Fréttablaðið - 08.07.2017, Page 4
Kristján Þór Júlíusson
menntamálaráðherra
ákvað að ekki yrði
af sameiningu á
rekstri Fjöl
brautaskólans
við Ármúla og
Tækniskólans
að svo stöddu.
Nauðsynlegt væri að
gera ítarlegri athuganir á stöðu
framhaldsskólanna í landinu og
þróun í starfsemi þeirra á næstu
árum meðal annars vegna fyrir
sjáanlegra breytinga á nemenda
fjölda vegna styttingar náms til
stúdentsprófs, stærðar árganga á
næstu árum, námsframboðs og
annarra þátta.
Guðný Halldórsdóttir
Laxness
leikstjóri
sagði ofsóknir
íslenskra skatta
yfirvalda gegn
föður hennar
ná út yfir
gröf og dauða.
Erfingjar nóbels
skáldsins hafa deilt
við skattayfirvöld síðastliðin
fjögur ár vegna skipta á dánarbúi
hans. Í erfðafjárskýrslu erfingja
var höfundarétturinn metinn á
500 þúsund krónur. Matsmaður
sýslumanns telur verðmætið
nema 28 milljónum króna.
Adolf Ingi Erlingsson
fv. íþróttafréttamaður
á að fá 2,2 milljón
ir króna í bætur
frá RÚV vegna
eineltis. Þetta
úrskurðaði
Héraðsdómur
Reykjavíkur. Adolf
Inga var sagt upp
störfum hjá Ríkisútvarpinu árið
2013. Hann sagði þetta fullnaðar
sigur fyrir sig. Dóm ur inn hefði
einnig komist að þeirri niður
stöðu að upp sögn in hefði verið
ólög leg.
Þrjú í fréttum
Skólar,
skattur og
sigur
Tölur vikunnar 02.07.2017 – 08.07.2017
20%
var hlutfall erlendra barna
af heildarfjölda leikskóla-
barna í
Reykja-
vík í
október
síðast-
liðnum.
90
milljóna bónusgreiðslu á
mann að meðaltali fengu
fjórir stjórnendur eignar-
haldsfélagsins LBI, sem
heldur utan um eignir
gamla Landsbankans.
314
milljónir
króna var
launakostn-
aður gjald-
eyriseftirlits
Seðlabankans
í fyrra. Starfs-
mennirnir
voru 23.
1,8
milljónir rúmar er áætlaður
árlegur rekstrarkostnaður
á hvern nema í grunnskóla
reknum af sveitarfélögum.
569
rekstrarleyfi til fólksflutninga
voru í gildi í síðasta mánuði
en þau voru 389 í árslok 2014. 70%
aukning varð í sölu
hjólhýsa á fyrsta helm-
ingi þessa árs miðað
við sama tímabil í fyrra.
viÐSkiPTi Íslenskir kaupmenn hafa
sannarlega fundið fyrir áhrifum af
innkomu bandaríska smásölurisans
Costco á hérlendan smásölumarkað
en misjafnt er hve mikil áhrifin hafa
verið. Velta nær allra matvöruversl
ana á höfuðborgarsvæðinu hefur
dregist saman eftir að Costco opn
aði verslun sína í Garðabæ undir lok
maímánaðar, mest hjá stóru mat
vörukeðjunum, en viðmælendur
Fréttablaðsins telja að áhrif Costco
muni fara dvínandi eftir því sem
líður á árið. Mesti skellurinn hafi
verið í júní.
Í nýju verðmati hagfræðideildar
Landsbankans er bent á að í ljósi
vaxandi einkaneyslu hér á landi
sé ekki hægt að ganga út frá því að
velta Costco dragist öll frá veltu
þeirra verslana sem fyrir eru á mark
aðinum. Þó leiki ekki vafi á því að
Costco hafi tekið til sín stóran hluta
af markaðinum. Aukin samkeppni
og sterkari króna, sem hefur þrýst
verði á dagvöru niður, hafi einnig
haft áhrif á rekstur verslananna.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá varð meiri samdráttur í sölu í
verslunum Haga í júní en fjárfestar
bjuggust við. Dróst salan saman um
8,5 prósent í krónum talið í mánuð
inum að teknu tilliti til aflagðrar
starfsemi.
„Við höfum fundið fyrir áhrif
unum af komu Costco, eins og allir
aðrir, en ekki í eins miklum mæli
og stóru verslanakeðjurnar,“ segir
Eiríkur Sigurðsson, eigandi mat
vöruverslunarinnar Víðis.
Costco sé risastórt félag og mikil
viðbót við íslenska smásölumarkað
inn og því sé ekki skrýtið að önnur
félög á markaðinum finni fyrir
áhrifunum. Eiríkur segir að sala í
Víði hafi dregist örlítið saman í
júnímánuði en samdrátturinn sé þó
ekki neitt í líkingu við samdráttinn
Mesti skellurinn vegna komu
Costco hafi verið í júnímánuði
Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði versl-
un sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. Þó er talið að
áhrifin af innreið smásölurisans hingað til lands muni fara dvínandi eftir því sem lengra líður á árið.
