Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.07.2017, Blaðsíða 28
Álagsprófunum Rannsóknar-stofu byggingariðnaðarins á Fibra húsinu var að ljúka á dögunum. Húsið stóðst þær tífalt,“ segir Regin Grímsson, frumkvöðull og stofnandi Fibra, einingahúsa úr trefjaplasti. „Ég hef búið til báta úr trefjaplasti frá 1977 og setti bátaverksmiðju á fót á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum. Þar er steinullarverksmiðjan og sú hugmynd fæðist í kollinum á mér að búa til íbúðarhús úr einingum, steyptum úr trefjaplasti, með kjarna úr steinull. Verkefnið vann samkeppni um viðskipta- hugmynd í sveitarfélaginu og vann einnig samkeppni um bestu hugmyndina í sjónvarpsþáttunum Toppstöðin á RÚV. Í framhaldinu hlaut verkefnið styrk frá Rannís og nú höfum við sett á fót verkstæði í Vogum þar sem við munum fram- leiða Fibra húsin,“ segir Regin. Hugmyndinni var hrundið í framkvæmd 2015 og þó eiginleg framleiðsla húsanna sé ekki hafin hafa þau þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Von er á sérfræðingum á vegum Danska Tækniháskólans, DTU, en til stendur að setja upp Fibra hús á Grænlandi til reynslu í eitt og hálft ár. „Danski tækniháskólinn er með þeim virtustu í Evrópu og þetta verður afar spennandi prófraun en á Grænlandi má segja að séu verstu veðuraðstæður í heiminum,“ segir Regin. Hann hefur fulla trú á að húsið standist prófið. Vatnsheld og viðhaldsfrí „Allt verklagið úr bátasmíðinni yfirfæri ég í húsasmíðina. Trefja- plastbátar leka aldrei og það sama á við um Fibra húsin. Einingarnar eru settar saman á staðnum og sam- skeyti límd eða plöstuð. Skilyrði munu því ekki skapast fyrir myglu í þessum húsum. Inni í rýminu þarf þó að sjálfsögðu að vera loftræsting. Fibra húsin eru einnig núll-orku- hús og verða sjálfbær hvað snertir upphitun.“ Þá verða Fibra húsin algjörlega viðhaldsfrí að sögn Regins. „Veggirnir eru með innbyggðu burðarvirki úr trefjaplasti. Ekkert ryðgar, ekkert fúnar, ekkert viðhald þarf, nema fólk vilji skipta um lit á húsinu, þá er hægt að mála. Efnið hefur einnig staðist allar eldpróf- anir og Þar með opnast mögu- leikinn á að byggja fjölbýlishús en þar sem þetta hefur aldrei verið gert áður eru engir staðlar til fyrir húsbyggingar á þennan máta. Verk- fræðistofan Mannvit hefur boðist til að gera reiknilíkanið sem þarf,“ segir Regin og bætir við að þessi byggingatækni og efni bjóði upp á spennandi hönnunarmöguleika. „Við ætlum að brjóta blað í byggingasögunni á Íslandi. Þessi hús geta enst í hundruð ára og í fullkomnu lagi. Ef fólk vill flytja, til dæmis ef atvinnuástand breytist á svæðinu, má einfaldlega sjósetja húsið og draga það á nýjan stað. Það flýtur eins og kassi og er ekki valt. Bara muna eftir að loka glugg- unum áður. Við stefnum á að gera ódýr hús en möguleikinn á stórum húsum er fyrir hendi.“ „Við stefnum á að gera ódýr hús en möguleiki á stórum húsum er fyrir hendi.“ Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Regin Grímsson hefur fengið einkaleyfi á hugmyndinni, einingar úr gler- og koltrefjum með kjarna úr steinull. mynd/FibRa Einingarnar eru settar saman og samskeyti límd eða plöstuð saman. Húsin eru vatnsheld og viðhaldsfrí. Útfærsla á Fibra húsi eftir Harald ingvarsson arkitekt. ný tækni við húsasmíði Einingahús úr gler- og koltrefjum með kjarna úr steinull eru hugmynd Regins Grímssonar. Við smíðina er sama verklag notað og í bátasmíði. Vinsælasta útvarpsappið 9 útvarpsstöðvar • fréttir • hljóðbrot • upplýsingar um flytjendur og margt fleira 6 KynninGaRbLaÐ FÓLK 8 . j ú l í 2 0 1 7 L aU G a R daG U R 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -5 9 8 8 1 D 4 8 -5 8 4 C 1 D 4 8 -5 7 1 0 1 D 4 8 -5 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.