Fréttablaðið - 12.05.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 12.05.2017, Síða 10
öryggismál Friðfinnur Freyr Guð- mundsson, verkefnisstjóri neyðar- viðbúnaðar hjá Isavia, segir getu Íslendinga til að takast á við stór hóp- slys líkast til ekki nógu góða. Friðfinnur, sem stýrði stórri flug- slysaæfingu á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, bendir á að hugsanleg hópslys hérlendis séu alls ekki bund- in við flug. Þau geti orðið í ferjum, skemmtiferðaskipum og hópferða- bílum. „Þessar sviðsmyndir eru allar þekktar og hafa meðal annars verið tíundaðar í áhættuskoðun sem Almannavarnir gerðu,“ segir Frið- finnur sem kveður Isavia hafa styrkt viðbragðsaðila heima í héraði til þess að geta betur brugðist við hópslysum. „Við höfum til dæmis styrkt björg- unarsveitirnar um 38 milljónir und- anfarin ár til þess að þær verði betur í stakk búnar til þess að takast á við hópslys almennt, ekki bara flugslys,“ segir Friðfinnur. Það fé sé sérstak- lega eyrnamerkt hópslysabúnaði. „Núna erum við með stórt verkefni næstu þrjú árin þar sem við erum að kaupa hópslysakerrur og dreifa um landið. Þær eru fyrir búnað þannig að það sé hægt að veita skjól og fyrstu umönnun á hópslysavettvangi utan alfararleiðar.“ Að sögn Friðfinns erum við best undir það búin á suðvesturhorninu að takast á við hópslys. Annað gildi til dæmis um rútuslys á öræfum, flugslys á Hornafirði eða ferjuslys á Seyðisfirði þar sem viðbragðsaðilar hafi ekki mikið umleikis. Almannavarnir hafi hins vegar undanfarin tíu ár búið til séráætlanir þar sem tekið er á slíkum slysum. „Þar er skilgreint hverja á að kalla út, sem er allt heilbrigðiskerfið og björgunarsveitir og svo framvegis. Og síðan starfssvæðin; hvar við ætlum að safna slösuðu fólki þar sem það er frekar greint niður og hvert það muni Loftbrú ef stórt hópslys verður Vegna skorts á sjúkrarúmum gera viðbragðsáætlanir ráð fyrir að mynduð verði loftbrú úr landi ef stórt hópslys verður. Tveir týndir „farþegar“ voru ófundnir er flugslysaæfingu á Akureyri lauk um liðna helgi. Búið um slasaðan farþega áður en hann var fluttur á söfnunarstað í flugskýli Isavia. Mynd/RagnaR Jón RagnaRsson Við höfum til dæmis styrkt björgunar- sveitirnar um 38 milljónir undanfarin ár til þess að þær verði betur í stakk búnar til þess að takast á við hópslys. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, verkefnisstjóri neyðarviðbún- aðar hjá Isavia fara,“ segir Friðfinnur sem kveður það hafa verið skoðað að senda slasaða úr landi. Það hafi meira að segja verið æft árið 2009 í samvinnu við SAS er flogið var með „slasaða“ frá Akureyri til Svíþjóðar. SAS-vélin sem um ræðir var inn- réttuð eins og bráðamóttaka. Frið- finnur segir að þótt slíkar vélar séu ekki til reiðu á Íslandi hafi íslensk þota verið útbúin með hraði þegar flóðbylgjan mikla varð í Asíu um jólin 2004 og send þangað. Friðfinnur útskýrir að í hópslysum fari slasaðir á söfnunarsvæði þar til þeir fara í flutning og er sinnt þar á meðan. „Þar safnast saman hjúkr- unarlið, Rauði krossinn, björgunar- sveitir og aðrir,“ segir hann. Þar sem sjúkrabílar séu fáir og fjöldi tiltækra sjúkrarúma takmark- aður og sveiflist frá degi til dags eftir mannafla og álagi á spítölunum sé hin svokallaða loftbrú; sjúkra- flutningar með flugi, æfðir á pappír- unum. Um þetta hafi Almannavarnir samninga við erlendar þjóðir. „Þetta yrði alltaf krefjandi verkefni,“ segir Friðfinnur og bendir jafnframt á að aðrar þjóðir myndu líkast til aðstoða við flutningana, sérstaklega ef þeirra borgarar væru meðal slasaðra. „Ef það myndi eitthvað stórt koma fyrir íslenskan hóp erlendis þá myndum við senda aðstoð.