Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 20
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Það er ánægjulegt að Ísland, ásamt Noregi, skipi þriðja til fjórða sæti yfir ríki heims í rannsókn sem mælir vísitölu félagslegra framfara. Þessi vísitala mælir hve
vel hefur tekist að tryggja velferð og hvaða tækifæri eru
til staðar fyrir íbúana. Árangur allra Norðurlandanna er
tvímælalaust góður. Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að
umburðarlyndi. Mismunun og ofbeldi gagnvart minni-
hlutahópum mælist einna minnst á heimsvísu. Hins vegar
er tvennt sem kemur ekki vel út. Annars vegar reynist
erfitt að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði og hins
vegar eru íslenskir háskólar ekki á meðal þeirra fremstu.
Þetta eru slæmar fréttir inn í framtíðina.
Húsnæðisverð hefur hækkað mikið síðustu misseri, því
eftirspurnin er langt umfram framboð. Sum sveitarfélög
hafa ekki mætt lóðaeftirspurninni og því er mikill hús-
næðisvandi í Reykjavík. Vaxtastigið á Íslandi hefur verið
hærra en í mörgum samanburðarríkjum sökum þess að
íslenska hagkerfið hefur verið þróttmeira en mörg önnur
hagkerfi. Til þess að vinna gegn háu vaxtastigi þurfa pen-
inga- og ríkisfjármálastefnan að ganga í takt. Hagstjórnin
má ekki einungis hvíla á herðum Seðlabankans. Nauðsyn-
legt er að ráðast í skipulagsbreytingar á ríkisrekstrinum
sem miða að því að nýta fjármagnið betur.
Háskólarnir á Íslandi hafa sett sér það markmið að
komast í fremstu röð háskóla á heimvísu. Til að ná þeim
árangri þarf að efla rannsóknir og bjóða upp á framúr-
skarandi kennslu. Að óbreyttu er ekki hægt að ná þeim
árangri, ef litið er til ríkisfjármálaáætlunar til fimm ára.
Staðreyndin er sú að fjárframlögin til háskólastigsins eru
ekki metnaðarfull.
Það er helsta verkefni stjórnvalda að hlúa að þeim kyn-
slóðum sem eru að vaxa úr grasi og tryggja að kjör þeirra
séu með þeim hætti að þær vilji búa á Íslandi. Af þeim
sökum þurfa væntingar um lífskjör að vera sambærilegar
því sem best gerist í heiminum. Það þarf tvennt að koma
til; annars vegar þarf að tryggja það að fólk hafi góðar
væntingar um það að geta komið upp þaki yfir höfuðið
og hins vegar þarf fleiri vel launuð störf fyrir ungt fólk sem
verða best tryggð með þekkingu og nýsköpun.
Í góðum félagsskap í dag –
en hvað svo?
Lilja
Alfreðsdóttir
alþingismaður
Nauðsynlegt
er að ráðast í
skipulags-
breytingar á
ríkisrekstr-
inum sem
miða að því
að nýta
fjármagnið
betur.
Við búum í
góðu sam-
félagi og
ættum að
vera þakklát.
www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is
Yfir 300 vörutegundir
fyrir veitingastaði,
mötuneyti og fyrir þig !
Allt í háaloft
Það er enn einu sinni allt komið
í hnút í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Jón Gunnarsson samgönguráð-
herra vill byggja nýja flugstöð í
Vatnsmýri, þvert ofan í áform
Reykjavíkurborgar um að færa
flugvöllinn af svæðinu. Þingmenn
Viðreisnar brugðust harkalega
við tíðindunum og samráðherra
Jóns í ríkisstjórn, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, lýsti þeirri skoðun
sinni að allt tal um að framtíð
flugvallarins væri í Vatnsmýri
væri sóun á dýrmætum tíma og
peningum. Það er sem sagt allt
komið í háaloft í þessu eilífa flug-
vallarmáli og ef marka má orð
Hönnu Katrínar Friðriksson, þing-
manns Viðreisnar, um að það sé
ekki „öllum gefið að vera lausna-
miðaðir í flóknum“ málum bendir
ekkert til þess að flokkarnir nái
sameiginlegri lendingu í bráð.
