Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 20
kominn tími á það,“ segir Glódís ákveðin. „Við erum með frábærar stelpur en þær missa auðvitað áhugann ef þær fá ekki pláss í landsliðinu. Það vantar betri vettvang fyrir þessar ungu og bráðefnilegu, setja þeim markmið. Um leið og þú ert búin með U19 þá þarf eitthvað að taka við. Það er of fjarlægt markmið að komast í landsliðið eftir U19 og þá er hætt við því að stelpur gefist upp. Það þarf að koma í veg fyrir þetta,“ segir Glódís og Gunnhildur Yrsa og Hallbera taka undir. Fínt fyrir kynin að spila saman Stelpur þurfa stundum að spila drengjamegin í sumum liðum lands- ins. Hvað finnst ykkur um það? „Mér finnst ekki endilega neikvætt að stelpur þurfi að æfa með strákum. En það er kannski ekki gott ef ástæð- an er sú að það eru einfaldlega ekki nógu margar stelpur að æfa til þess að það sé hægt að halda úti stelpna- flokki,“ segir Hallbera. „Ég held að það væri mjög gaman ef það væri hægt að blanda þessu saman þó það væri nóg af stelpum. Að leyfa þeim að spila með. Ég held það sé gott fyrir stelpur að spila með strákum og öfugt.“ „Já, tek undir þetta, alveg upp í fjórða flokk,“ bætir Glódís við. „Þetta ætti að vera svolítið frjálsara.“ „Já, þau yngri eru nefnilega bara ótrúlega svipuð og það er fínt fyrir kynin að spila saman,“ segir Gunn- hildur Yrsa. „En ég tek það fram að auðvitað er það ekki gott ef það er eina úrræðið í boði að æfa með strákum,“ segir Hallbera. Tiltrú skiptir öllu Fá stelpur jafn færa og áhugasama þjálfara og strákar í yngri flokkum? „Ég var með mjög áhugasaman þjálf- ara í yngri flokkum,“ segir Glódís. „Hann var með mér upp alla yngri flokka í HK. Ég fékk gott atlæti.“ „Ég fékk líka góða þjálfara, það var lagt mikið upp úr því í Stjörnunni,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Ég man ekki eftir því að þetta hafi verið vandamál hjá mér, en ég skipti mjög oft um þjálfara. En það getur verið að þetta sé vandamál sums staðar,“ segir Hallbera. „Í dag finnst mér metnaður fyrir því að hafa menntaða þjálfara og lið leggi mikla áherslu á það,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Minn þjálfari breytti viðhorfi mínu,“ segir Glódís. „Ég var ekkert frábær leikmaður í fimmta flokki. Þjálfarinn fékk mig til að trúa því að ég hefði hæfileika og gæti unnið úr þeim.“ Gunnhildur Yrsa segir sömu sögu. „Ég lenti líka í því þegar ég var fjór- tán ára að þá voru allar stelpur að hætta. Þjálfarinn tók mig til hliðar og sagði mér að hann ætlaði ekki að gefast upp á mér. Hann ætlaði að láta mig halda áfram. Þá hugsar maður til þess sem aðrir sjá í manni. Þegar mann sjálfan vantar tiltrú. Hún hélt mér í fótboltanum. Hún var alls ekki að pína mig en fékk mig til að átta mig á hæfileikum mínum og að ég ætti að leggja rækt við þá.“ „Það er ótrúlega mikilvægt að finna þessa trú. Því fyrr því betra. Ef einhver hefur trú á þér þá leggur þú meira á þig,“ segir Glódís. Himinn og haf á milli launa Þjálfarar ykkar sögðu á síðasta ári að þótt nokkrar í liðinu hefðu það mjög gott væru leikmenn meðal ykkar sem ættu ekki fyrir mat í síðustu viku hvers mánaðar. Eruð þið ekki á góðum launum? „Almennt séð eru konur langt, langt á eftir karl- mönnum þegar kemur að fótbolta,“ segir Hallbera. „Enn sem komið er þá eru minni tekjur af kvennabolt- anum. Núna síðustu ár hafa fleiri leikmenn náð góðum samningum. Ég held að flestar sem eru úti núna komist vel af. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið þannig,“ segir Hall- bera og Glódís tekur undir. „Í saman- burði við strákana er himinn og haf á milli. Við erum ekki að draga inn jafn mikið af tekjum fyrir klúbbinn. En það eru að koma fleiri styrktarað- ilar og stærri klúbbar farnir að taka þátt. Þetta er á uppleið,“ segir Glódís. Annað atriði sem þjálfarar ykkar nefndu sem dæmi voru glæsibif- reiðar sem U23 eru á meðan stelp- urnar keyra um á Volkswagen Polo. „Já, það er hluti af þessu sem við vorum að ræða áðan. Kvennabolt- inn er ekki kominn næstum því jafn langt og karlaboltinn. Ef þú spáir í það, þá er þetta ekki gömul íþrótt, ekki miðað við karlaboltann. Þetta er undir áhorfendum komið. Það er ekki langt síðan íslenska kvenna- landsliðið var bara lagt niður,“ segir Hallbera. Er bylting handan við hornið? „Mér finnst eins og það sé ótrúlega mikið að gerast akkúrat núna,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Maður sér það eins og þegar við vorum að spila gegn Brasilíu að þá sláum