Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Hjá Bryndísi fer helgin í söng á Gljúfrasteini og að leggja lokahönd á nýju plötuna sem kemur út í haust, en á sumrin dreymir hana um að komast í útilegu í íslenskri náttúru. MYND/ERNIR Listamannsnafnið er Dísa og áður en ég flutti til Danmerkur var ég hin ánægðasta með að heita Bryndís. Nafnið er bara svo óþjált og hryllilegt með dönskum framburði, þar sem y hljómar eins og u, að ég hreinlega sleppti því,” segir Bryndís og brosir við. Eftir sjö ára líf, starf og búsetu í Danaveldi flutti Bryndís heim í byrjun árs. „Ég elska Ísland og líður best hér heima nærri fjölskyldunni,“ segir Bryndís, sem búið hefur hálfa ævina ytra. Fjögurra ára flutti hún til Bretlands þegar faðir hennar, Jakob Magnússon, tók við starfi menningarfulltrúa við sendiráð Íslands í Lundúnum og bjó þar til tólf ára aldurs með foreldrum sínum, Jakobi og Ragnhildi Gísla- dóttur söngkonu; Stuðmönnum með meiru. „Ég hef aðeins tekið lagið með Stuðmönnum eftir að ég kom heim,“ segir Bryndís sem vakti athygli margra í skrúðgöngunni þann 17. júní, þegar hún sat með Stuðmönnum á palli gamals sendibíls og fetaði í fótspor móður sinnar í hverjum smellinum á fætur öðrum. „Sumum þykir eflaust passa að ég taki þetta að mér og allt í einu var tímasetningin rétt og ég komin heim. Það er heiður að spila með jafn flinkum tónlistarmönnum og Stuðmenn eru, og ef það koma fleiri gigg er ég með. Við hlustuðum ekkert á Stuðmannalögin heima þegar ég var að vaxa úr grasi svo ég kann ekki textana upp á tíu og þarf að hafa þá á blaði, en við mamma erum með svipaðan lit í tóni radda okkar; eins konar mæðgnalit,“ segir Bryndís, en þess má geta að Stuð- menn vinna að nýrri plötu þar sem Bryndís syngur fáein lög og er eitt þeirra nú í spilun: Vor fyrir vestan. Gott að fara í hugarferðalag Tónlist er fyrirferðarmikil í lífi Bryndísar þessa dagana því hún leggur lokahönd á plötu sem kemur út í haust. Þá er hún í fullu starfi sem heilsunuddari hjá Sóley Natural Spa. „Nudd er skemmtilegt og hægt að byggja endalaust ofan á það eins og Legókubba. Heilsunuddari veitir klassískt nudd, íþróttanudd og meðgöngunudd og nú er ég að bæta við mig taílensku nuddi. Nudd og tónlist eru líka samofin í mínum huga; hvort tveggja snýst um að halda flæði, vera í flæði og hjálpa fólki að ná flæði í lífsorku og tilfinn- ingum.“ Á nýrri plötu Dísu kveður við nýjan tón sem hún kallar sveimandi hljóðmynd. „Nýja platan verður lífrænni en fyrri plötur og ekki eins mikið um trommur og bít. Ég er að vinna hana með vini mínum úr skólanum úti, Mikkel Juul, sem er frábær tón- listarmaður og pródúsent. Þegar ég sest niður til að semja tónlist eða texta koma til mín ambient-áhrif sem vekja hughrif og draumkennt ástand; róleg og kraftmikil í senn. Mér að yrkisefni verða ferðalög hugans, lýsingar á draumum og myndrænum hlutum, eins og það sem maður sér á milli svefns og vöku eða í djúpri hugleiðslu.“ Bryndís segist alltaf hafa verið andlega þenkjandi enda séu óra- víddir hugans spennandi. „Í undirmeðvitundinni býr svo margt og þar getur ýmislegt gerst sem gefur frið frá daglegu amstri. Mér þykir gott að fara á svolítið hugarflug sem veitir slökun og til- breytingu, og sem barn skrifaði ég sögur, sem voru súrrealísk steypa. Þá lét ég pennann skrifa óheft og viðstöðulaust til að sjá hvaða persónur birtust, litir og óvæntir atburðir, enda áhugavert þegar hugur barns fer á flug. Ég gef það kannski út sem smásagnasafn