Pólitísk ákvörðun
Björgólfur Jóhannesson, forstjóri
Icelandair, sagði í Morgunblaðinu
í gær að á endanum yrði ákvörðun
um staðsetningu flugvallarins alltaf
pólitísk. Hvernig væri að festa í
lög að þegar kæmi að risastórum
ákvörðunum sem vörðuðu hags-
muni til langrar framtíðar væru
stjórnmálamenn skuldbundnir til
að taka ákvörðun í algjöru sam-
ræmi við mat færustu sérfræðinga
þjóðarinnar? Það er reyndar
nánast óhugsandi að stjórnmála-
maður sem legði til minnkað vald
stjórnmálamanna finnist á byggðu
bóli. snaeros@frettabladid.is
Hagvísar eru langt í frá fullkomin leið til að mæla gæði samfélaga. Þvert á móti er blind trú á hagvísa eins og lands-framleiðslu og atvinnuleysi birtingar-mynd af ákveðinni kerfishugsun og þröngsýni.
Hinar ráðandi stéttir og hinar „talandi stéttir“
nota hagvísa og vísitölur ef til vill meira en góðu hófi
gegnir. Þetta eru hins vegar þau tæki sem við höfum til
að lýsa þeim veruleika sem við búum við og gera þau
okkur kleift að bera okkar samfélag saman við önnur.
Við verðum að styðjast við eitthvað annað en heita
pottinn og samtöl við nágrannann. Flestir hagvísar
fyrir Ísland hafa verið mjög jákvæðir undanfarin ár.
Á síðustu árum hefur alþjóðleg vísitala, sem mælir
annað en hagræna þætti, verið að ryðja sér til rúms
sem gott mælitæki á gæði samfélaga. Hér er um að
ræða vísitölu félagslegra framfara (VFF-Social Progress
Index) á vegum Social Progress Imperative stofnunar-
innar. VFF er sett saman úr 50 þáttum sem byggja á
þremur stoðum: Grunnþörfum einstaklingsins, undir-
stöðum velferðar og tækifærum einstaklingsins í sam-
félaginu. Þessi vísitala byggir aðeins á félagslegum og
umhverfislegum þáttum en ekki hagrænum stærðum.
Nýir útreikningar á grundvelli vísitölunnar birtust í
gær fyrir árið 2017 og er Ísland í 3. sæti af 128 þjóðum
þegar kemur að lífsgæðum og styrk samfélagslegra
innviða. Danmörk er í efsta sæti, Finnland kemur þar
á eftir. Ísland deilir 3. sætinu með Noregi og Svíþjóð er
í 8. sæti. Norðurlöndin eru því öll í hópi tíu efstu þjóða
á 2017 listanum.
Samkvæmt vísitölunni er hvergi í heiminum meira
umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum en á
Íslandi. Þátttaka minnihlutahópa í samfélaginu er
mest hér og hvergi er minna um mismunun og ofbeldi
í þeirra garð. Þá skorar Ísland hæst er viðkemur
trúfrelsi og er í 5. sæti þegar kemur að aðgengi að upp-
lýsingum og fjarskiptum. Á Íslandi er netnotkun sú
mesta miðað við höfðatölu eða 98 prósent.
Þegar niðurstöður úr VFF-vísitölunni eru settar
í samhengi við hagræna þætti blasir við býsna góð
mynd. Það er uppgangur í efnahagslífinu hvert sem
litið er enda rífandi hagvöxtur og lítið atvinnuleysi.
Hreyfanleiki vinnuafls er mikill á Íslandi í sögulegu
samhengi sem þýðir að atvinnuleysi verður eiginlega
aldrei óviðráðanlega hátt í niðursveiflu. Félagslegur
hreyfanleiki er líka mikill á Íslandi sem endurspeglar
jöfn tækifæri. Dregið hefur úr ójöfnuði og stéttaskipt-
ing er lítil í samanburði við mörg önnur vestræn ríki.
Við búum í góðu samfélagi og ættum að vera
þakklát. Íslenskt samfélag er hins vegar hvergi nærri
fullkomið. Samkvæmt skýrslu Barnaheilla frá nóvem-
ber í fyrra eiga ellefu prósent fullorðinna á Íslandi á
hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun en
fjórtán prósent barna. Ísland er eina landið á Norður-
löndunum þar sem fleiri börn en fullorðnir búa við
fátækt. Ef svona hátt hlutfall barna býr við fátækt mun
það draga úr félagslegum hreyfanleika þeirra kynslóða
sem munu erfa landið.
Hágæðasamfélag
2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð
SKOÐUN
2
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
6
-E
0
8
0
1
D
2
6
-D
F
4
4
1
D
2
6
-D
E
0
8
1
D
2
6
-D
C
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
0
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K