við vallarmetið. Bara svona hlutir eru ómetanlegir. Öll athygli skiptir líka öllu máli og verður til þess að kvennaboltinn vex,“ bætir hún við. Kvenfyrirmyndir skipta máli „Áður voru fótboltakonur ekki sýni- legar í samfélaginu,“ heldur Gunn- hildur Yrsa áfram. „Ungar stelpur verða að sjá hvað er hægt að afreka sem fótboltakona. Ekki bara að það séu fótboltakarlar. Bara það að sjá að Hallbera er úti að spila og að spila með landsliðinu. Að hún er er atvinnufótboltakona, það skiptir máli. Þegar ég var yngri þá var ekki mikið af fyrirmyndum. Ég fór ung á kvennaleik í Banda- ríkjunum og þá kom íslensk knatt- spyrnukona og gaf mér miða á leik. Þetta breytti lífi mínu. Þessu atviki mun ég aldrei gleyma. Ég vildi verða eins og hún. Svona litlir hlutir geta breytt miklu.“ Glódís tekur undir með Gunn- hildi Yrsu. „Kvenfyrirmyndirnar skipta miklu máli. Þegar ég var í yngri flokki var ég að spila með systur Kötu Jóns. Kata var oft að horfa á leiki þegar ég var að spila og það voru svo sannarlega best spiluðu leikirnir þegar hún var að horfa. Bara það að vita af henni ýtti við einhverju innra með manni. Ein- hverri löngun.“ Efnilegar stúlkur í aukavinnu Þær eru allar sammála um það að þótt kvennaboltinn vaxi þá sé það ennþá þannig að ungar stúlkur þurfi að hafa miklu meira fyrir því að stunda fótbolta en strákar. „Þetta er staðreynd. Í stóru liðunum þegar góðir strákar eru hæfileikaríkir fá þeir samning og einhverja peninga. Á meðan efnilegur stelpurnar þurfa að fara í vinnu til að halda sér uppi. Hættan er sú að ef þær eru í auka- vinnu með boltanum, þá kannski missa þær áhugann, þreytast,“ segir Glódís sem segist sjálf hafa verið heppin hvað þetta varðar. Hún stundaði ekki mikla aukavinnu ung með boltanum. Hallbera tekur undir. „Já, þetta er óumdeilanlegt og stundum er bara fáránlegt að hugsa til þess hversu mikið maður hefur verið að gera með boltanum. Vinkonurnar spyrja alltaf, sleppir þú ekki bara æfingu? Nei! Gleymdu því! svarar maður þá,“ segir Hallbera. „Margar okkar eru í skóla, hafa verið að vinna meðfram æfingum alla tíð. Einhverjar eru líka með börn, þetta er auðvitað mikil vinna, við höfum meira fyrir þessu en strákarnir,“ segir Hallbera. „Þannig er það almennt í gegnum þetta allt,“ segir Glódís. „Það er óhætt að segja að stelpur leggi miklu meira á sig við að sam- tvinna þetta einhvern veginn. Það taka allir undir það,“ segir Hallbera. „Auðvitað er hægt að segja að við sem komumst í gegnum þetta séum sterkari. En það má líka spyrja sig, hvað með hinar sem gáfust upp? Hefðu þær ekki getað orðið góðar fótboltakonur?“ Spyr Gunnhildur Yrsa. Hvernig breytist þetta? „Þetta er barátta. Því meiri árangri sem við náum, því fleiri fylgja okkur. Því fljótar breytist þetta. Þetta veltur allt á áhorfendum. Áhuga fólks, að við sitjum við sama borð í umfjöllun fjölmiða. Áhugi styrktaraðila skiptir máli og það veltur allt á áhuga fólks og árangri okkar,“ segir Gunnhildur Yrsa. „Þetta er allt annað núna. Við höfum unnið fyrir þessu. Við fáum kannski ekki jafn mikið og strák- arnir myndu fá en við fáum alltaf eitthvað og meira og meira,“ segir Glódís. „Við viljum verða fyrirmyndir. Viljum að ungar stúlkur sjái fram- tíðina í okkur,“ bætir hún við. „Síðustu ár hefur margt breyst til þess að svo geti orðið,“ segir Hall- bera. Góð mæting í Hollandi Eruð þið sáttar við þá umfjöllun sem þið fáið í fjölmiðlum? „Já, sérstaklega landsliðið,“ segir Hallbera. „Það var ekki góð umfjöllun um boltann í Pepsi-deildinni heima. Hún var sorglega léleg en síðustu tvö sumur hefur hún verið mjög góð. Núna í ár myndi ég segja að umfjöllun um kvennaboltann hafi verið mjög góð og það er ánægjulegt. Skiptir ótrú- lega miklu máli.“ Skiptir máli að gagnrýna aðstæður stelpna í boltanum? „Það skiptir máli. Það gerist ekkert ef maður þegir á því. Við höfum skoðun á þessu. Við gagnrýnum helst með því að standa okkur vel. Það er ekki hægt að horfa fram hjá okkur,“ segir Glódís. Og það er allt útlit fyrir það að það verði fjöldamæting, að það verði 10% Íslendinga á vellinum? „Jú, jú, fjölskyldan mín mætir,“ segir Gunn- hildur Yrsa og hlær. „Við höfum meira fyrir þessu en strákarnir,“ segir Hallbera um aðstöðumun kynjanna í fótbolta. FréTTablaðið/Ernir ↣ 8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R20 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -0 A 8 8 1 D 4 8 -0 9 4 C 1 D 4 8 -0 8 1 0 1 D 4 8 -0 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.