Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2017, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 22.06.2017, Qupperneq 56
Nýjasti atvinnumaðurinn sýndi hvers hann er megnugur Alvöru frammistaða Tryggvi Snær Hlinason, sem skrifaði á dögunum undir fjögurra ára samning við Spánarmeistara Valencia, átti mjög góðan leik þegar íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann sigur á Finnum, 75-60, í lokaleik sínum á æfingamóti hér á landi. Tryggvi skoraði 17 stig í leiknum, tók 11 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og varði fimm skot. Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Fréttablaðið/ernir handbolti „Enginn vina minna trúði mér er ég sagðist vera að koma heim. Þeir sögðust ekki trúa því fyrr en þeir myndu lesa það á Vísi,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson sem samdi til tveggja ára við ÍBV í gær. Tíðindin komu mörgum á óvart enda er Aron Rafn aðeins 27 ára gamall og fram undan ættu að vera hans bestu ár í atvinnumennsk- unni. Hann er uppalinn í Haukum, fór svo til Guif í Svíþjóð og þaðan til Álaborgar í Danmörku. Síðustu misseri hefur hann svo spilað með Bietigheim í Þýskalandi. „Ég heyrði frá ÍBV er liðið datt úr úrslitakeppninni í apríl. Þá vorum við í Bietighem í bullandi séns að komast upp. Ef við hefðum farið upp þá ætlaði ég klárlega að vera áfram. Það var mikið svekkelsi að komast ekki upp og þá var ég kom- inn með svolítinn leiða á handbolta en það kviknaði neisti aftur er ég kom til móts við landsliðið. Þá var Millilending á ferli Arons Rafns Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er kominn aftur heim úr atvinnumennsku á besta aldri. Hann samdi til tveggja ára við ÍBV en hugurinn stefnir síðan aftur út eftir þessa millilendingu í Eyjum. 19.30 travelers Champ. Golfstöðin inkasso-deildin 19.15 HK - Ír 19.15 Fram - Grótta Í dag Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is gaman á ný,“ segir Aron og bætir við að háttalag félaga sinna í þýska lið- inu hafi verið afar sérstakt og engu líkara en þeir vildu ekki komast upp í úrvalsdeild. Gott að endurstilla sig „Ég er bara feginn að koma heim í tvö ár og endurstilla mig aðeins. Ég verð svo tilbúinn að fara út aftur. Ég er enn ungur og ekkert að því að koma aðeins heim. Ég hugsa þetta því sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnu- mennskuna upp á bátinn. Þetta er sérstakt en ég er mjög ánægður með hvernig þetta endaði allt saman.“ Aron átti ár eftir af samningi sínum við þýska félagið en félagið samþykkti að rifta samningnum við markvörðinn án vandkvæða. Honum var því frjálst að semja við hvaða félag sem er. „Það er líka gaman að Stephen Nielsen verði áfram í ÍBV. Úti var ég með ungan peyja með mér sem kom bara inn til að reyna við víti. Það skipti ekki máli hvernig ég spil- aði þó svo ég spilaði heilt yfir mjög vel. Inn á milli komu slakir leikir en þjálfarinn beið bara eftir því að ég færi í gang. Ég fékk aldrei spark í rassinn og það verður gaman að spila með Stephen,“ segir Aron Rafn en hann ræddi ekki við nein önnur félög hér heima. Björgvin Páll Gúst- avsson var búinn að semja við hans gamla félag, Hauka, og þar eru fleiri góðir markverðir. Það var því lítið fyrir Aron að gera þar. „Þeir eru með hörkumarkmenn. Ég hugsa ég fái samt símtal fljótlega frá Þorgeiri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka. Hann vill aldrei missa sína menn.“ Aron stefnir að því að flytja til Eyja seinnipartinn í næsta mánuði og er spenntur fyrir því að búa í Eyjum. „Ég hlakka til eftir ferðalagið í Evr- ópu. Ég held að sé fínt að vera þar. Ég hef eingöngu komið þangað á Þjóðhátíð og íþróttamót. Við byrj- um að æfa í lok júlí og þá verð ég hafa komið mér fyrir,“ segir mark- vörðurinn stóri en hann er enn eitt stóra nafnið sem kemur heim fyrir næstu leiktíð og óhætt að segja að deildin hafi ekki verið eins sterk í fjöldamörg ár. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég var til í að koma heim. Maður les nánast í hverri viku um ein- hvern sem er að koma heim. Þetta er virkilega spennandi og ég held að deildin eigi eftir að verða hrikalega skemmtileg. Það verður gaman að taka þátt í því. Þetta verður geggj- að.“ henry@frettabladid.is Ég hugsa þetta sem millilendingu áður en ég fer aftur út. Ég hef ekki gefið atvinnumennskuna upp á bátinn. Aron Rafn Eðvarðsson PEDERSEN AfTuR TIl VAlS Toppliði Vals í Pepsi-deild karla hefur borist mikill liðs- styrkur en danski framherjinn Patrick Pedersen hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið. Pedersen, sem er 25 ára, þekkir vel til hjá Val en hann lék 47 leiki með liðinu á árunum 2013-15 og skor- aði 28 mörk. Sumarið 2015 skoraði Pedersen 13 mörk fyrir Val í Pepsi- deildinni og fékk gullskóinn. Sama sumar varð hann bikarmeistari með Val. Pedersen getur byrjað að spila með Val þegar félagaskipta- glugginn opnast um miðjan júlí. SNoRRI STEINN Á HEIMlEIð Snorri Steinn Guðjónsson verður spilandi þjálfari Íslands- og bikar- meistara Vals á næsta tímabili samkvæmt heimildum frétta- blaðsins. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnars- son verði báðir áfram í þjálfara- teymi Vals hefur ekki fengist staðfest. Þá er skyttan öfluga Árni Þór Sigtryggsson einnig á leiðinni á Hlíðarenda en hann hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi síðan 2010. Valsmenn hafa ekki staðfest félaga- skiptin og halda spilunum enn þétt að sér. Búist er við að tilkynnt verði um komu Snorra Steins og Árna á blaða- mannafundi í júnílok þegar Snorri Steinn kemur heim frá frakk- landi þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár. Haha litla Olís-veislan næsta vetur. Frábært fyrir deildina að fá Snorra, Árna Þór, Aron Rafn, Bjögga og Bjögga, Bjarka Má, Magnús Óla o.fl. Ásgeir Jónsson @sonurjons ATlI æVAR EfTIRSÓTTuR Samkvæmt heimildum frétta- blaðsins er línu- maðurinn Atli ævar Ingólfs- son á heimleið. Atli, sem er 29 ára, hefur spilað erlendis síðan 2012, fyrst í Danmörku og svo í Svíþjóð þar sem hann lék með Eskilstuna Guif og Sävehof. Atli var valinn í úrvalslið sænsku deildarinnar á þarsíðasta tímabili. Atli er uppal- inn hjá Þór en gekk í raðir HK 2009 og varð Íslandsmeistari með liðinu þremur árum síðar. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins hafa ÍBV og Selfoss mikinn áhuga á að klófesta þennan öfluga línumann sem hefur leikið níu A-landsleiki. Þráinn orri Jónsson, línumaður Gróttu, ku einnig vera eftirsóttur af sterkustu liðum deildarinnar. 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F i M M t U d a G U R32 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð SpORt 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 7 -1 1 E 0 1 D 2 7 -1 0 A 4 1 D 2 7 -0 F 6 8 1 D 2 7 -0 E 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.