Fréttablaðið - 02.06.2017, Page 8

Fréttablaðið - 02.06.2017, Page 8
Alþingi Þingflokkur Pírata taldi að frumvarp hans um aukinn aðgang að fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK), sem var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, myndi opna gjald- frjálsan aðgang almennings að árs- reikningum fyrirtækja. Svo varð ekki enda gilda önnur lög um árs- reikninga en þau sem frumvarpið breytti. Embætti RSK benti í umsögn sinni um frumvarpið á að af grein- argerð þess mætti ráða að þing- flokkurinn hefði gert ráð fyrir að breyting á lögum um fyrirtækja- skrá myndi leiða til gjaldfrelsis hjá ársreikningaskrá. Svo væri ekki þar sem lagaákvæði um þá skrá væri að finna í lögum um ársreikninga. Björn Leví Gunnarsson, þingmað- ur Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en það var lagt fram í byrjun febrúar. Þremur dögum síðar las hann greinargerðina upp í ræðu á Alþingi. Umsögn RSK barst rúmum mánuði síðar og mætti Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og lýsti yfir stuðningi við frumvarpið. Benedikt sagðist þó vilja ganga lengra með opnun ársreikninga- skrár og hluthafaskrár á næstu árum og segir Smári McCarthy það hafa verið markmið Pírata frá upphafi. „Það má kalla þetta „feil“ en við ætluðum að ganga alla leið strax í upphafi en svo ákváðum við að milda þetta því við vorum ekki viss hversu mikið þetta myndi kosta og hversu mikilli mótstöðu þetta myndi mæta. Þegar við lögðum þetta fram vorum við búin að milda texta frumvarpsins en breyttum ekki greinargerðinni. Núna vitum við hvað það mun kosta að opna ársreikningaskrá líka og hluta- félagaskrá og við fengum miklu meiri stuðning við frumvarpið en við áttum von á og við því komin í ágætis aðstöðu til að klára þetta,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og framsögumaður nefndar- álits meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, um frum- varpið. Frumvarpið var fyrst lagt fram á Alþingi í október 2015 og í greinar- gerð þess var einnig bent á að upp- lýsingar úr ársreikningum væru ekki aðgengilegar almenningi. Sam- þykkt frumvarpsins þýðir að frá og með næstu áramótum verða allar þær upplýsingar sem skráðar eru í fyrirtækjaskrá, svo sem kennitölur forráðamanna allra skráðra félaga hér á landi, aðgengilegar á vef RSK. haraldur@frettabladid.is Píratar töldu frumvarp opna fyrir ársreikninga Frumvarp þingflokks Pírata um aukinn aðgang almennings að fyrirtækjaskrá var samþykkt á Alþingi en opnaði ekki á gjaldfrjálsan aðgang að ársreikningum fyrirtækja. Önnur lög gilda um reikningana eins og ríkisskattstjóri benti á. Frumvarpið var lagt fram af Birgittu Jónsdóttur, Einari Brynjólfssyni og Smára McCarthy auk sjö annarra þingmanna Pírata. FréttaBlaðið/Ernir Það má kalla þetta „feil“ en við ætluð­ um að ganga alla leið strax í upphafi. Smári McCarthy, þingmaður Pírata DAnMÖRK Forsætisráðherra Dan- merkur, Lars Løkke Rasmussen, leggur til að betlandi gengi Róma- fólks sem borgurum stendur ógn af verði dæmt í viku skilorðsbundið fangelsi til tveggja vikna óskilorðs- bundins fangelsis. Yfirborgarstjóri Kaupmannahafn- ar, Frank Jensen, bað ríkisstjórnina um aðstoð þar sem vandinn sem fylgdi Rómafólki væri orðinn mik- ill. Jensen segir tillögu Rasmussen aðeins leysa lítinn hluta vandans. Eitthvað verði að gera vegna þess fjölda sem sefur á götum úti. Það eigi sinn þátt í öryggisleysi íbúa. – ibs Betlarar í fangelsi RússlAnD Flugslys sem varð er flug- vél hrapaði í Svartahaf á jóladag með þeim afleiðingum að 92 fórust var líklegast mistökum flugmanns að kenna. Þetta hefur rannsókn rússneskra rannsakenda leitt í ljós. Mistökin megi að nokkru leyti rekja til þreytu. Á meðal hinna látnu voru með- limir kórs rússneska hersins, hins svokallaða Alexandrov-hóps, en vélin var á leið til Sýrlands þar sem kórinn ætlaði að skemmta her- mönnum. Í tilkynningu frá rússneska varn- armálaráðuneytinu frá í gær segir að þreyta hafi líklega raskað skynjun flugmannsins og þess vegna hafi hann gert skissu. Hins vegar hafi rannsakendur ekki komist að því að reglur um áfyllingu eldsneytis hafi verið brotnar eða að utanaðkomandi áhrif hafi valdið flugslysinu. – þea Flugmanni kennt um hrapið Mikil sorg ríkti vegna slyssins. nordiCPhotoS/aFP DóMsMál Ríkið tapar milljónum króna vegna vanhæfis Sigríðar Hjalte- sted, eins þriggja dómara í Stím-mál- inu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæsti- réttur úrskurðaði í gær að aðalmeðferð þyrfti að fara aftur fram í héraði þar sem fyrrverandi eiginmaður Sigríðar kom við sögu í gögnum málsins. Hlaut Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, fimm ára fangelsis- dóm, Jóhannes Baldursson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta, hlaut tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, átta mánaða dóm. Áfrýjunarkostn- aður fyrir Hæstarétti lendir á íslenska ríkinu, þar með talin málsvarnar- laun, 1.240 þúsund krónur á hvern verjanda. Það sama var uppi á teningnum í Aurum-málinu 2015, en það var sent aftur í hérað. Í febrúar ómerkti Hæsti- réttur svo dóm í Marple-málinu vegna vanhæfis sérhæfðs m e ð d ó m a r a . L ö g m ö n n u m sem Frétta- blaðið ræddi þá við bar saman um að kostnað- ur vegna þess gæti hlaupið á tugum millj- óna. - þea Milljónatap ríkisins af Stím-málinu lárus Welding, fv. for- stjóri Glitnis BRUni Slökkviliðsmenn í Borgarbyggð voru kallaðir út um kvöldmatarleytið í gærkvöld eftir að tilkynning barst um eld í sumarbústað í Skorradal. Slökkvistarf gekk vel og var verið að slökkva í síðustu glæðunum rúmlega níu. Bústaðurinn, sem var mannlaus, er ónýtur. „Hann stendur kannski hálfur eftir uppi,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteins- son, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. Elds- upptök liggja ekki fyrir en talið er að hann hafi kviknað út frá rafmagni. - jóe Slökktu eld í Skorradal 2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö s T U D A g U R8 F R é T T i R ∙ F R é T T A B l A ð i ð 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C F E -7 7 3 4 1 C F E -7 5 F 8 1 C F E -7 4 B C 1 C F E -7 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.