“ Friðfinnur, sem er björgunar- sveitar maður sjálfur, segir eftir- tektarvert hversu mikil fjölgun sé á óhöppum með rútum þar sem legið hafi við hópslysi. Auk þess sem vega- kerfið þoli illa álagið nefnir hann rútubílstjóra sem þekki ekki aðstæð- ur hér en aki hér samt með farþega. „Í áhættugreiningu Almannavarna eru það fyrst og fremst rútuslys sem menn hafa áhyggjur af vegna þess að það er þekkt tölfræði að það er ekki hættulegt að fljúga,“ segir hann. Um 250 manns tóku þátt í stórri flugslysaæfingu á Akureyri á laugar- dag þar sem vél með áttatíu manns innanborðs átti að hafa farist. Yfir sjö- tíu statistar léku þá sem áttu að hafa verið um borð. Tveir sem áttu að fela sig á flugvallarsvæðinu fundust ekki áður en æfingunni lauk heldur gáfu sig sjálfir fram að henni lokinni. Friðfinnur, sem stjórnaði æfing- unni eins og fyrr greinir, segir að umræddir tveir „farþegar“ hafi verið skilgreindir sem lítið slasaðir þannig að þeir hafi getað gengið. „Þú ert ekki fótbrotinn að ganga neitt frá. Þannig að það er lítið eða óslasað fólk sem myndi hugsanlega gera þetta. Þannig að þessi leit verður afgangs og það síðasta sem við gerum. Á þessari æfingu var svo mikið flug á meðan á henni stóð að við vorum alltaf að stoppa og náðum ekki að klára þennan leitarfasa,“ útskýrir Friðfinnur sem kveður alla þátttak- endur í æfingunni hafa getað gefið henni einkunn rafrænt eftir að henni lauk. „Æfingin fékk yfir níu í einkunn þannig að ég er mjög ánægður.“ gar@frettabladid.is 250 manns tóku þátt í flugslysa- æfingu um liðna helgi. Enn óeirðir í Venesúela Mótmælandi í Karakas, höfuðborg Venesúela, skýlir sér á bak við skjöld sem á stendur „réttlæti“. Mótmælendur kljáðust í gær við óeirðalögreglu en átök hafa staðið yfir frá upphafi aprílmánaðar. Talið er að 36 hafi farist og hundruð særst en mótmælendur eru að mótmæla ríkisstjórn sósíalistans Nicolas Maduro. Upptökin eru meðal annars sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta þingi og svipta þingmenn friðhelgi. noRdIcphotos/aFp Viðskipti Á síðastliðnu viðskipta- ári lækkaði hagnaður flugfélagsins Emirates um 82 prósent. Ástæður þess voru meðal annars minni eftir- spurn eftir ferðalögum og atvik sem ollu óstöðugleika, meðal annars áform Trumps Bandaríkjaforseta. CNN greinir frá því að arðgreiðsl- ur voru afturkallaðar hjá félaginu í fyrsta skipti síðan árið 1996. Til samanburðar greiddi félagið ríkis- stjórn Dubai 681 milljón dollara í arð á síðasta ári, en þá nam hagn- aður félagsins 7,1 milljarði dollara. Stjórnarformaður Emirates, Sheikh Ahmed bin Saeed Al Makt- oum, segir síðasta árið hafa verið eitt það erfiðasta í sögu félagsins og sér hann fram á annað erfitt ár fram undan. Hann segir það meðal ann- ars skýrast af aukinni samkeppni og óstöðugleika á mörkuðum sem hafa áhrif á eftirspurn eftir flugi. Í síðasta mánuði var tilkynnt að Emirates væru að draga úr flug- ferðum til Bandaríkjanna vegna nei- kvæðra áhrifa af stefnu Trumps. – sg Hagnaður Emirates tók mikla dýfu Á síðasta fjárhagsári hagnaðist Emirates um rúma 7 milljarða doll- ara. FRéttaBlaðIð/Epa grÆNlAND Steinefni í innlandsísnum á Grænlandi kunna að geta unnið bug á matvælaskorti í heiminum. Á vef grænlenska útvarpsins er vitnað í fyrirlestur Miniks Rosing, grænlensks jarðfræðiprófessors við Kaupmanna- hafnarháskóla, sem hann hélt á ráð- stefnunni Future Greenland. Að sögn prófessorsins er mikið magn steinefna í ísnum sem geta komið að gagni sem áburður. Skort- ur sé á þessum steinefnum víða um heim. Vonast er til að framleiðsla á áburði geti hafist innan tveggja ára. – ibs Steinefni gætu nýst í áburð DANmörk Þeir sem hafa tilhneig- ingu til að fá slæma timburmenn eins og til dæmis höfuðverk, þreytu, ógleði og uppköst eru í meiri hættu á að misnota áfengi en aðrir þegar til lengri tíma er litið. Þetta er niður- staða könnunar dönsku lýðheilsu- stofnunarinnar sem byggir á úttekt á alþjóðlegum rannsóknum. Danska fréttaveitan Ritzau hefur það eftir prófessornum Janne Tol- strup að ekki sé vitað hvers vegna sumir fá mikla timburmenn en aðrir sem drukkið hafa jafn mikið sleppi. Hún bendir á að ekkert bendi til að slæm þynnka komi í veg fyrir frek- ari drykkju. Til dæmis drekki þeir sem fá slæma timburmenn áfengi daginn eftir í því skyni að draga úr óþægindunum. – ibs Þynnka eykur hættuna á misnotkun Frá nuuk á grænlandi. FRéttaBlaðIð/FRIðRIk 1 2 . m A í 2 0 1 7 F ö s t U D A g U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -8 E 2 4 1 D 1 6 -8 C E 8 1 D 1 6 -8 B A C 1 D 1 6 -8 A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.