Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Page 22
Vikublað 25.–27. október 20166 Rómantík - Kynningarblað
18 Rauðar rósir er tíu ára!
Tilboð á íslenskum rósum út október
1
8 Rauðar rósir er gamalgróin
blómaverslun í hjarta Kópa-
vogs. Búðin var stofnuð þann
20. október árið 2006 og hélt
því upp á tíu ára afmæli síð-
astliðinn fimmtudag. Í tilefni þeirra
tímamóta verður nú tilboð á öllum
íslenskum rósum út október. Því er
um að gera að líta við og grípa með
sér nokkrar íslenskar rósir og færa
makanum, nú eða til að gleðja sjálf-
an sig.
„Það kom einmitt einn íslenskur
víkingur til mín í dag og keypti af
mér búnt af íslenskum rósum. Hann
vill hvetja íslenska karlmenn til þess
að vera rómantískari og er ég hon-
um hjartanlega sammála,“ segir
eigandi verslunarinnar, Sigríður I.
Gunnarsdóttir, eða Didda eins og
hún er oftast kölluð. 18 Rauðar rósir
býður einnig upp á heimsendingar-
þjónustu á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Hverjum þykir ekki gaman að fá
óvæntar blómasendingar?
Didda býr yfir áratugareynslu í
blómabransanum. „Við höfum alltaf
lagt ríka áherslu á að bjóða upp á
glæsilegt úrval á íslenskum blómum
og gjafavöru sem hentar við öll tæki-
færi,“ segir Didda. Ásamt því sem
starfsmenn kappkosta að veita við-
skiptavinum sínum persónulega og
faglega þjónustu, býður búðin upp
á fjölbreytta og glæsilega gjafavöru.
Meðal þeirra íslensku hönnuða
sem 18 Rauðar rósir selur vörur
fyrir eru: AUNTS DESIGN, Flóki &
Co., IHANNA HOME, heklaíslandi,
SveinBjörg, Þóra Sigurþórs, Jóns-
dóttir & Co., Magga myndlist, El-
ísabet Ásberg, Krista Design, JB art,
Hjartalag og hið sívinsæla konfekt frá
Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbak-
aríi. Fuzzy-kollurinn fæst einnig í 18
Rauðum rósum. Að auki er að finna
stórbrotið úrval erlendra framleið-
enda og þar á meðal eru gómsætar
franskar sælkerarvörur frá Nicolas
Vahé. n
18 Rauðar rósir er til húsa að
Hamraborg 3, 200 Kópavogi. Hafa
má samband í síma 554-4818 eða í
gegnum tölvupóst í 18raudarrosir@
18raudarrosir.is. Nánari upplýsingar
má nálgast á vefsíðu 18 Rauðra rósa,
www.18raudarrosir.is og á Facebook-
síðu verslunarinnar.
Náttúruleg heilsulind á einum
fegursta stað landsins
Jarðböðin í Mývatnssveit eru opin alla daga ársins
J
arðböðin í Mývatnssveit
eru kjörinn áfangastaður
í rómantískri innanlands-
ferð enda veita þau slökun og
vellíðan í stórkostlegri nátt-
úrufegurð Mývatns. Böðin eru enn
fremur afar heilsusamleg og hafa
góð áhrif á húðina. Baðaðstaðan
á svæðinu var opnuð árið 2004 en
vegna gríðarlegrar fjölgunar gesta
undanfarin ár er ætlunin að stækka
aðstöðuna til að gera rýmra fyrir
gesti. Hönnun við það verk er þegar
hafin en áætlað er að framkvæmd-
ir hefjist upp úr miðju næsta ári. Að
sögn Guðmundar Þórs Birgissonar,
framkvæmdastjóra Jarðbaðanna í
Mývatnssveit, eru um 85% gesta er-
lendir ferðamenn en Íslendingar
sækja böðin líka í miklum mæli,
ekki síst heimamenn. „Margir gest-
anna koma með skemmtiferðaskip-
um til Akureyrar og taka dagsferðir
þaðan. Einnig fáum við farþega úr
Norrænu sem kemur til hafnar á
Seyðisfirði,“ segir Guðmundur.
Vatnið úr jarðböðunum er frá
Kröflusvæðinu. „Hitastig vatns-
ins er 37–39 stig en síðan er heitur
pottur með 40–41 stiga heitu
vatni,“ segir Guðmundur en vegna
sístreymis er vatnið ávallt ferskt:
„Þetta er ekki saltvatn heldur fersk-
vatn úr um 2.000 metra djúpri bor-
holu. Gegnumstreymi er stöðugt
og því endurnýjast vatnið alltaf og
er alltaf hreint.“ Aðdragandinn að
stofnun Jarðbaðanna á sínum tíma
var sá að heimamenn fóru í gufu-
bað á Jarðbaðshólum og tjölduðu
þar yfir heitum strók beint upp úr
jörðu. Gufubaðið er enn til staðar
og situr á hitauppsprettu. Þetta er
því náttúrulegt gufubað en gufu-
baðsklefarnir eru tveir.
Fyrir utan þetta er síðan ágæt-
ur veitingastaður á svæðinu, Kvika.
Þar er áhersla lögð á létta rétti, til
dæmis súpur og salöt. Jarðböðin
í Mývatnssveit eru opin alla daga
ársins. Á sumrin er opið frá níu á
morgnana til
miðnættis en á
veturna er opið
frá tólf á hádegi
til tíu á kvöldin.
Aðgangseyrir á
sumrin er 4.000
krónur en 3.500
krónur á vet-
urna. Frítt er
fyrir börn yngri
en 13 ára. Auk
þess eru mörg
stéttarfélög og
starfsmannafélög með af-
slætti og ýmiss konar afsláttarkort
eru í boði. n
Heimasíða Jarðbaðanna er
jardbodin.is og símanúmer er 464-
4411.
Allar íslenskar rósir á afslætti!
Sælkeravörur frá Nicolas Vahé