Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Þegar þjónustufyrirtækið 1819 var stofnað haustið 2014 opnaðist glænýr valkostur fyrir þá sem leita upplýsinga um símanúmer en áður hafði einokun ríkt á markaðnum í tíu ár. „Það tók okkur nokkra mánuði að komast inn á markaðinn en eftir það hefur leiðin legið beint upp á við,“ segir Ágústa Finnbogadóttir, fram- kvæmdastjóri 1819. „Fólk hefur tekið okkur afar vel enda erum við meira en 30 prósentum ódýrari en samkeppnisaðilinn auk þess sem þjónustunúmerið okkar 1819 er opið allan sólarhringinn, 365 daga á ári,“ lýsir Ágústa en enginn annar býður upp á slíka þjónustu. „Fólki þykir það stór kostur enda mikið öryggi í því að fólk geti leitað upp- lýsinga allan sólarhringinn.“ Ekki er aðeins spurt um síma- númer í 1819 heldur koma fyrir- spurnir um allt milli himins og jarðar og oft greiða þjónustufull- trúar 1819 úr ýmsum vandamálum. „Sumir hringja hingað í vanlíðan og við leiðum þá á rétta staði. Oft koma líka upp skemmtileg símtöl með almennum fyrirspurnum um hvort viðkomandi myndi heldur kjósa bernaise- eða piparsósu með lambakjötinu og hvernig best sé að búa til rabarbaragraut. Eitt sinn hringdi maður sem hafði fengið nokkur kíló af kartöflum og vantaði uppskriftir. Við fundum þær fyrir hann og lásum upp,“ segir Ágústa glettin. „Sumir hringja hér inn til að segja okkur að þeir ætli sér að stofna nýjan stjórnmála- flokk og oft er hringt til að tjá sig um daginn og veginn. Hér hefur margsinnis hringt inn fólk og spurt hvort að það sé dagur eða nótt, jafnvel um hábjartan dag.“ Ágústa tekur fram að öllum þessum sím- tölum sé svarað af kurteisi og alúð enda sé ávallt reynt að veita þær upplýsingar sem beðið er um. Ókeypis aukaupplýsingar Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér þjónustunúmer 1819 og upplýsingar á vefnum www.1819.is. Aukalega býður fyrirtækið einstaklingum að bæta upplýsingum við skráningu sína í gagnagrunninum. „Þá skráir fólk sig inn með rafrænum skilríkjum og breytir skráningu sinni sjálft. Þannig getur það bætt við upp- lýsingum á borð við netföng, starfsheiti og fleiri símanúmerum, endurgjaldslaust,“ upplýsir Ágústa. Öflug fyrirtækjaþjónusta Líkt og með einstaklinga geta fyrirtæki skráð aukaupplýsingar í gagnagrunninn á borð við netföng, vefföng, tengingu við samfélags- miðla, opnunartíma, viðbótar- númer/útibú. Allt þetta er frítt. Síðan geta fyrirtækin einnig keypt sérstaka skráningu sem gerir fyrir- tækið sýnilegra á miðlum 1819. „Fyrirtæki geta þannig fengið það sem við köllum vörumerkjasíðu sem inniheldur lógó, auglýsinga- borða, bakgrunnslit, slagorð auk leitarorða sem skipta miklu máli þegar viðskiptavinur leitar upplýsinga. Þjónustuverið gefur upplýsingar um fyrirtækið auk þess sem gríðarlegur fjöldi uppfletta og innlita er á netinu á hverjum degi. Allt þetta skiptir miklu máli og eykur líkur á að fyrirtækið lendi ofarlega í leitarniðurstöðu þegar leitað er eftir tiltekinni þjónustu,“ segir Ágústa og tekur fram að 1819 sé einnig margfalt ódýrara en sam- keppnisaðilinn þegar ofangreind fyrirtækjaþjónusta er borin saman. Nýtt app og Díllinn Nýja 1819 appið inniheldur síma- skrá yfir fólk og fyrirtæki og þaðan er hægt að hringja beint. Þar er einnig að finna hraðvirka leið til vegvísunar ef fólk þarf aðstoð við að rata og svo getur fólk fengið númerabirtingu ef það vill vita hver er að hringja. „Appið er frábær leið til að leita eftir upplýsingum um þjónustu, einstaklinga eða fyrirtæki,“ segir Ágústa en ekkert kostar að hlaða niður appinu. Því fylgja að auki þó nokkur fríðindi. „Díllinn fylgir appinu en með honum er hægt að fá fjölmörg spennandi tilboð með góðum afslætti. Í Dílnum geta fyrirtækin sem eru í þjónustu hjá 1819 boðið upp á ýmis tilboð þeim að kostnaðarlausu,“ segir Ágústa en Díllinn hefur notið mikilla vin- sælda meðal viðskiptavina 1819. Markhópalistar og úthringi verkefni 1819 býður upp á meiri þjónustu. Til dæmis geta fyrirtæki pantað símnúmeralista yfir tiltekna mark- hópa. „Segjum að fyrirtæki sem þjónustar bændur vilji komast í samband við bændur til að gera könnun, þá getum við safnað slíkum lista saman úr skránni okkar. Síðan getur fyrirtækið valið hvort það nýti listann sjálft og hringi út eða hvort það vilji nýta sér þjónustu okkar hjá 1819 um að hringja út í þá sem eru á listanum. Þetta er mikið nýtt til að gera kann- anir og rannsóknir,“ lýsir Ágústa. Fyrirmyndarfyrirtæki af VR 2017 1819 var valið fyrirmyndarfyrir- tæki VR í vor í flokki miðlungs- stórra fyrirtækja en þetta var í fyrsta sinn sem fyrirtækið tók þátt. „Þetta er frábær árangur og góð viðurkenning og sýnir þá ánægju og þann metnað sem sem ríkir bæði hjá stjórnendum og starfs- fólki.“ Hluti af ánægðu starfsfólki 1819 með viðurkenningu VR. “Fólk hefur tekið okkur afar vel enda erum við meira en 30 prósentum ódýrari en samkeppnisaðilinn,” segir Ágústa. MyND/ANToN BRINk Framhald af forsíðu ➛ Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 25% afsláttur af öllum vörur frá ZHENZI og ZE-ZE Vikuna 19. - 24. júní Leiðbeinendur eru: Halla Birgisdóttir fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi, Jónas Þór fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur, Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í., Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. 2 kyNNINGARBLAÐ FÓLk 2 2 . j ú n Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 7 -3 E 5 0 1 D 2 7 -3 D 1 4 1 D 2 7 -3 B D 8 1 D 2 7 -3 A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.