbúðinni í Efstadal og hádegisverði
í Friðheimum. Eftir það
væri dýrlegt að baða sig í
laugunum í Fontana Spa.
Ævintýragjarnir kjósa
kannski frekar að kafa í
Silfru á Þingvöllum eða
skella sér í snjósleðahasar.
En það er alltaf gott
að enda góðan dag með
ljúffengum kvöldverði
hér í gömlu skólastof
unum í Héró, með gull
fallegt útsýnið yfir vatnið
og Heklu. Einhvers stað
ar verður maður svo að
sofa og í Héraðsskólan
um bjóðum við gestum upp á virki
lega notaleg herbergi með glæsilegu
útsýni,“ segir Sverrir. Í réttum skilyrð
um dansa norðurljósin svo róman
tískan polka fyrir áhorfendur eins og
þeim einum er lagið. n
Héraðsskólinn á Laugarvatni.
Nánari upplýsingar um bókanir og
fleira má nálgast á vefsíðu hostels-
ins, heradsskolinn.is Héraðsskólinn
er einnig áberandi á öllum sam-
félagsmiðlum svo sem Facebook,
Instagram, Twitter, Pinterest, Youtube
og Google+.