Fréttablaðið - 03.03.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 03.03.2017, Síða 10
Enn barist í Mósúl Ung írösk stelpa gægist út um hlið í borginni Mósúl. Herir Íraka og Kúrda hafa barist við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki í borginni frá því í október og náð um 5.700 ferkílómetrum aftur á sitt vald á undanförnum mánuðum. Rúmlega þúsund almennir borgarar hafa látið lífið í átökunum. Nordicphotos/AFp Ferðaþjónusta Hvalaskoðunar- bræðurnir Árni og Hörður Sigur- bjarnasynir voru í gær útnefndir brautryðjendur ársins hjá Nýsköp- unarmiðstöð. Árni og Hörður eru stofnendur Norðursiglingar á Húsa- vík. Stofnuðu þeir fyrirtækið árið 1995 og fluttu 1.760 gesti fyrsta sumarið. Í dag er velta þjónustu sem tengd er hvalaskoðun á Íslandi talin í milljörðum. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmið- stöð kemur fram að atvinnugreinin sem þeir bræður lögðu út í hafi verið sögð ósmekkleg og hugmynd þeirra kölluð fáránleg á opinberum vett- vangi. Hugmyndin var sögð sýna gífurlega vanþekkingu á íslenskum aðstæðum. Verðlaunin voru í gær veitt í fjórða sinn. – þea Verðlaun fyrir hvalaskoðun Ferðaþjónusta Nærri níu af hverj- um tíu ferðamönnum sem fara um svæðið umhverfis Blönduvirkjun taka ekki eftir virkjuninni og tengd- um mannvirkjum. Þá telja 92 pró- sent ferðamanna ósnortin víðerni hluta af aðdráttarafli svæðisins, þó þar megi sjá ýmis virkjunarmann- virki. Þá telja 89 prósent svæðið í kringum virkjunina náttúrulegt. Þetta kemur fram í könnun sem Landsvirkjun lét gera meðal ferða- manna í nágrenni Blönduvirkjunar síðasta sumar. „Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað. Þetta er á meðal álykt- ana sem draga má af svörum ferða- manna sem birt eru í nýrri skýrslu Háskóla Íslands og unnin var fyrir Landsvirkjun,“ segir í fréttatilkynn- ingu Landsvirkjunar. – þea Túristar taka ekki eftir Blönduvirkjun dómsmál „Kári er eigandi að þess- um réttindum og það ætlaði maður að kirkjan myndi virða. En það hefur ekki verið,“ segir Kristján Stef- ánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur mál fyrir eiganda nágranna- jarðar prestsetursins Staðastaðar. Kári H. Jónsson, sem er uppalinn í Haga, eignaðist jörðina að fullu 2007. Hagi liggur að Staðastað. Nokkrum árum síðar lét Kári skrá dúntekjuna í Gamlahólma í Haga- vatni á Hagajörðina í fasteignaskrá. Kirkjan höfðaði þá mál og í fyrra- haust gekk dómur þar sem viður- kennt var að dúntekja á Snæfells- nesi tilheyrði ekki prestssetrinu Staðastað eins og kirkjan hefur talið vera. Kristján kveðst eftir hæstaréttar- dóminn hafa sent kirkjunni bréf fyrir hönd Kára. Viðbrögðin hafi ekki verið góð. „Ég fékk svar við því bréfi sem mér fannst nú ekki sæma.“ Kristján segir ekki gerða kröfu um ákveðna upphæð heldur sé óskað eftir viðræðum um bætur. „Eftir að Kári setti fram kröfu þess efnis að hann eigi þessar nytjar árið 2010 og þær eru skráðar á hann hefur kirkjan nytjað hlunnindin gegn kröfum eiganda,“ segir lög- maðurinn og rifjar upp atvik þegar sóknarpresturinn sem nú situr Staðastað, séra Páll Ágúst Ólafsson, og Kári hittust úti í Gamlahólma. „Þeir gengu svo langt að þeir tóku af honum dúnpoka,“ segir Kristján sem nefnir ekki hvaða menn var þar um að ræða. „Þeir töldu að hann væri að taka það sem ekki ætti undir hann. Kári sagði að þeir hefðu tekið af honum magn sem samsvaraði fjórum kílóum af hreinum dúni.