Fréttablaðið - 12.05.2017, Side 8

Fréttablaðið - 12.05.2017, Side 8
atvinnumál Forsvarsmenn HB Granda standa við áform sín um að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og verður hún sameinuð starfs­ stöð fyrirtækisins í Reykjavík. Hjá HB Granda og dótt ur fé lögum á Akra nesi starfa 270 manns, þar af vinna 86 við botn fisk vinnsl una sem fá upp sagn ar bréf fyrir næstu mán aða mót, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. Þessa niðurstöðu tilkynnti Vil­ hjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Starfs fólkinu, sem er að stofni til konur, verður boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótt ur fé lögum, en þau störf eru flest öll í Reykjavík. Það til­ boð féll í grýttan jarðveg þess starfs­ fólks sem nú horfir fram á atvinnu­ missi, enda þýðir vinna í Reykjavík tveggja klukkutíma ferðalög fyrir starfsfólk. Þegar málið kom fyrst upp voru viðbrögð sveitarfélagsins að bjóða til viðræðna um bætta hafnar aðstöðu og hvaðeina annað sem gæti orðið til þess að forsvarsmenn og eigend­ ur HB Granda myndu endurhugsa ákvörðun sína. Faxaflóahafnir gáfu grænt ljós á þær hugmyndir, en kostnaður við uppbyggingu hafnar­ mannvirkja hefði verið þeirra. Þegar allt er talið hefði sá kostnaður getað orðið um þrír milljarðar króna. Mitt í þessari málaleitan sveitarfélagsins tilkynnti stjórn fyrirtækisins, og samþykkti, um 1,8 milljarða arð­ greiðslu til hluthafa. Í tilkynningu HB Granda segir: „For ráða menn Akra nes kaup staðar og HB Granda munu halda áfram við ræðum um að standa að frek ari upp bygg ingu atvinnu lífs á Akra nesi. Umdeild ákvörðun HB Granda áfall fyrir Skagamenn Skagamönnum tókst ekki að telja eigendum HB Granda hughvarf og botnfiskvinnsla fyrirtækisins verður lögð niður og flutt til Reykjavíkur. Ljóst er að 86 starfsmenn, mest konur, fá uppsagnarbréf fyrir mánaða- mót. Forsvarsmenn HB Granda segja að hluta starfsfólks verði boðin vinna við fiskvinnslu í Reykjavík. Þriðji hver starfsmaður HB Granda á Akranesi missir vinnuna. FréttABlAðið/Anton 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, tapast á Akranesi. Einn liður í því er að full trúar Akra­ nes kaup staðar í Faxa flóa höfnum beiti sér fyrir því að ráð ist verði í nauð syn legar við halds að gerðir á Akra nes höfn.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa áform HB Granda orðið til þess að viss ákvæði laga um stjórn fiskveiða eru til skoðunar innan stjórnkerfisins. Undir er fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna, en þar segir meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Undir liggur að andi fisk­ veiðistjórnunarlaganna er byggða­ festa og því var einnig sett ákvæði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs­ og landbúnaðarráð­ herra hefur skipað þverpólitíska nefnd sem á að finna fyrirkomulag varðandi gjaldtöku í sjávarútvegi, en ráðherra útilokar ekki að nefndin horfi til álitamála er varða fiskveiði­ stjórnunarlögin einnig. svavar@frettabladid.is atvinnumál „Væntingar okkar eru þær að HB Grandi standi við það sem kemur fram í þeirra yfirlýsingu og bjóði þessu fólki alvöru valkost í vinnu. Við munum fylgja því vel eftir,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, um ákvörðun HB Granda um að hætta botnfisk­ vinnslu í bænum. Sævar segir ákvörðunina von­ brigði. Hann sé þó sannfærður um að það séu tækifæri fólgin í áfram­ haldandi viðræðum við HB Granda. Þá væntir hann þess að það takist að tryggja þeim 86 starfsmönnum, sem sagt verður upp, störf, vonandi sem flestum á Akranesi. Sævar óttast þó ekki fólksflótta úr bænum. „Ég held að tækifæri fyrir okkur í atvinnuuppbyggingu séu tölu­ verð. Við trúum því að við getum verið með öfluga starfsemi hér í sjávarútvegi og sömuleiðis í annarri vinnu.“ Bærinn ætlar þó ekki að láta stað­ ar numið í uppbyggingu á Akranes­ höfn. Ætla bæjaryfirvöld að tryggja að það verði ráðist í hafnarfram­ kvæmdir og þær kláraðar á næstu tveimur árum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, for­ stjóri HB Granda, segir hugmyndir um að bjóða starfsfólki að starfa áfram innan fyrirtækisins ekki full­ mótaðar. Kanna þurfi möguleika og afstöðu starfsfólksins. „Við eigum núna eftir að taka þessar viðræður við trúnaðarmenn og stéttarfélagið og fara yfir möguleikana. Við eigum eftir að kanna vilja þeirra til að starfa hjá okkur áfram, skipta um störf og taka þau sem eru í boði.