Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Það vakti von í brjósti margra þegar fregnir bárust af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra væri að boða jafnrétti í hinum stóru útlöndum. Ráðherra mætti á fundi í New York, gott ef hann skreytti ekki köku á viðburði HeForShe. Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, í þessari kökuskreytingu felst staðfesta mín um að berjast fyrir kynjajafnrétti í hvívetna. Sjálfur sat ég fund kvennanefndar SÞ í New York vikuna á eftir Bjarna og Íslendingarnir voru nokkuð stoltir af sínum manni. Hann hafði jú brotið niður staðalmyndir með því að skreyta sjálfur köku, það hafði vakið athygli og fullvissað þjóðir heims um að ráðamenn á Íslandi væru staðfastir í baráttu sinni fyrir kynjajafnrétti. Klístrað kremið hafði þó varla þornað á kökunni þegar úrskurður kærunefndar jafnréttismála barst um það að Bjarni hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í stöðu skrifstofustjóra fram yfir konu. Raunverulegur boðberi jafnréttis hefði tekið slíkum úrskurði af auðmýkt. Allir geta jú gert mistök, en það segir mikið um karakterinn hvernig fólk tekur á þeim. Og það segir mikið um það hversu mikið maður meinar það sem maður boðar, hvernig maður tekur á því að hafa brotið gegn eigin boðskap. Og skemmst er frá því að segja að Bjarni féll algjör- lega á því prófi. Í stað auðmýktar og vilja til bóta, birtist hroki valdsmannsins. Þetta skipti allt saman ósköp litlu máli í huga Bjarna, í stað sjálfsgagnrýni gagnrýndi hann forvera sína. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Skipan skrifstofustjórans veltir upp ýmsum spurning- um. Það vekur athygli að stjórnunarreynsla er til einskis metin, sem er furðulegt við ráðningu í stjórnunarstöðu. Svo virðist sem konur geti ekki einu sinni notið þess að hafa orðið sér úti um reynslu; hún er að engu metin og karlarnir ráða karlana. Ég hvet Bjarna Benediktsson til að hlusta á ræðuna sína frá New York, hún er til á netinu. Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafnréttisfjöðrum á alþjóð- legum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé. Bjarni og stolnu fjaðrirnar Kolbeinn Óttars son Proppé þingmaður VG Það er til lítils að skreyta köku með stolnum jafn- réttisfjöðrum á alþjóðlegum viðburðum, en brjóta jafnréttislög heima fyrir eins og ekkert sé. Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís Íslenskur ís með ítalskri hefð Sú aðferða- fræði kann ekki góðri lukku að stýra ef markmiðið er að fá sem hæst verð fyrir bréfin. Mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnar VÍS að undanförnu og á allra síðustu dögum hafa þau tekið á sig furðulega mynd. Þær deilur eru ekki nýjar af nálinni og hafa staðið yfir nánast linnulaust frá því að hópur einkafjárfesta, meðal annars fyrrverandi eigendur Skelj- ungs og Sigurður Bollason, eignuðust stóran hlut í VÍS. Ólíkar áherslur annars vegar fulltrúa lífeyrissjóðanna og hins vegar helstu einkafjárfesta félagsins um stefnu VÍS hafa ráðið þar hvað mestu. Frá því í ársbyrjun 2015 hafa fimmtán manns setið í stjórn VÍS og fjórir gegnt starfi stjórnarformanns. Jafn tíð stjórnarskipti á svo skömm- um tíma eru einsdæmi meðal félaga í Kauphöllinni. Eftir að Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, en hún og eiginmaður hennar eiga um átta prósent í VÍS, tókst að velta Herdísi Dröfn Fjeldsted úr stóli stjórnarformanns á aðalfundi í mars hefur tekið við sérstök atburðarás – og ólíklegt að það sjái fyrir endann á henni á næstunni. Ljóst var að Herdís, sem hafði notið stuðnings Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, stærsta hluthafa VÍS, sóttist eftir