“ Að sögn Kristjáns fást fjögur til sex kíló úr hólmanum á ári. Kílóið kosti um tvö hundruð þúsund krón- ur. „Þannig að þetta hleypur á millj- ónum á þessu tímabili,“ segir hann. Páll Ágúst kveðst hafa verið við annan mann í hólmanum. „Þegar ég kem á staðinn þá sé ég að hann er búinn að taka þarna dún og ég hringi strax í lögregluna og til- kynni henni að ég telji að þarna sé maður að taka dún sem sé honum ekki ætlaður,“ segir presturinn sem aftekur með öllu að hafa tekið pokann. „En hann kærði mig fyrir að hafa tekið þarna dún sem ég svo sannarlega ekki gerði.“ Kirkjuráð tók síðasta bréf Krist- jáns fyrir um miðjan febrúar. Þar var jafnframt lagt fram svar lögmanns fyrir hönd kirkjunnar „Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri kirkjuráðs. Kristján, sem kveðst enn ekki hafa fengið þetta nýjasta svarbréf kirkjuráðs segir Kára hins vegar vilja að kirkjan viðurkenni að hafa tekið dúninn án þess að eiga rétt á honum og bjóði bætur „Kirkjan verður að hafa það að leiðarljósi að menn fari með friði.“ gar@frettabladid.is Þjóðkirkjan bæti dúntöku prestanna Eigandi jarðarinnar Haga í Staðarsveit vill viðræður við þjóðkirkjuna um bætur vegna dúntekju presta á Staðastað. Hæstiréttur dæmdi kirkjunni í óvil í máli um hlunnindin. Kirkjuráð hafnar kröfu um bætur. Lögfræðingur vill að kirkjan fari með friði. Um tvö hundruð þúsund krónur fást fyrir kíló af hreinum dún. FréttAblAðið/steFáN Okkar lögmaður segir kröfurnar óljósar og hafnaði þeim. Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs landbúnaður Þórarinn Ingi Pét- ursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir stöðuna í sauðfjárrækt mjög erfiða. Hann tekur í einu og öllu undir orð framkvæmdastjóra Bændasam- taka Íslands um mikilvægi þess að fækka fé í landinu náist ekki að selja afurðir. „Eins og staðan er núna þá eru skilyrði til sauðfjárræktar mjög erfið. Gengi krónunnar er það sterkt í dag að það hefur áhrif á allar útflutningsgreinar,“ segir Þórarinn Ingi. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í viðtali við Fréttablaðið síð- astliðinn mánudag að núverandi ástand gæti ekki staðið lengi án þess að fækka þyrfti fé. „Ég er í stuttu máli sammála hverju einasta orði framkvæmdastjórans. Ef við getum ekki selt afurðina sem við erum að framleiða þá hlýtur eitthvað að láta undan,“ bætir Þórarinn Ingi við. Á Íslandi eru framleidd rúmlega tíu þúsund tonn af lambakjöti ár hvert. Um 6.500 tonn eru nýtt hér á innanlandsmarkaði og því eru það rúm 3.500 tonn sem flutt eru úr landi. Hins vegar er afurðaverð þannig að síðustu þrjá mánuði árs- ins greiddu afurðastöðvar um 200 milljónir króna með útflutningnum ef marka má orð Björns Víkings Björnssonar, forstjóra Fjallalambs. Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, segir reiknis- dæmið einfalt þegar skoðaðar eru opinberar tölur um framleiðslu, neyslu innanlands og stöðu krón- unnar. „Það er ekki langt síðan betra verð fékkst fyrir afurðir erlendis en hér heima þegar krónan var veik. Núna hins vegar er staðan grafal- varleg.“ Þórarinn Ingi spáir verð- falli ef sú staða kæmi upp. „Staðan er þung nú þegar. Yrði sú raunin í næstu sláturtíð yrði erfið staða grafalvarleg.“ sveinn@frettabladid.is Þarf að fækka fé Gengi krónunnar er það sterkt í dag að það hefur áhrif á allar útflutningsgreinar. Þórarinn Ingi Pét- ursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda 450 þúsund manns hafa siglt með Norðursiglingu í um 10 þúsund ferðum. 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s t u d a G u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -0 C 4 4 1 D 1 4 -0 B 0 8 1 D 1 4 -0 9 C C 1 D 1 4 -0 8 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.