Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 8
Árneshreppur „Það eru engir almannahagsmunir eftir í þess­ ari fyrirhuguðu framkvæmd og þess vegna er ekki boðlegt að fara fram með náttúrunni með þessum hætti,“ segir Elín Agla Briem, einn skipuleggjandi málþings um helg­ ina um framtíð mála í Árneshreppi á Ströndum. Búist er við að fyrirferðarmesta umræðuefnið á málþinginu í Tré­ kyllisvík verði áform einkafyrir­ tækisins Vesturverks sem gert hefur vatnsréttarsamninga við jarðeig­ endur í Ófeigsfirði vegna 55 mega­ vatta virkjunar í Hvalá. Innan við fimmtíu íbúar eru skráðir í Árnes­ hreppi, minnsta sveitarfélagi lands­ ins. Elín Agla segir að íbúar hafi þungar áhyggjur af því að byggð leggist þar af innan fárra ára. „Það eru einhverjir sem eru á móti og það ber meira á þeim heldur en hinum þögla meirihluta,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, odd­ viti í Árneshreppi og hóteleigandi í Djúpuvík, um afstöðu íbúanna til virkjunarinnar. Elín Agla segir að þegar hún flutti í Árneshrepp árið 2007 hafi hún heyrt svo góð samfélagsleg rök fyrir Hvalárvirkjun að hún hafi þá verið áformunum algerlega samþykk. Hún hafi skipt um skoðun. „Þetta átti að bæta afhendingar­ öryggi á rafmagni á Vestfjörðum almennt, laga veginn til okkar, hingað myndi loks koma þriggja fasa rafmagn og hér yrðu til nokkur störf við virkjunina. Ekkert af þessu stendur lengur,“ fullyrðir Elín Agla sem er hafnarstjóri hreppsins og titlar sig þjóðmenningarbónda. Eva segir hins vegar að virkjun­ inni muni fylgja betra rafmagn og bættar samgöngur, meðal annars yfir Veiðileysuháls og síðan frá Eyrarhálsi og yfir í Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð. Það sé rangt hjá virkj­ unarandstæðingum að ekki verði bættar samgöngur og betra raf­ magn. „Það eru notuð frekar léleg rök fyrir því að við ættum ekki að gera þetta.“ Að sögn Evu mun Vesturverk í sumar gera ýmsar rannsóknir í Ófeigsfirði. Síðan sé fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði og fram­ kvæmdir gætu hafist strax á næsta ári. Þær myndu taka þrjú til fjögur ár og hafa mjög jákvæð áhrif á verslun og þjónustu á því tímabili. Miklar líkur séu á að þetta verði að veruleika. „Ég lít líka á þetta sem ágætis tekjumöguleika fyrir sveitina,“ segir Eva. Virkjunin muni skila Árneshreppi um 30 milljónum króna í fasteignagjöld árlega. Það muni um minna í sveitarfélagi þar sem núverandi heildartekjur séu 60 milljónir, jafnvel þó að um 15 millj­ óna króna framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga falli þá brott. Eftir stendur því að tekjurnar vaxa um 25 prósent, fara úr 60 milljónum í 75 milljónir. „Ég lít á þessa peninga sem stór­ kostlegt tækifæri til að gera eitt­ hvað fyrir íbúana hérna. Til að bæta aðstöðu gamla fólksins sem hefur þurft að flytja unnvörpum burt þegar það er gamalt því við höfum ekki haft efni á að gera neitt fyrir það,“ segir Eva. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, hefur gagnrýnt Hvalárvirkjun opinberlega, meðal annars í tveimur greinum á Kjarn­ anum í fyrrahaust. Sagði Snorri nær að stofna þjóðgarð á svæðinu og skoraði á heimamenn að hafna áformunum. „Langtímaávinningur samfélags­ ins á Ströndum af þjóð garði og þeirri atvinnu upp bygg ingu sem gæti orðið í kring um hann á næstu ára tugum yrði marg faldur á við virkj un,“ skrifaði Snorri á sínum tíma. Eva oddviti kveðst undrandi á því að Landvernd hafi afskipti af málinu. „Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að vatnsafls­ stöðvar eru vistvænar. Ég bara skil ekki hvað Landvernd er að gera með því að setjast á svona lítið sveitarfélag og hindra framfarir því,“ segir hún. Að sögn Elínar Öglu bindur hún vonir við að málþingið varpi betra ljósi á áhrif Hvalárvirkjunar heldur en hingað til hefur verið gert. Á heimsvísu sé reynt að sporna við ágangi á náttúruna, sérstaklega þegar einkaaðilar eigi í hlut. „Þarna er verið að skerða ósnort­ in víðerni og samkvæmt náttúr­ verndarlögum þarf að rökstyðja að það sé til almannahagsmuna,“ segir Elín Agla Briem. gar@frettabladid.is Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. Volvo