Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.07.2017, Qupperneq 8
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir hatrammar deilur á milli Katara og fjögurra annarra arabaríkja, það er Sádi-Arabíu, Bareins, Egyptalands og Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Hafa ríkin fjögur beitt viðskiptaþvingunum og ferða- bönnum  gegn Katörum. Þá hafa sendiherrar ríkjanna verið kallaðir heim frá Katar og skorið hefur verið á stjórnmálasamband við ríkið. Sádi-Arabar fara fyrir bandalag- inu gegn Katörum. Segja þeir helstu ástæðuna fyrir aðgerðum sínum þá að Katarar fjármagni hryðjuverka- samtök og brjóti þar með samkomu- lag Persaflóaríkja. Þá gagnrýna Sádi- Arabar jafnframt tengsl Katara og katörsku sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera við stjórnvöld í Íran. Katarar segjast aftur á móti hafa aðstoðað Bandaríkin í stríðinu gegn hryðju- verkum, einkum ISIS. Undir lok júnímánaðar sendu ríkin fjögur Katörum lista með þrettán kröfum sem Katarar áttu að uppfylla ef þeir vildu fá viðskiptaþvingunum aflétt. Því neituðu Katarar í vikunni. Áhrifin óljós „Við eigum sjálfstæða sjóði sem geyma nærri þrefalda landsfram- leiðslu Katars, við eigum gjaldeyris- forða seðlabankans,“ sagði Ali Sharif al-Emadi, fjármálaráðherra Katars, við The Times í vikunni. Sagðist hann þá ekki hafa áhyggjur af við- skiptabanninu. Katarar ættu einfald- lega nógu mikla peninga til þess að það skipti ekki máli. „Lánshæfi Bareins og Egyptalands er í ruslflokki. Ef þú lítur til Sádi- Arabíu þá sérðu að þeir eiga í mikl- um fjárhagsörðugleikum. Hvergi á svæðinu er meiri hagvöxtur en hjá okkur,“ sagði al-Emadi. Benti hann á að hagvöxtur í Katar væri nærri helmingi meiri en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem næstmestur hagvöxtur er á svæðinu. En þótt fjármálaráðherrann sé fullviss um að Katarar þurfi ekk- ert að óttast er óhjákvæmilegt að vandamál fylgi viðskiptaþvingunum nágrannaríkjanna. Greindi Washing- ton Post til að mynda frá því að átta- tíu prósent allra matvæla í Katar séu fengin frá nágrannaríkjunum. Til að sporna gegn skorti á mat- vælum hafa Katarar leitað til Tyrkja og Írana. Hafa Íranar nú þegar sent flugvélar, fullar af ávöxtum og græn- meti, til Katars og hyggjast Tyrkir gera slíkt hið sama. Gera nýjar kröfur Seint á fimmtudag barst tilkynning frá utanríkisráðherrum ríkjanna fjögurra. Hétu þeir því að grípa til allra tiltækra ráða til að „standa vörð um réttindi ríkjanna og öryggi og jafnvægi á svæðinu“. Kenndu þeir Katörum um að reyna að spilla fyrir og grafa undan öryggi Persaflóaríkja. Í tilkynningunni segir að ríkin fjögur líti nú á áður gerðar kröfur sem ógildar og er búist við því að nýjar og strangari kröfur verði gerðar til Katara á næstunni. Er því ljóst að afar stirt er á milli ríkjanna og ekki er útlit fyrir að deilan leysist í bráð. Á mánudag mun Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ferðast til Kúveits til að reyna sitt besta til að koma á sáttum. Kúveit hefur staðið á milli Katara og ríkjanna fjögurra í hlutverki sátta- semjara undanfarnar vikur. Emírinn orðinn þjóðhetja „Við munum streyma út á götu til að berjast fyrir hann,“ sagði hinn 32 ára gamli verkfræðingur Ahmed al-Kuwari í samtali við Reuters í gær. Vísaði hann þar til Tamim bin Hamad al-Thani, emírsins af Katar. Emírinn er orðinn eins konar þjóðhetja í undanförnum átökum og líta fjölmargir Katarar á hann sem verndara landsins gegn ofríki Sádi-Araba. Í katörskum fjölmiðlum er fjallað um að þúsundir skrái sig í herinn og að Katarar skjóti fast á Sádi-Araba á samfélagsmiðlum. Og fyrir utan eitt húsa fjölskyldu emírsins í höfuðborginni Doha safnast fólk saman til að skrifa hvatningarorð á risavaxna mynd af emírnum. Katarar standa þétt að baki emírnum Fjögur arabaríki krefjast mikils af Katörum og beita þá viðskiptaþvingunum. Eru Katarar sagðir fjármagna hryðjuverkasamtök. Áhrif þvingananna eru óljós en áttatíu prósent matvæla í Katar koma frá ríkjunum fjórum. Emírinn í Katar er orðinn þjóðhetja. Kröfurnar þrettán n Loka Al Jazeera og tengdum stöðvum n Loka öðrum fjöl- miðlum sem ríkið fjármagnar n Loka herstöð Tyrkja í Katar og hætta hernaðarsamstarfi við Tyrkland í Katar n Draga úr sam- skiptum við Íran n Reka íranska her- menn frá Katar n Skera á tengsl við hryðjuverkasamtök á borð við Bræðra- lag múslima, ISIS, al-Kaída og Hez- bollah n Hætta að skýla hryðjuverka- mönnum í Katar n Hætta afskiptum af innanríkismálum ríkjanna fjögurra n Hætta að gefa eftirlýstum ríkis- borgurum ríkjanna katarskan ríkis- borgararétt n Svipta þá eftirlýstu ríkisborgararétti n Greiða skaðabætur fyrir ofangreind brot n Sæta eftirliti næstu tíu ár n Samræma stjórn- málastefnu ríkisins við stefnu ann- arra Persaflóa- og arabaríkja Hvatningarorð skrifuð á risavaxna mynd af emírnum Tamim bin Hamad al- Thani. NordicpHoTos/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is PLÁSS FYRIR ALLA Volkswagen Caddy Beach www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Fimm manna fjölskyldubíllinn Volkswagen Caddy Beach er rúmgóður og býður upp á öll helstu þægindi fyrir fjölskyldu á ferðinni. Caddy Beach má auðveldlega breyta í lítið sumarhús með fortjaldi. Hver einasti dagur er dásamleg upplifun, hvar sem þú ert. Kynningarverð 3.990.000 kr. Verðlistaverð 4.670.000 kr. Við látum framtíðina rætast. Volkswagen - Svefnaðstöðu fyrir 2 - Fellanleg borð og stóla - Geymsluhólf - Fortjald og gluggatjöld - Kæli og vasaljós - Leðurklætt aðgerðastýri - Margmiðlunartæki m. snertiskjá - Bluetooth - Hraðastilli Í kynningarverði fylgir Beach tilboðspakkinn sem inniheldur: Til afhendingar strax! 8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t A B l A ð i ð 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -3 B E 8 1 D 4 8 -3 A A C 1 D 4 8 -3 9 7 0 1 D 4 8 -3 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.