Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 16
farnar vikur. Fjölmargir hafa lagt leið sína að vatninu til að njóta þar útiveru í fallegu umhverfi. Aðstaða við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er stórbætt en skógræktin hefur lagt stíga við vatnið þannig að hægt er að ganga hringinn í kring. Í víkinni eru bekkir, grill og salernisaðstaða. Gróin leiksvæði í Mosfellsbæ Stekkjarflöt og Ullarnesbrekkur eru góðir áfangastaðir fyrir barnafjöl- skyldur um helgar. Leiksvæðið á Stekkjarflöt er rúmt og skemmtilegt og þar er einnig hægt að grilla. Ævin- týragarðurinn sem er í Ullarnes- brekkum er fyrir alla fjölskylduna, hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar setti upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrauta- tæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Ylströndin í Garðabæ Það er ekki bara í Nauthólsvík sem er hægt að sóla sig á strönd því í Sjá- landshverfi í Garðabæ er ylströnd sem Garðbæingar nýta vel á góð- viðrisdögum. Rómantík í kirkjugarði Stöku ferðamannahópar liðast í gegnum Hólavallakirkjugarð en annars er garðurinn friðsæll og fáfarinn. Þar má mæla með róman- tískum göngutúr sem endar á bekk með nestisbita. Í garðinum er fal- legur gróður og sögur á hverju strái. Um helgina, af hverju ekki að … Slökun og Skemmtun „Ég er að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþon. Ætli ég reimi ekki á mig hlaupaskóna. Ég ætla að halda matarboð og skála við Erlu vinkonu mína sem fagnar þrítugsafmæli í kvöld. Á morgun ætla ég að eyða tíma með dóttur minni og plata ná- granna til þess að hjálpa mér að setja upp trampólín í garðinum og vinna því að ég er að leggja lokahönd á förðunarkafla fyrir næsta Glamour-tímarit,“ segir Harpa Káradóttir. Smálönd jafnaðarmanna „Við fjölskyldan höfum eytt sumarfríinu í Smá- löndum Svíþjóðar og ráðgerum að eyða föstu- deginum með fjölskyldu og vinum, sem dvelja í þessari Mekka jafnaðar- manna. Á laugardeg- inum er heimferð til Íslands, og þá er planið að renna í Húnavatns- sýsluna, á ættarmót. Það rennur örlítil Blanda í mínum æðum. Á sunnudeginum á ég síðan fund með með Jóni Gunnarssyni, samgöngu- og byggðamálaráðherra,“ segir Pétur Markan bæjarstjóri. farðu Með börnunum á Litla Sirkus. Barna- sýningu fyrir börn undir fimm ára aldri á Klambratúni klukkan 12 á sunnu- dag. leStu Pétur Markan mælir með lestri bókarinnar Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. „Það er okkur öllum hollt að rifja upp reglulega hvaðan við komum og fyrir hverju við berj- umst.“ HluStaðu Ásgeir Trausti heldur einstaka tónleika ásamt hljómsveit sinni í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, laugar- dagskvöld. Hann er á æskuslóðum því hann bjó þar ungur um tíma og hefur sérstakt dálæti á staðnum. Víðáttan á Geldinganesi Þeim sem þrá að vera í algjörum friði fyrir ferðamönnum og vilja teygja úr sér á fáförnum en fögrum slóðum má ráðleggja gönguferð á Geldingarnes. Útsýnið er fallegt yfir borgina og þegar farið er yfir eiðið yfir á nesið sjálft má sunnanmegin príla í yfirgefnu skipsflaki. Gróinn blómagarður Farðu með börnin eða barna- börnin í Grundargarð. Lítinn en vinalegan almenningsgarð við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Garðurinn var opn- aður árið 1973 og þar er til dæmis að finna fallegan blómagarð með steinbeðum og nýlegt leiksvæði fyrir börn. Blak og grill í Heiðmörk Þótt Heiðmörk sé stærsta útivistar- svæði í nágrenni Reykjavíkur er það því miður lítið nýtt og mun stærra en marga grunar. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytt svæði til útivistar. Sérstaklega má mæla með Furulundi. Þetta er fjölskyldu- lundur búinn leiktækjum, blakvelli og grillaðstöðu. Þar eru líka bíla- Vannýttar útivistarperlur Þegar gengið er yfir eiðið blasir við þetta yfirgefna skipsflak sem gaman er að skoða og príla í. FRéttaBlaðið/VilHelM Grundargerði í Smáíbúðahverfinu er virkilega fallegur garður. Ylströndin í Garðabæ er sífellt betur nýtt á góðviðrisdögum þó að margir eigi eflaust eftir að heimsækja hana. Furulundur í Heiðmörk er virkilega spennandi útivistarsvæði. Hólavallakirkjugarður er róman- tískur. FRéttaBlaðið/ValGaRð stæði og salerni. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með grilli, borðum og bekkjum. Sílaveiðar og tennis í Breiðholti Auðvitað nýta Breiðhyltingar vel útivistarsvæðið í miðju Seljahverfi. Öðrum kemur svæðið skemmti- lega á óvart. Þar er manngerð settjörn, Seljatjörn, og í kringum hana er vinsælt leiksvæði barna. Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn sem finnst þó allra skemmtilegast að veiða síli í tjörninni. Í Breiðholtinu er einnig stór almenningsgarður á milli Austur- bergs og Vesturbergs. Þar er til að mynda tennisvöllur fyrir áhuga- sama. Góð aðstaða við Hvaleyrarvatn Það er búið að vera mikið líf og fjör við Hvaleyrarvatn undan- Víða á stórhöfuðborg- arsvæðinu er að finna skemmtileg útivistar- svæði. Sum hver eru nýtt af íbúum í næsta nágrenni, önnur af fáum. 8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R16 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð helgin 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -2 3 3 8 1 D 4 8 -2 1 F C 1 D 4 8 -2 0 C 0 1 D 4 8 -1 F 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.