Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 2
Ef Reykjavíkurborg ætlar að hafa þessa starfsemi þá er það skylda hennar að sjá til þess að rekstrinum og viðhaldi sé sinnt. Það eru mörg sóknar- færi í þessari skemmtilegu starfsemi. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Veður Áfram strekkings norðaustanátt NV-til í dag, en lægir annars staðar. Væta með köflum í flestum lands- hlutum. Hiti 6 til 14 stig. sjá síðu 22 Í sumarham Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hélt glaður inn í sumarið í gær eftir síðasta dag þingsins, þegar þingmenn héldu í sumarfrí og andrúmsloftið léttist til muna. Mikill hasar var á síðustu dögum þingsins og stíft fundað um tillögur Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétt. Þá var fundað fram á nótt daginn áður, meðal annars um fjármálaáætlun og jafnlaunavottun. Öll þrjú málin voru samþykkt. Fréttablaðið/Ernir Mannlíf „Ef Reykjavíkurborg ætlar að hafa þessa starfsemi þá er það skylda hennar að sjá til þess að rekstrinum og viðhaldi sé sinnt. Það eru mörg sóknarfæri í þessari skemmtilegu starfsemi,“ segir Tómas Óskar Guð- jónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins en mörg tæki þarfnast endurnýjunar, viðhalds og margt er hreinlega orðið ónýtt. Nokkur tæki verða ekki í notkun í sumar vegna niðurskurðar á atvinnu fyrir unglinga. Fyrir utan leiktækin eru girðingar löngu úr sér gengnar. Alvarlegast sé þó aðstöðuleysi, fyrir kennslu og starfsfólk sem uppfyllir ekki lágmarkskröfur. Kostnaður við endurnýjun og við- gerðir er áætlaður 32,4 til 37,4 millj- ónir króna, fyrir utan kostnað vegna girðinga og starfsmannaaðstöðu. Þetta kemur fram í svörum sviðsstjóra ÍTR við fyrirspurn fulltrúa Framsókn- ar og flugvallarvina. Listinn yfir tæki sem þarf að laga er langur. Krakkafoss, báturinn frægi sem snýst, er viðhaldsfrekur og þarfnast endurnýjunar enda á fermingaraldri. Lestin er 16 ára og í henni þarf að endurnýja rafgeyma. Komið er að því að endurnýja hluta af ökuskólabílunum, öll ljósin í hinni 15 ára hringekju eru ónýt, fallturninn er áratugagamall, brunabíllinn er ónýtur, litli leikkastalinn sjúskaður og Naglfar, stóra leikkastalaskipið, þarf að mála og dytta að. Þá er æskilegt að setja viðunandi undirlag eins og er við skóla við skip- ið. Fjölga þarf rafmagnsbílum fyrir yngri börn og bæta akstursaðstöðu. Tómas segir að hann vonist eftir auknu fjármagni. „Eftir langvarandi hlé verða vonandi stigin fyrstu skrefin til að bæta garðinn. Það hefur staðið til að gefa í frá því fyrir hrun. Þetta er mikið til uppsafnað. Nú þurfa allir góðir menn að taka höndum saman og gefa í.“ benediktboas@365.is Fjölskyldugarðurinn alveg að grotna niður Fjölmörg leiktæki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eru orðin gömul og úr sér gengin. Sum jafnvel ónýt og verða ekki í notkun í sumar. Um 35 milljónir kostar að endurnýja tækin og vonar forstöðumaðurinn að nú verði spyrnt við fótum. litli leikkastalinn er orðinn mjög sjúskaður en það er ekki hægt að mála hann enda plasthúðaður. Fréttablaðið/anton brink Það sem þarf að gera tæki sem þarfnast endurnýjunar Krakkafoss (14 ára) Fallturninn (10 ára) Lestin (16 ára) Hringekja (15 ára) Fjölga þarf rafmagnsbílum fyrir yngri börn og bæta aksturs- aðstöðuna Naglfar (leikkastalaskipið) Litli leikkastalinn