Penta Kubbur_10x10_20170615_Draft1.indd 1 20.6.2017 13:47:16 Landvernd sögð standa í vegi fyrir framförum í Árneshreppi Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. Virkjunin myndi skila Árneshreppi um 30 milljónum króna í fasteignagjöld á hverju ári. Vesturverk hyggst reisa 55 megavatta virkjun við Hvalá og tengja við rafmagnsnet Vestfjarða. Fréttablaðið/SteFán Það eru engir almannahagsmunir eftir í þessari fyrirhuguðu framkvæmd. Elín Agla Briem, hafnarstjóri og þjóðmenningar- bóndi Það eru einhverjir sem eru á móti og það ber meira á þeim heldur en hinum þögla meirihluta. Eva Sigurbjörns- dóttir, oddviti Árneshrepps samfélag Vanskil húsnæðislána eru nú í sögulegu lágmarki. Til marks um það hefur Íbúðalána­ sjóður einungis tekið til sín 23 eignir á uppboði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fara þarf meira en tíu ár aftur í tímann til að finna jafn góða stöðu húseigenda. Ástandið hefur því gjörbreyst frá því fyrir nokkrum árum, en til samanburðar eignaðist Íbúðalána­ sjóður 832 eignir á uppboði árið 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu. Útlit er fyrir að sjóðurinn eign­ ist aðeins 50­60 fullnustueignir á þessu ári en alls eru í dag 536 eignir í eigu sjóðsins og er söluundirbún­ ingur vegna þeirra langt á veg kom­ inn. Markmið sjóðsins er að ljúka við að selja stóran hluta þessara eigna á almennum markaði fyrir árslok og verður gert átak í sölu þeirra á komandi hausti. Um 60 prósent eigna Íbúðalána­ sjóðs eru í útleigu en um þriðjung­ ur íbúðanna er leigður fyrri eig­ endum þeirra. Sjóðnum er heimilt að leigja fólki, sem missir íbúðir sínar í kjölfar vanskila, þær aftur tímabundið til að gefa því ráðrúm til að finna nýtt húsnæði. Tveir þriðju leigjenda sjóðsins hafa verið í þrjú ár eða lengur í íbúðunum. Þeim stendur til boða að kaupa eignirnar, rétt eins og öðrum. Gerðarþolar, þ.e.a.s. þeir sem áttu íbúðina áður, geta þó einungis keypt með láni frá Íbúðalánasjóði að því gefnu að þeir séu ekki í vanskilum við sjóðinn í dag. Fast­ eignasalar annast söluna og verður hagstæðasta tilboði tekið. Allir samningar við leigjendur íbúðanna eru tímabundnir og hafa leigu­ samningar þeirra að undanförnu verið endurnýjaðir að hámarki til sex mánaða í senn. – bb Sögulega lítið um vanskil húsnæðislána Fara þarf tíu ár aftur til að finna jafn góða stöðu húseigenda. Fréttablaðið/Valli DanmÖrK Konum sem ákveða að eignast barn sem rannsóknir hafa leitt í ljós á meðgöngu að sé með Downs­heilkenni fer nú fjölgandi í Danmörku. Frá því að fósturskimun hófst í Danmörku 1970 og fram til 1994 fæddist ekkert barn þar í landi með Downs­heilkenni í kjölfar slíkrar greiningar við skimun. Allar konurnar völdu fóstureyðingu. Á milli 2005 og 2015 hafa fæðst 38 börn með Downs­heilkennið þótt foreldrar hafi vitað af litningagall­ anum þegar á meðgöngu. Af þessum 38 greindust 13 eftir 22. viku með­ göngunnar. Mögulega hafa foreldr­ arnir þá ekki haft val, að því er segir í frétt Kristilega dagblaðsins. – ibs Fleiri velja Downs-börn lÖgreglumÁl Eugene Imotu, þriggja barna föður sem hefur verið hér á landi í þrjú ár, var í gær vísað úr landi. Eugene er frá Nígeríu og hefur búið hér með barnsmóður sinni Reginu. Tvö barna Eugene og Reginu fædd­ ust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn á þriðjudag og fluttur á lögreglustöð. Brottvísuninni var mótmælt við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreif­ anum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er duglegur og metnaðarfull­ ur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ sagði Elísabet við fréttastofu í gær. - ngy Fjölskylduföður vísað úr landi betri upplýsingar eru taldar eiga þátt í að fleiri vilja eignast börn með Downs-heilkenni. 38 börn með Downs-heilkenni hafa fæðst í Danmörku frá árinu 2005 til ársins 2015. 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 f I m m T u D a g u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 7 -2 0 B 0 1 D 2 7 -1 F 7 4 1 D 2 7 -1 E 3 8 1 D 2 7 -1 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.