áframhaldandi stjórnarformennsku. Þegar það gekk ekki eftir tilkynnti hún tveimur vikum síðar um úrsögn sína úr stjórn og vísaði til þess að hún hafi ekki getað sætt sig við stjórnarhætti félagsins í kjölfar aðalfundar. Sú ákvörðun hefur haft eftirmál. Stærstu lífeyris- sjóðir landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi – hafa í kjölfarið tekið til þess ráðs að kjósa með fótunum. Þannig hefur komið fram í fjölmiðlum að Gildi hafi minnkað hlut sinn úr 7,1 prósenti í 2,7 prósent og sagði framkvæmdastjóri sjóðsins þetta gert vegna þess að honum „hugnaðist ekki stjórnarhættir sem höfðu viðgengist í VÍS“, án þess að útskýra þau ummæli nánar. Það vekur athygli að sjóðurinn sé að selja jafn stóran hlut á sama tíma og einn af stjórnarmönnum VÍS á þar sæti ekki hvað síst fyrir tilstilli stuðnings Gildis. Ekkert hefur heyrst um að sá stjórnarmaður taki undir gagn- rýni sjóðsins um óeðlilega stjórnarhætti. Á meðan ekki fást nánari skýringar á óánægju sjóðanna þá hlýtur sú spurning að vakna hvort hún stafi einfaldlega af því að þeir hafi misst völdin í félaginu yfir til einkafjárfesta. Í stað þess að feta í fótspor Gildis, og selja bréf sín smám saman í kyrrþey, hefur Lífeyrissjóður versl- unarmanna kosið að fara aðra leið. Frá því var greint í Morgunblaðinu í gær að sjóðurinn hefði tekið ákvörðun um að minnka umtalsvert hlut sinn í VÍS, en þeirri stefnu hefur enn ekki verið hrint í framkvæmd, og haft eftir stjórnarformanni sjóðsins að hann hafi „verið hugsi yfir stöðu mála hjá VÍS“. Það verður að teljast með ólíkind- um að einn stærsti fjárfestir landsins láti vita af því fyrir- fram að hann hafi ákveðið að selja verulegan hlut sinn í skráðu félagi. Sú aðferðafræði kann ekki góðri lukku að stýra ef markmiðið er að fá sem hæst verð fyrir bréfin. Viðbrögðin á markaði voru fyrirsjáanleg. Hlutabréfa- verð VÍS lækkaði um 3,5 prósent enda vænta fjárfestar þess að það verði mikið framboð af bréfum til sölu á næstunni. Lífeyrissjóðirnir kunna að hafa réttmætar ástæður fyrir því að vilja losa um hlut sinn í VÍS en það færi hins vegar betur á því að þeir reyni að standa að þeirri sölu þannig að þeir skaði ekki sína eigin hagsmuni – og þá um leið sjóðsfélaga sinna. Átök í VÍS Með pláss á næsta bát Sagt var frá því í síðustu viku að til stæði að sameina Tækni- skólann og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Rætt hefur verið um þessa sameiningu á æðstu stöðum frá því í febrúar, en þeir sem um hana véla segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar. Málið væri enn á umræðustigi. Það voru því nokkur tíðindi, sem greint var frá á Vísi í gær, að Steinn Jóhannsson, skólameistari FÁ, hefði verið ráðinn konrektor Menntaskólans við Hamra- hlíð. Skipstjórinn á skútunni virðist vera að ná í höfn og nú þegar búinn að finna sér pláss á næsta báti. Öruggast fyrir alla Það hefur verið talsvert rætt um þátttöku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Alþingi upp á síðkastið. Hann er sagður mæta illa í atkvæða- greiðslur og á nefndarfundi í utanríkismálanefnd. Kannski er þetta bara fagnaðarefni að hann láti lítið til sín taka. Því það liggur auðvitað fyrir, að sá sem gerir aldrei neitt, hann gerir enga vitleysu. En Sigmundur gerði einmitt heil- mikið af þeim á meðan hann sat á ráðherrastól. Þess vegna er kannski bara öruggast fyrir okkur öll að þingmaðurinn láti lítið fyrir sér fara. jonhakon@frettabladid.is 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U R16 S k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -5 2 E 4 1 D 1 6 -5 1 A 8 1 D 1 6 -5 0 6 C 1 D 1 6 -4 F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.