tæki sem eru ónýt Öll ljós í Hringekju Brunabíllinn sem stendur við Barnaborg (smáhýsin) Öll átta gormaleiktæki Rennibraut við Naglfar Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin 76.900 Niðurfellanleg hliðarborð á 3ja brennara • Afl 14,8 KW(4 br) • Afl 10,5 KW(3 br) • 3 - 4 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð (3 br) • Gashella í hliðarborði (4 br) • Tvöfalt einangrað lok með hitamæli • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu 20% afsláttur af vínrauðum grillum föstudag & laugardag Gildir 2. og 3. júní Skoði ð nýja vefve rslun www .grillb udin.i s Nr. 12931 og 12961 - Vínrautt Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 55.920 Verð áður 69.900 71.920 Verð áður 89.900 VIðsKIPTI Stjórnendur líftækni- félagsins WuXi NextCODE funda um þessar mundir með mögulegum fjár- festum, en heimildir Reuters herma að fjárfestingarsjóðirnir Hillhouse Capital og Sequoia Capital hafi sýnt áhuga á að fjárfesta í félaginu, sem Hannes Smárason stýrir. Vonast er til að fjármögnuninni ljúki í júlí. WuXi NextCODE lauk 75 milljóna dala fjármögnun í byrjun síðasta mánaðar. Sjóðirnir Temasek, sem er í eigu singapúrska ríkisins, og Yunfeng Capital, sem er í eigu Jacks Ma, stofn- anda Alibaba, lögðu m.a. félaginu til 75 milljónir dala, um 7,4 milljarða króna. Þess má geta að Temasek er stór hluthafi í Alvogen, lyfjafyrirtæki Róberts Wessman. Sjóður á vegum Amgen, bandaríska lyfjarisans sem keypti Íslenska erfðagreiningu 2012, tók líka þátt í fjármögnuninni. Fjármögnuninni er ætlað að skjóta styrkari stoðum undir starfsemi félagsins á alþjóðavísu, sérstaklega í Kína, þar sem líftæknigeirinn vex hratt. Sjálfur hefur Hannes sagt að félagið geti orðið leiðandi í heim- inum á sínu sviði. Hannes var ráðinn forstjóri WuXi NextCODE í mars. Áður hafði hann setið í yfirstjórn félagsins. Hann kom að stofnun NextCODE, dótturfélags Íslenskrar erfðagreiningar, 2013, en félagið seldi sjúkdómsgreiningar til lækna og sjúkrahúsa í Bandaríkj- unum. Líftæknirisinn WuXi AppTec keypti NextCODE á 8,5 milljarða króna í byrjun árs 2015 og í kjölfarið sameinaðist félagið öðru líftækni- félagi, WuXi Genome Center, og til varð WuXi NextCODE. Félagið starf- rækir skrifstofur í Sjanghaí, Banda- ríkjunum og Reykjavík. – kij Vilja styrkja starfsemi í Kína Hannes Smárason sTjÓRnsÝsla Fjármálaráðuneytið keypti sérfræðiráðgjöf af lögmanns- stofunni Juris fyrir 107 milljónir á árunum 2013-15 án þess að samningur væri gerður. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í eigendahópi Juris eru þrír sem hafa í gegnum tíðina verið á framboðs- listum Sjálfstæðisflokksins eða gegnt trúnaðarstörfum fyrir hann, Lárus Blöndal, Vífill Harðarson og Sigur- björn Magnússon. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að ráðgjöf Juris hafi snúið að þjóðlendu- málum sem hafi verið í gangi frá árinu 1998. Það hafi fallið í hlut ráðuneytis- ins að leggja fram kröfulýsingu ríkisins í hverju einu og einasta máli sem er til meðferðar hjá óbyggðanefnd. Málið er í endurskoðun hjá ráðu- neytinu. – jóe Milljóna ráðgjöf keypt af innmúruðum 2 . j ú n í 2 0 1 7 f Ö s T u D a G u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F E -5 4 A 4 1 C F E -5 3 6 8 1 C F E -5 2 2 C 1 C F E -5 0 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.