Fréttablaðið - 22.06.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 22.06.2017, Síða 2
Samfélag  Í tilefni af Reykjavik Midsummer Music hátíðinni sem fer fram í Hörpu koma átta strengja­ leikarar til landsins. Að sögn Vík­ ings Heiðars Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar, koma þeir frá öllum heimshornum og með hljóðfæri metin á milljarða með sér. „Þetta eru fiðluleikarar, víólu­ leikarar og sellóleikarar sem eru að koma til landsins. Þetta eru með fremstu tónlistarmönnum í heimi og vegna þess að þeir eru meðal þekktustu einleikara veraldar  er þetta fólk að spila á sum dýrmæt­ ustu og stórkostlegustu hljóðfæri sem til eru. Þetta eru allt hljóðfæri sem auðkýfingar eða bankar eiga og fólki er lánað því það hefur enginn hljóðfæraleikari efni á svona hljóð­ færum,“ segir Víkingur. Þetta eru meira eða minna allt Stradivarius hljóðfæri sem eiga sér langa sögu, upprunalegu Strad­ ivarius hljóðfærin voru smíðuð á 17. og 18. öld. „Þau eru með tón sem maður trúir ekki að sé til fyrr en maður heyrir það, það er ótrú­ legt hvaða tóna er hægt að ná út úr svona tréboxi með strengjum og boga,“ segir Víkingur. „Maður vill eiginlega ekki tala of mikið um hvað hljóðfærin kosta því maður er bara hræddur um að það verði ráðist á hljóðfæraleikana og þeir rændir,“ segir Víkingur kíminn. Hann bendir á að það sé skemmtilegt hvað þessi hljóðfæri eru lifandi þar sem listamenn sem njóta þeirra forréttinda að leika á þau taka þau með sér og ferðast um heiminn. Hljóðfæraleikararnir átta sem koma fram hér á landi koma alls staðar að úr heiminum. „Einn jap­ anskur fiðluleikari kemur  með Stradivarius fiðlu  sem Napo­ leon Bonaparte, keisari Frakk­ lands,  átti einu sinni. Svo kemur  strákur frá Ungverja­ landi með fyrsta þekkta Strad­ ivarius sellóið," segir Víkingur. Midsummer Music hátíðin hefst á morgun og stendur til sunnudags með tónleikum hvert kvöld. – sg / sjá nánar síðu 40 Blóm fyrir börninVeður Suðlæg eða breytileg átt í dag, yfir- leitt 3-10 m/s og víða dálitlar skúrir. Fremur milt í veðri. Sjá Síðu 38 OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Hljóðfæri metin á milljarða koma til landsins Veður  „Í höfuðborginni má búast við þokkalegu veðri um helgina en fyrir norðan og austan verður ágætt á sunnudag en svalt í veðri,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skil gengu yfir landið í gær með rigningu en það dró úr rigningu og vindi upp úr hádegi. Búist var við talsverðri rigningu fyrir austan í nótt. „Í dag verða víða einhverjar skúr­ ir en ekki samfelld rigning eins og hefur verið,“ segir Helga. Það mun ekki koma heitara veður í Reykja­ vík þegar styttir upp að sögn Helgu. „Á föstudag erum við að snúa yfir í norðaustanátt og þá birtir til í Reykjavík. Sérstaklega á þeim stöð­ um sem eru í skjóli fyrir norðaust­ anáttinni, en sum hverfi í Reykjavík eru það. Það er ekki mjög hlýtt í veðri en það verður ágætis veður í Reykjavík um helgina,“ segir Helga. „Á laugardaginn dregur úr vindi og úrkomu víða um land. Sunnu­ dagurinn lítur bara vel út víðast hvar á landinu. Það verður fremur milt sunnan og vestanlands, 8 til 15 gráður, en það verður nokkuð svalt fyrir norðan og austan í þessari norðaustanátt um helgina. Það má búast við að á föstudag og laugar­ dag verði samfelld rigning fyrir norðan og sérstaklega fyrir austan,“ segir veðurfræðingurinn Helga. – sg Ekki sumarhiti í kortunum á næstunni Stradivarius hljóðfæri eiga sér langa sögu. NORDIC­ PHOTOS/AFP Átta heimsþekktir strengjaleikarar koma til landsins vegna Reykja- vik Midsummer Music tónlistarhátíðarinnar. Með í för eru einstök Stradivarius hljóð- færi sem sum eru metin á hundruð milljóna. Þetta eru allt hljóðfæri sem auðkýfingar eða bankar eiga, og fólki er lánað því það hefur enginn hljóð- færa- leikari efni á svona hljóðfærum. Víkingur Heiðar Ólafsson, listrænn stjórnandi efnahagSmál  Árið 2016 fengu 5.858 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 1.138, eða 16,3 prósent, frá árinu áður. Fram kemur í frétt Hagstofunnar að frá 2013 hafi heimilum með slíka aðstoð fækkað milli ára eftir að hafa fjölgað árlega frá 2007. Þetta helst í hendur við þróun atvinnuleysis. Frá árinu 2015 til 2016 lækkuðu útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsað­ stoðar um 792 milljónir króna eða 17,6 prósent, en á föstu verðlagi um 19 prósent. Af þeim heimilum sem fengu fjár­ hagsaðstoð 2016 voru einstæðir barnlausir karlar (42,2 prósent heim­ ila) og einstæðar konur með börn (24,7 prósent heimila) sem fyrr fjöl­ mennustu hóparnir. Árið 2016 voru 31,8 prósent viðtakenda fjárhagsað­ stoðar atvinnulaus og af þeim fimm af hverjum sex án bótaréttar, alls 1.498 einstaklingar. – sg Enn færri þiggja fjárhagsaðstoð Aðstandendur Secret Solstice afhentu börnum á leikskólanum Hofi í Laugardal blómapotta í gær. Var það gert eftir að leikskólastjórinn greindi frá því að gestir hátíðarinnar hefðu brotið blómapotta barnanna. Sveinn Rúnar Einarsson, til vinstri, segist vilja halda góðu sambandi við nágranna í Laugardal. „Það er hægt að leysa öll vandamál með því að vera jákvæður og ganga í málin,“ segir Baldvin Þormóðsson, til hægri. FRéTTAblAðIð/EyþóR Í dag verða víða skúrir um land, en ekki samfelld rigning eins og hefur verið. FRéTTAblAðIð/EyþóR 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 f I m m T u D a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 6 -E 5 7 0 1 D 2 6 -E 4 3 4 1 D 2 6 -E 2 F 8 1 D 2 6 -E 1 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.