Fréttablaðið - 02.06.2017, Qupperneq 18
sagði Ólafur. Egill útskýrði að í hinum
helmingnum væri aðstaða til varps.
Hænurnar séu með hitalampa og geti
verið í kofanum allan ársins hring.
Að sumrinu sjá strákarnir fyrir sér að
kofinn verði færður nær tjaldstæðinu,
aftan við skólann, enda sé hann byggður
á vörubretti þannig að auðvelt sé að færa
hann með dráttarvél. Þá verði það gestir
tjaldstæðisins sem sinni hænunum en
afar og ömmur á Hofsósi til vara.
Ólafur og Egill eiga heima í Fljótunum,
um hálftíma akstur frá Hofsósi, Ólafur
er frá Brúnastöðum og Egill frá Mola-
stöðum, sauðfjárbú eru á báðum bæjum
og þeir eru því vanir skepnum. Á Brúna-
stöðum er meira að segja dýragarður á
sumrin og þar eru margar tegundir af
hænum, allt frá risastórum niður í litlar
kornhænur. Báðir voru piltarnir að ljúka
10. bekk og ætla í Menntaskólann á
Akureyri með haustinu.
gun@frettabladid.is
Eiginkona mín,
Dóra Nordal
er látin.
Útför hennar verður gerð frá
Dómkirkjunni föstudaginn
2. júní klukkan 13.
Jóhannes Nordal
Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi,
bróðir og vinur,
Kristján Jónsson
fyrrv. rafmagnsveitustjóri ríkisins,
lést þriðjudaginn 9. maí 2017. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Walter Ragnar Kristjánsson
Kristey Jónsdóttir
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Ingibergur Herjólfsson
lést þann 15. maí á hjúkrunarheimilinu
Nesvöllum í Reykjanesbæ. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Herjólfur Hafþór Jónsson Kristín Árnadóttir
Þóra Rut Jónsdóttir Guðmundur Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Ingibjörg Arngrímsdóttir
Holtateigi 5, Akureyri,
sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð,
miðvikudaginn 24. maí, verður
jarðsungin frá Höfðakapellu á
Akureyri, þriðjudaginn 6. júní kl. 13.30.
Gunnar Kristinsson
Gígja Gunnarsdóttir Ólafur Halldórsson
Úlfar Gunnarsson Vilborg Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Við afhendinguna. Ólafur Harðarson fundarstjóri, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir, verkefnisstjóri Landsbyggðarvina, Alma Ágústsdóttir,
fulltrúi Grunnskólans á Hólmavík sem hlaut 2. verðlaun, Egill og Ólafur, 1. verðlaunahafar, Katrín Jakobsdóttir, sem afhenti verð-
launin ásamt Jóni Gunnarssyni ráðherra, og Helgi Árnason, skólastjóri og formaður Landsbyggðarvina.
Ég hlakka til að koma á Hofsós næst og fá egg úr hænsnabúinu við skólann,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamála-ráðherra, glaðlega þegar
hún afhenti nýlega 1. verðlaun félagsins
Landsbyggðarvina. Tveir herramenn,
Ólafur Ísar Jóhannesson og Egill Rúnar
Halldórsson, fráfarandi nemendur
Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi,
tóku við verðlaununum fyrir hænsna-
kofa sem þeir hafa komið upp við skól-
ann. Kofinn reyndist besta hugmynd að
lausnum að betri framtíð í heimabyggð
sem félaginu barst þetta árið frá grunn-
skólanemendum.
Hugmyndin snerist ekki bara um
að byggja kofann úr endurunnu efni,
heldur að gefa nemendum skólans kost
á að komast í tæri við hænur og vinna í
leiðinni gegn matarsóun því hænurnar
fá afganga sem falla til í heimilisfræði,
mötuneyti og kaffistofu og skólinn
fær eggin í staðinn. Eins og dómnefnd
Landsbyggðarvina orðaði það í rök-
stuðningi sínum: „Sjálfbærni alla leið.“
Afhendingin fór fram í Norræna hús-
inu og eftir hana voru Egill Rúnar og
Ólafur Ísar króaðir af í spjall. Þeir héldu
á umslagi með verðlaunafé, hundrað
þúsund krónum, og voru sammála um
að peningurinn kæmi sér vel því nauð-
synlegt væri að kaupa fóðurbæti handa
hænunum, til að eggin skiluðu sér.
„Svo væri gott að búa til smá gerði svo
hænurnar geti verið úti við,“ sagði Egill.
„Já, þetta er tvískiptur kofi núna sem
við smíðuðum úr öðrum gömlum kofa
og afgangs smíðaefni. Öðrum megin
leikur ferskt loft um hænurnar og þær
eru í birtu en það væri gott fyrir þær að
komast aðeins út í gras og gott veður,“
Hænsnakofi hugmynd
sem færði félögum sigur
Ólafur Ísar Jóhannesson og Egill Rúnar Halldórsson hlutu 1. verðlaun Landsbyggðarvina
fyrir verkefni sitt, hænsnakofa á lóð Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi.
Þetta er tvískiptur kofi
núna sem við smíð-
uðum úr öðrum gömlum kofa
og afgangs smíðaefni.
Ólafur Ísar Jóhannesson
Svona var kofinn þegar þeir félagar fundu hann.
Svona er hann eftir breytinguna.
1907 Húsavíkurkirkja
er vígð.
1934 Jarðskjálfti verður
norðanlands og veldur
miklum skemmdum á Dalvík
og nágrenni. Stærð hans er
um 6,2 stig á Richter.
1946 Þjóðaratkvæðagreiðsla
sker úr um að Ítalía verði
lýðveldi í stað konungríkis.
Konungur Ítalíu, Úmbertó 2.,
fer í útlegð.
1953 Krýningu Elísabetar 2.
er sjónvarpað um allt Bretland.
1957 Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna, er opnað
í Reykjavík á tuttugasta sjómannadeginum.
2004 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjar fjöl-
miðlafrumvarpinu staðfestingar.
2008 Jarðskjálfti skekur Hveragerði. Skjálftinn mælist 5,5
stig á Richter-kvarða.
Merkisatburðir
2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R18 T í m A m ó T ∙ F R É T T A B L A ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
0
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
F
E
-8
6
0
4
1
C
F
E
-8
4
C
8
1
C
F
E
-8
3
8
C
1
C
F
E
-8
2
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K