Fréttablaðið - 22.06.2017, Side 36

Fréttablaðið - 22.06.2017, Side 36
Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmark íslenska landsliðsins í fótbolta þegar liðið vann einn stærsta sigur í sögu landsliðsins gegn Króatíu fyrr í þessum mánuði. Hann segir tilfinn- inguna hafa verið ólýsanlega, því þótt hann hafi skorað mörg ágætis mörk á stuttum atvinnumannaferli standi þetta mark klárlega upp úr. „Ég er ekki vanur að fagna mörkum mikið en þarna var klárlega ástæða til þess. Það eru sannarlega forrétt- indi að fá að spila í þessari treyju.“ Hörður, sem leikur með Bristol City í ensku B-deildinni, segist vera rólyndismaður ættaður úr Safamýrinni í Reykjavík en eigi líka rætur að rekja til Akureyrar. „Þegar ég er ekki í boltanum spila ég golf í góðra vina hópi. Einnig hef ég gaman af öðrum íþróttum, t.d. handbolta og körfubolta, og fylgist vel með Olís-deildinni og NBA. Auk þess nýt ég mín í náttúrunni.“ Hann lýsir fatastíl sínum sem frekar afslöppuðum. „Mér finnst fínt að vera í þægilegum fatnaði en þegar maður gerir sig til fyrir æfingar, leiki og aðra viðburði þá klæðir maður sig upp. Ég fæ helst innblástur frá Dönum og Ítölum. Bretarnir eru oft flottir en annars er kærastan mjög dugleg að klæða mig upp sem er mikill plús fyrir mig. Það má segja að tískuáhugi minn hafi byrjað þegar ég flutti út árið 2011. Þá hætti ég þessari íslensku bylgju og fór að búa til minn eigin stíl. Áhuginn hefur svo þróast með árunum á alls konar stílum. Utan þess safna ég fótbolta- treyjum frægra leikmanna sem ég hef spilað móti gegnum árin.“ Hvernig fylgist þú með tískunni? Helst gegnum Instagram og Pinterest sem eru áhugaverðir miðlar fyrir tísku. Svo er klæða- burður félaganna í landsliðinu oft áhugaverður með öllu því sem honum viðkemur. Áttu uppáhaldsverslanir? Hér heima mæli ég eindregið með vinum mínum í Suit Up. Erlendis er það helst Selfridge sem býður upp á alls konar klæðnað, bæði ódýr föt og auðvitað aðeins dýrari klæðnað. Áttu uppáhaldshönnuð? Ég á ekki beint uppáhaldshönnuð en það er einn ítalskur hönnuður sem ég fylgist mikið með og kaupi föt af. Áttu uppáhaldsflík? Ég er mikill jakkamaður og finnst þægilegt að ganga í frökkum. Mér finnst líka voðalega notalegt að vera í góðum pólóbol þegar það á við. Skórnir eru líka mjög mikilvægir þegar það kemur að heildarútlitinu. Bestu og verstu kaupin? Peysur sem minnka eru gjörsamlega óþol- andi. Auðvitað er stundum hægt að koma í veg fyrir það en þetta snýst allt um gæðin. Þegar buxur og peysur hnökra þá get ég orðið vel pirraður. Bestu kaupin eru eiginlega nýjustu fötin hverju sinni, er það ekki alltaf þannig? Notar þú fylgihluti? Úrið skiptir miklu máli og sokkar. Ég hef gaman af því að vera með alls konar derhúfur, hvort sem það er New Era eða Mich- ell and Ness eða eitthvað í þeim dúr. Hvað er fram undan hjá þér í sumar? Ég ætla að njóta lífsins hér á Íslandi fram að æfingabúðum hjá Bristol City. Markmiðið er að skoða ýmsa staði á Íslandi sem ég hef ekki séð áður. Þótt Safamýrin skarti sínu fegursta hér á landi þá eru margir aðrir fallegir. Afslappaður markaskorari Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon kláraði Króata fyrr í júní- mánuði við mikinn fögnuð landsmanna. Hann lýsir fatastíl sínum sem frekar afslöppuðum og finnst fínt að klæðast þægilegum fatnaði. Nokkrar góðar fótboltatreyjur úr safninu Hörður hefur safnað fótboltatreyjum með leikmönnum sem hann hefur spilað með og á móti undanfarin ár. „Fyrsta treyjan frá vinstri er frá Kevin- Prince Boateng, Seydou Keita á næstu treyju, svo Mario okkar Mandzukic og svo Michael Essien. Uppáhaldstreyjan mín er Totti treyjan en hana fékk ég frá dómara í Seríu A sem dæmdi leik hjá Roma. Íslenska landsliðs- treyjan er frá Króatíu leiknum og Paul Pogba treyjuna fékk ég þegar við spiluðum saman hjá Juventus. Buffon treyjuna fékk ég þegar ég mætti Juventus og síðust er Paulo Dybala treyjan frá því ég mætti Palermo.” Francesco Totti, fyrirliði AS Roma, lagði skóna á hilluna í vor. Hörður nældi sér í eitt par enda heldur hann mikið upp á kappann. Hörður Björgvin klæðist hér buxum frá Suit Up og þægilegum skóm frá Kenzo. MYNDIR/EYÞÓR Ég er ekki vanur að fagna mörkum mikið en þarna var klárlega ástæða til þess. Það eru sannarlega forréttindi að fá að spila í þessari treyju. Hörður Björgvin Magnússon 365.is Sími 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag*9.990 kr. á mánuði *9.990.- á mánuði. Starri Freyr Jónsson starri@365.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . J ú n Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 7 -1 1 E 0 1 D 2 7 -1 0 A 4 1 D 2 7 -0 F 6 8 1 D 2 7 -0 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.