Fréttablaðið - 22.06.2017, Síða 40

Fréttablaðið - 22.06.2017, Síða 40
ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum ... allt sem þú þarft Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu Bókin gengur út á að upp-fræða og skemmta. Þetta er ekkert djók samt, bókin er upplýsandi en ekki þurr fræði- bók,“ útskýrir Heiðrún Ólafs- dóttir, skáld og annar höfunda nýútkominnar bókar sem kallast Why are Icelanders so Happy? Eða Af hverju eru Íslendingar svona hamingjusamir? Bókin geymir lykilinn að íslenskri hamingju en Hrefna Guðmundsdóttir félagssálfræð- ingur er meðhöfundur Heið- rúnar. Þær ætla bókina erlendum ferðamönnum sem vilja kynn- ast fólkinu sem byggir kalt og hrjóstrugt land en skorar þrátt fyrir það hátt í hamingjurann- sóknum World Happiness report. „Hamingjan er Hrefnu hjartans mál og hún hefur stúderað hamingjufræði og jákvæða sál- fræði í mörg ár. Íslendingar eru í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðir heims og Hrefna sagði eitt sinn við mig í hálfkæringi að þeim upplýsingum þyrfti að koma til ferðamanna. Ég greip það á lofti en eftir að hafa unnið í ferðaþjónustunni í mörg ár veit ég að ferðamönnum finnst yfir- Kenna ferðamönnum á íslenska hamingju Af hverju eru Íslendingar svona hamingjusamir? Þær Heiðrún Ólafsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir hafa gefið út bók fyrir ferðamenn sem geymir lykilinn að íslenskri hamingju. Heiðrún Ólafsdóttir skáld og Hrefna Guðmundsdóttir félagssálfræðingur hafa gefið út bók fyrir erlenda ferðamenn sem geymir lykilinn að hamingju Íslend- inga. mynd/Anton BrinK leitt fólkið sjálft áhugaverðast við Ísland. Þó að Gullfoss og Geysir standi alltaf fyrir sínu þá er það fólkið sem skorar hæst,“ segir Heiðrún. „Við vinnum bókina út frá niðurstöðum hamingjurann- sókna á vegum World Happiness report og því hvað geri það að verkum að Íslendingar eru svona hamingjusamir þegar kemur að mismunandi þáttum, eins og peningum, náttúrunni og fleiru. Við pælum í samfélagsgerðinni og brjótum bókina upp með til- vitnunum í venjulega Íslendinga á aldrinum fjórtán og upp í nírætt. Við köllum þá sérfræðinga í hamingju en við fengum þau til að svara spurningum um það hvað geri þau hamingjusöm. Í bókinni eru einnig hamingju- aukandi æfingar og hægt að grípa niður í hana hvar sem er. Þetta er holl lesning,“ segir Heiðrún. En hvernig stendur á þessari hamingju smáþjóðar á úfnu skeri norður í úthafi? „Íslendingar virðast vera stað- fastir í hamingjunni. Þegar fjár- málahrunið reið yfir lækkuðum við niður um 0,1 prósent og ég held að við höfum aldrei farið niður fyrir áttunda sætið yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Við Hrefna veltum því upp hvort það að búa við ótrygga náttúru og óútreiknanlegt veður geri okkur betur í stakk búin til að takast á við óvænt áföll. Að það sem við lítum alla jafna á sem neikvætt sé jafnvel það sem geri okkur hamingjusöm,“ segir Heiðrún. „Þetta er skemmtilegt efni sem alltaf verður hægt að bæta við en svona rannsóknir eru gerðar annað hvert ár og þá koma nýjar upplýsingar fram. Það er mikið að gerast í þessum fræðum. Við höfum reyndar fengið mikil við- brögð frá Íslendingum sem skilja ekkert í því af hverju við gefum bókina ekki líka út á íslensku. Bókin virðist höfða sterkt til fólks sem vill ekki lesa þurra fræðitexta um hamingjuna og vill heldur skemmtilegri sýn. Við ætlum okkur auðvitað að sigra heiminn með þessari bók og þýða hana á öll helstu tungumál veraldarinn- ar,“ segir Heiðrún. Bókin sé einn- ig skemmtileg viðbót í ferðabóka- flóruna. „Hún passar líka ofsalega vel í jakkafatavasa og handtöskur þeirra sem fara mikið á fundi í útlöndum og er tilvalin gjöf.“ Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 4 KynninGArBLAÐ 2 2 . j ú n Í 2 0 1 7 F i m mt U dAG U r 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 6 -E A 6 0 1 D 2 6 -E 9 2 4 1 D 2 6 -E 7 E 8 1 D 2 6 -E 6 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.