á elli- heimilinu,“ segir hún og hlær. Hverjir tengi við tónlist hennar lætur Bryndís sig litlu varða. „Ég er í músík vegna þess að ég get ekki verið án þess. Ég leyfi því að koma sem kemur til mín og kemur ekki annað við. Ég hef eytt miklum tíma í að reyna að búa til tónlist til að þóknast öðrum og með það hugarfar hef ég ekki gert annað en að rekast á veggi. Ég var allt of lengi meðvirk gagnvart ákveðnum tónlistarbransa og reyndi of lengi að búa til tónlist sem gæti mögu- lega komist í útvarp en einmitt það hefur tafið mig sem listamann. Ég geri það aldrei aftur. Ég verð að spila eftir eigin reglum, annars virkar það ekki. Leikaragenin fóru fram hjá mér og um leið og ég fer að þykjast önnur en ég er verður það búið spil. Mitt ætlunarverk er að skapa heilsteypta tónlist.“ Dásamlegt móðurhlutverk Bryndís eignaðist tvo drengi með danska tónlistarmanninum Mads Mouritz. Þeir eru nú fimm og sex ára. „Minn stærsti draumur sem telpa var að verða mamma þegar ég væri orðin stór. Móðurhlutverkið er dásamlegt, krefjandi og skemmti- legt. Það er enn númer eitt, tvö og þrjú í lífi mínu og allt annað skipulegg ég með strákana mína til hliðsjónar.“ Eftir að Bryndís flutti heim hefur Mads ferðast á milli landa til að vera nærri sonum þeirra og er nú farinn að fóta sig í vinnu með íslenskum tónlistarmönnum. „Á næstunni ætlar hann að flytja til Íslands til að búa sem næst sonum sínum og mér finnst það dásamlegt svo að strákarnir nái að festa rætur á Íslandi, kynnast móðurfólkinu sínu betur og læra íslenskuna vel. Við sjáum svo hvað lífið ætlar okkur eftir þrjú ár eða svo.“ Bryndís lauk námi í lagasmíðum við tónlistarháskóla í Kaupmanna- höfn og tók nuddnámið sam- hliða. Hún er á mála hjá Sony sem sendir lög hennar til framleiðenda kvikmynda, sjónvarpsefnis og auglýsinga. Hafa lög hennar lent í auglýsingu fyrir Victoria’s Secret og kvikmynd leikstjórans Tims Burton, Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children. „Það er auðvitað mjög skemmti- legt og ég væri mjög svo til í að vinna meira að sérsniðnum verk- efnum við kvikmyndir og sjónvarp, bæði hér heima og ytra,“ segir Bryn- dís sem hefur sinn eigin ákveðna tónlistarstíl þrátt fyrir að vera barn afkastamikilla tónlistarmanna. „Mamma og pabbi eru algjörir snillingar, en ég geri bara mitt. Bæði hafa þessi element að geta verið samtímis í vinsælli popptónlist en líka samið frumlega, sérkennilega og skemmtilega tónlist,“ segir hún brosmild. Nýtt lag Dísu, Reflections, er nú á topplista Rásar 2 og á morgun, sunnudag, syngur Dísa í stofu nób- elsskáldsins að Gljúfrasteini. Henni til fulltingis verða Sigurður Guð- mundsson á píanó og Ingimundur Guðmundsson á hljómborð. „Ég ætla að bjóða upp á ind- verskan söng í forrétt, þar sem ég hef verið í söngtímum á Skype hjá breskri söngkonu sem ólst upp á Indlandi. Svo tek ég ný lög og gömul, og eitt afrískt. Allir eru vel- komnir og upplagt að taka sunnu- dagsbíltúr eða göngu að Gljúfra- steini með börnin.“ Stofutónleikar Dísu á Gljúfrasteini hefjast klukkan 16. Mamma og pabbi eru algjörir snill- ingar, en ég geri bara mitt. Bæði geta verið samtímis í vinsælli popptónlist en líka samið frumlega, sérkennilega og skemmti- lega tónlist. Bryndís Jakobsdóttir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . j ú l Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -3 2 0 8 1 D 4 8 -3 0 C C 1 D 4 8 -2 F 9 0 1 D 4 8 -2 E 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.