Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 44

Fréttablaðið - 03.03.2017, Page 44
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Við höfum öll sem eigum stöðina stundað Crossfit en systir mín, Jakobína, og maðurinn minn hann Númi hafa verið mjög mikið í Crossfit og keppt í íþróttinni. Eins hafa þau verið að þjálfa í mörg ár. En ég er með annan bakgrunn, ég hef verið í hefðbundinni skrifstofuvinnu en stundað Crossfit samhliða því,“ segir Elín Jónsdóttir, einn eigenda Granda101. „Það er búið að ganga alveg ótrúlega vel þó það hafi auðvitað komið upp erfið tímabil,“ segir Elín og hlær spurð hvort það sé ekkert krefjandi að vinna með sínum nánustu allan daginn. „Þetta hefur náttúrulega verið ótrúlega mikil vinna en við Númi erum einnig nýflutt til landsins eftir sjö ára búsetu í Stokkhólmi, þann- ig að það hefur verið mikið að gera. Við höfum gert rosalega mikið sjálf fyrir hús- næðið og gjörbreytt því en í þessu húsi var áður verið að smíða hlera fyrir skip. En núna þegar þetta er komið af stað þá sjáum við loksins ljósið,“ segir Elín. Aðspurð út í æfingastöðina Grandi101 segir Elín hana vera fyrir alla. „Við erum með tvenns konar þjálfun eða tíma í boði. Við erum með Crossfit annars vegar og svo erum við með grandafit. Granda- Fit er frekar svipað Crossfit, nema í því eru engar ólympískar lyftingar og ekki jafn flóknar fimleikaæfingar. Grandafit byggir á lengri úthaldsæfingum, ketil- bjölluæfingum og eigin líkamsþyngd,“ útskýrir Elín. „Æfingarnar eru byggðar upp á þann hátt að það er alltaf hægt að skala þær niður. Þeir sem hafa aldrei æft Crossfit eða verið í sambærilegri þjálfun áður geta farið rólega af stað. Og það er það sem við viljum, við leggjum mikla áherslu á að fólk fari ekki fram úr sjálfu sér. Hér eru góðir þjálfarar sem passa upp á að fólk hreyfi sig og æfi á skynsamlegan hátt.“ Elín hvetur áhugasama til að koma og prófa. „Þetta er bæði skemmtilegt æfinga- form og náið og hvetjandi samfélag. Þetta er ekki eins og að mæta í venjulega líkamsræktarstöð, þetta er mikið per- sónulegra og afslappaðra.“ Elín minnir að lokum á að  miðað er við ákveðinn hámarksfjölda í tíma og þurfa meðlimir að skrá sig fyrirfram. gudnyhronn@365.is Æfingastöðin er ekta fjölskyldufyrirtæki Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíbura- systranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Granda 101. Grandi101 er til húsa á Fiskislóð 49-51 og stöðin er 1.000 fermetrar. Fréttablaðið/Vilhelm Elskulegur bróðir okkar og frændi, Samúel Dalmann Jónsson rafvirki, lést þriðjudaginn 28. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Dóra Guðbjört Jónsdóttir Stefán Jónsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og jarðarfarar Ingunnar Halldórsdóttur Einar Halldór Einarsson og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín og móðir, Ása Ólafsdóttir frá Borgarnesi, Prestastíg 8, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 27. febrúar. Útför auglýst síðar. Kristján Ólafsson, Ólöf Kristjánsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Svavar Sigursteinsson Tröllagili 7, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 20. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Regína Árnadóttir Sigrún H. Svavarsdóttir Guðjón A. Steingrímsson Arna Dóra Svavarsdóttir Valur G. Finnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Georg Breiðfjörð Ólafsson Silfurgötu 13, Stykkishólmi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi, miðvikudaginn 22. febrúar, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 4. mars kl. 14. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð Dvalarheimilis aldraðra, Stykkishólmi. Reikningsnúmer 0303-13-209020, kt. 620269-7009. Gylfi Georgsson Laufey Guðmundsdóttir Júlíus Bragi Georgsson Ágúst Ólafur Georgsson Valgerður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, Rannveigar Margrétar Jónsdóttur frá Fossi í Staðarsveit. Börn og fjölskyldur. Okkar ástkæra sambýliskona, móðir, tengdamamma og amma, Margrét Árnadóttir Kirkjusandi 1, lést fimmtudaginn 16. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Okkar dýpstu þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Karitas. Gunnar Þórðarson Þórður Sigurðsson Ingunn B. Magnúsdóttir Alda Hafdís Sigurðardóttir Ísleifur Þorbjörnsson Edward Karl Sigurðsson Gróa Þórdís Þórðardóttir og barnabörn. Okkar ástkæri bróðir, Skúli Jónsson frá Skólastræti 5b, 101 Reykjavík, f. 3. 3. 1949, lést 3. febrúar sl. á heimili sínu í Oklahoma City, Bandaríkjunum. Sigríður María Jónsdóttir Ágústa María Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Jóhannsdóttir frá Laxárdal í Hrútafirði, Hólabergi 84, sem lést þann 20. febrúar verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 6. mars kl. 13. Aðalheiður Gunnarsdóttir Kristján Örn Frederiksen Elísabet Ragnarsdóttir Elísa Guðrún Ragnarsdóttir Sigrún Rut Ragnarsdóttir Snorri Gústafsson Jóhann Ragnarsson Jóna Guðrún Ármannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg A. Finsen Vesturgötu 50a, Reykjavík, 14. febrúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. mars kl. 13.00. Guðrún Finsen Bjarne Wessel Jensen Aðalsteinn Finsen Hulda Hrönn Finsen Sigríður Finsen lést á Ví lsstöðum þriðjudaginn barnabörn og ölskyldur. 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r24 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð tímamót 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 4 -0 2 6 4 1 D 1 4 -0 1 2 8 1 D 1 3 -F F E C 1 D 1 3 -F E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.