“ – þea Vænta þess að Grandi standi við tilboðið Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. FréttABlAðið/GVA atvinnumál „Auðvitað héldum við öll í vonina um að að þessu kæmi ekki. Þetta er það sem er að rústa litlu bæjarfélögunum, þegar stóru fyrir­ tækin koma og haga sér eins og ein­ hverjir kóngar. Þetta er náttúrulega ömurlegt,“ segir Elsa Hrönn Gísla­ dóttir, starfsmaður HB Granda. Hún segir starfsmenn hafa fengið það á tilfinninguna að þetta yrði raun­ in strax á fyrsta fundi þegar áformin voru tilkynnt. Fundur gærdagsins hafi einfaldlega staðfest þann grun. Sjálf segist Elsa ekki geta hugsað sér að vinna fyrir HB Granda í Reykjavík. „Skólarnir opna ekki 6.30 á morgnana sem ég þyrfti til þess að koma mér niður á Granda í traffík­ inni,“ segir hún. „Þetta er voðalega kjánalega sett upp hjá honum að kasta þessu fram að þetta sé möguleiki. Ekki nema að hann ætli persónulega að passa fyrir okkur börnin, sem ég stórefast um,“ segir Elsa enn fremur. Segir tilboðið kjánalegt atvinnumál „Þetta er rosalegt högg fyrir bæjarfélagið þar sem þetta eru ekki bara þessir hátt í níutíu starfs­ menn. Það eru búðir sem þjóna og rafvirkjar og fleira. Þetta eru svo mörg önnur störf en bara þau sem eru í fiskvinnslunni þannig að þetta hefur áhrif á allt samfélagið,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir, starfs­ maður HB Granda. Hún segir að einstæð móðir með börn muni ekki geta nýtt sér til­ boð um að vinna fyrir HB Granda í Reykjavík. „Það færi allur þeirra aur í barnapössun. Þetta er ekki sniðugt. Ég mun ekki nýta mér þetta.“ Hún segir þó atvinnuhorfur á Akranesi betri en oft áður. „Það eru stöður innan Akraneskaupstaðar. Það er verið að opna nýja deild á sjúkrahúsinu og þar skapast störf. Ég geri mér samt ekki alveg grein fyrir því hversu mörg.“ – þea Högg fyrir bæjarfélagið Ég held að tækifæri fyrir okkur í atvinnuuppbyggingu séu töluverð. Við trúum því að við getum verið með öfluga starfsemi hér í sjávarútvegi og sömuleiðis í annarri vinnu. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness Heilbrigðismál „Það er alvarlegt mál þegar heilbrigðisyfirvöld eru ekki að segja fólki satt,“ segir Guð­ mundur Karl Snæbjörnsson læknir um það sem hann segir rangfærslur um veipur, eða rafrettur. Guðmundur Karl er einn þeirra sem standa fyrir ráðstefnu í Háskóla­ bíói klukkan tvö á morgun um mál­ efnið. Segir hann að ráðstefnan sé einn mesti tóbaksvarnaraktívismi í Íslandssögunni. Annars vegar verður sýnd heimildarmyndin A Billion Lives og svo taka við erindi frá fræði­ mönnum og umræður. „Þetta er hluti af höfundum tveggja tímamótaskýrsla frá Lýðheilsustofn­ un Englands og Royal College of Phys­ icians, sem er 500 ára læknafélag,“ segir Guðmundur Karl og bætir því við að skýrslurnar byggist á hundr­ uðum vandaðra rannsókna. „Þar ráðleggja þeir sterklega veip­ ur sem leið til að hætta reykingum og halda því fram að þær geti lækkað dánartölur, ekki bara um hundruð eða þúsund heldur milljarða sam­ kvæmt mati WHO fyrir næstu öld,“ segir hann enn fremur. Guðmundur Karl segir umræð­ una hér á landi, sem og víðar, ekki  byggjast á vísindum og staðreynd­ um. „Hér virðast allir vera á móti veipum án þess að hafa skoðað þetta nægilega vel að mínu mati og líka að mati RCP og PHE. Flestir viðurkenna í dag að þetta sé 95 til 99,9 prósent  skaðminna. Þetta er bara no­brainer.“ Hann segir ráðstefnuna þó ekki vera neinn fögnuð. Ef einhver sé á öndverðum meiði þá sé honum vel­ komið að lesa fyrirlesurum pistil­ inn. – þea Læknir segir heilbrigðisyfirvöld ekki segja satt um veip Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir. FréttABlAðið/Anton BrinK atvinnumál „Þetta eru gríðarleg von­ brigði í ljósi þess að hér hefur verið landvinnsla á bolfiski í rúm hundrað ár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, for­ maður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur segir að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að árið 2002 hafi verið 350 manns í vinnu hjá Haraldi Böðvarssyni, sem rann síðar inn í Granda. Greiddir hafi verið út tveir milljarðar á ári í laun hjá HB og fyrir­ tækið hafi verið stærsti launagreið­ andi í Norðvesturkjördæmi. „Núna er þetta allt farið.“ Þá segir Vilhjálmur að mikill mannauður sé fólginn í þeim starfs­ mönnum sem sagt verður upp. - þea Þyngra en tárum taki Vilhjálmur Birgisson, formaður VlFA 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö s t u D a g u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -9 3 1 4 1 D 1 6 -9 1 D 8 1 D 1 6 -9 0 9 C 1 D 1 6 -8 F 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.