Innkoma bandaríska risans Costco á íslenskan markað hefur valdið titringi
á meðal heild- og smásala. Verslun Costco var opnuð 23. maí síðastliðinn í
Kauptúni í Garðabæ. FréttablaðIð/Eyþór
Lækka verðmat
sitt á Högum
Hagfræðideild Landsbankans
hefur lækkað verðmat sitt á
bréfum í Högum úr 49,7 krónum
á hlut í 43,2 krónur. Nýtt verðmat
deildarinnar, sem Fréttablaðið
hefur undir höndum, er aftur
á móti þrettán prósentum yfir
dagslokagengi smásölufélagsins
í Kauphöllinni í gær sem var 38,2
krónur á hlut.
Sérfræðingar hagfræði-
deildarinnar segja að sala Haga
hafi valdið vonbrigðum undan-
farið ár. Benda þeir á að í fyrsta
heila mánuðinum eftir opnun
Costco hér á landi hafi sala Haga
dregist saman um 8,5 prósent.
Á sama tíma jókst einkaneysla
í landinu. Telja þeir að eitthvað
muni draga úr áhrifunum eftir því
sem líður á árið, en að þau verði
engu að síður töluverð. Er það
mat þeirra að tekjur Haga muni
dragast saman um 6,1 prósent á
yfirstandandi rekstrarári.
Það hefur mikið
verið talað um
jarðarberin í Costco. Við
höfum selt þessi nákvæm-
legu sömu ber í fimm eða
næstum sex ár. Þannig að
það er í sjálfu sér engin
nýjung.
Jón Gerald Sullen-
berger, kaup-
maður í Kosti
hjá stóru verslanakeðjunum.
„Þetta er bara eins og allt annað:
Þú verður að standa þig í sam
keppninni og gera eins vel og þú
getur,“ segir hann.
„Við áttum ágætis júnímánuð
og hann var í samræmi við áætl
anir okkar,“ segir Jón Björnsson,
forstjóri Festar, sem rekur meðal
annars verslanir undir merkjum
Krónunnar, Elko og Kjarvals.
Jón Gerald Sullenberger, eigandi
matvöruverslunarinnar Kosts, segir
ljóst að allar verslanir hafi fundið
fyrir áhrifunum af komu Costco.
Kostur sé þar engin undantekning.
„Það er ekki við öðru að búast þegar
markaðurinn hér á landi er ekki
stærri en þetta,“ segir hann.
Jón Gerald segir að Kostur hafi
skapað sér sérstöðu á markaðinum
með því að leggja mikla áherslu á
amerískar vörur. „Við höldum okkar
sérstöðu og vonum að með því að
sinna viðskiptavininum haldi hann
áfram að koma til okkar.“
Verslunin hafi gripið til ýmissa
aðgerða til þess að bregðast við
breyttu samkeppnisumhverfi. „Við
höfum til dæmis dregið úr starfs
mannahaldi og minnkað launa
kostnað, sem er mjög dýr. Við höfum
einnig farið að bjóða upp á minni
pakkningar og aukið vöruúrval, því
það er mjög takmarkað hjá Costco,
sér í lagi í matvörunni. Við leggjum
líka mikla áherslu á amerískar vörur
og teljum okkur auk þess vera leið
andi í því að bjóða upp á ferskasta
grænmetið og ferskustu ávextina,“
segir Jón Gerald og tekur dæmi:
„Það hefur mikið verið talað um
jarðarberin í Costco. Við höfum selt
þessi nákvæmlegu sömu ber í fimm
eða næstum sex ár. Þannig að það er
í sjálfu sér engin nýjung.“
kristinningi@frettabladid.is
ÞýSkaland Fundur leiðtoga G20
ríkjanna hófst í Hamborg í Þýska
landi í gær. Var þar samankomið
valdamesta fólk heims. Fátt vakti
þó meiri athygli en fyrsti fundur
Donalds Trump Bandaríkjaforseta
og Vlad imírs Pútín Rússlandsforseta.
Forsetarnir hafa hælt hvor öðrum
undanfarin misseri sem og skotið
hvor á annan. Þá rannsakar banda
ríska alríkislögreglan nú hvort Rúss
ar hafi átt samskipti við háttsetta
aðila í forsetaframboði Trumps og
haft áhrif á kosningarnar.
Trump neitaði að svara spurningu
blaðamanns um meint áhrif Rússa á
kosningarnar fyrir fundinn í gær en
sagði: „Við hlökkum mikið til þess
að sjá eitthvað jákvætt gerast á milli
Rússlands og Bandaríkjanna.“
Þegar forsetarnir hittust sagði
Trump það heiður að hitta Pútín. Þá
svaraði Rússinn: „Það er sönn ánægja
að hitta þig í eigin persónu og ég
vona að fundur okkar verði árang
ursríkur. Samtöl í síma duga aldrei.“
Ræddu forsetarnir meðal ann
ars um utanríkismál en þar greinir
þá einna helst á. Til að mynda er
afstaða ríkjanna til styrjaldanna í
Sýrlandi og Úkraínu afar ólík. – þea
Allra augu beinast að Trump og Pútín
Handabands
trumps og
Pútíns var beðið
með eftirvænt-
ingu enda hefur
heimsbyggðin
óvenju mikinn
áhuga á handa-
böndum hins
fyrrnefnda.
NordICPHotos/
aFP
KOMDU
Í
– dásamleg deild samfélagsins
OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17
K
V
IK
A
Það er sönn ánægja að
hitta þig í eigin persónu og ég
vona að fundur okkar verði
árangursríkur. Samtöl í síma
duga aldrei.
8 . j ú l í 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a Ð i Ð
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
8
-1
4
6
8
1
D
4
8
-1
3
2
C
1
D
4
8
-1
1
F
0
1
D
4
8
-1
0
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K