Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 64
Finnski harmóníkuleikarinn Tatu Kantomaa setti lit á íslenskt tón- listarlíf um tólf ára skeið fyrir 2008 en hvarf þá til nyrstu slóða Finn- lands. Nú er hann á landinu og spilar í Hörpu í kvöld undir merki Arctic Concerts. „Það er eigin tón- list sem ég ætla að leika,“ upplýsir hann. „Ég hef samið talsvert undan- farin ár, einkum fyrir nútímasirkus, danssýningar og leikhús. Sumir segja þá tónlist undir áhrifum af franskri harmóníkutónlist og argentínskum tangó, hún verður í fyrri hluta dag- skrárinnar og í síðari hlutanum eru lög sem tengjast mínu heimasvæði, Lapplandi.“ Tatu býr í borginni Rovaniemi, rétt norðan við heimskautsbaug. „Þetta er jólasveinabær með í kringum 30-40 þúsund manns. Skógur alls staðar í kring og litlir bæir líka. Ég kenni í tónlistarskóla, spila í sirkus, leikhúsi og víðar þar sem vantar tón- list,“ lýsir hann glaðlega. Tatu kom með nýjan tón í harmóníkumenninguna á Íslandi, hélt tónleika um allt land, lék með íslenskum tónlistarmönnum og kenndi í skólum. Var í hljómsveit- inni Rússíbönum og lék í leikhúsum, meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Cyrano og Édith Piaf í Þjóðleikhús- inu. Hann talar svo góða íslensku að maður gleymir strax að hann er útlendingur. „Ég var rúm tólf ár á Íslandi, svo ég hafði góðan tíma til að læra,“ segir hann. Hann kveðst hafa lært á harmón- íku í tvö ár í Hannover en þá verið búinn að læra í fimmtán ár heima. Skyldi harmóníkan vera sterk í Finn- landi? „Það eru margir sem spila á harmóníku ég get samt ekki sagt að hún sé vinsælt hljóðfæri í dag, en hún var það, eins og á Íslandi.“ – gun Tatu með eigin tónlist í farteskinu Tatu hefur síðustu ár einbeitt sér að eigin tónsmíðum. Blessuð! Þetta er full-komin tímasetning fyrir símaviðtal. Við vorum að klára fyrstu æfingu dagsins og næsta byrjar eftir sautján mínútur.“ Þannig byrjar píanósnillingurinn Víkingur Heiðar samtal um tónlist- arhátíð sína Reykjavík Midsummer Music sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudagskvöld. Hann er maður sem nýtir tíma sinn vel, er nýlentur eftir flug frá Leipzig og æfir stíft milli þess sem hann tekur á móti erlendu gestunum sem ætla að spila með honum næstu kvöldin. Á opnunartónleikunum í Hörpu í kvöld munu litrík kammerverk tónskáldanna Mozart, Pärt og Stra- vinsky fléttast saman og Víkingur Heiðar segir flytjendurna vera heimslið strengjaleikara hans kyn- slóðar. Hvernig fer hann að því að fá þá hingað? „Þetta er fólk sem ég hef unnið með erlendis. Sumt af því er að koma í fyrsta sinn til Íslands og það er ekki af því að það hafi ekki verið beðið áður. „Ég þekki það allt, margt af því er vinir innbyrðis og þar er skemmtileg stemning. Allt stjörnur. Hljóðfærin eru líka öll metfé en þau eru þögul út af fyrir sig, þetta fólk er með þau af því það hefur unnið til þess.“ Þetta er sjötta hátíðin sem Víking- ur Heiðar heldur og hann segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa. „Mér finnst bara óraunverulegt að það sé að gerast hér á Íslandi að átta eftir- sóttustu einleikarar yngri kynslóð- arinnar í klassíska heiminum séu að koma á mína litlu hátíð í Hörpu og ég er svo þakklátur fyrir það.“ Dagskráin er á vefnum reykja- vikmidsummermusic.com. Hún er litrík og er ýmist flutt í Norður- ljósum í Hörpu eða Mengi á Óðins- götu. Í Mengi mun lengsti strengja- kvartett sem saminn hefur verið, 5 klukkustundir Feldmans, hljóma á sunnudag. „Skrítnasta verkið,“ segir Víkingur Heiðar. „Að hlusta á það er tækifæri sem fólki býðst kannski bara einu sinni á ævinni. Ég hef spilað annað verk eftir Feldman og fyrsti hálftíminn var frekar lengi að líða, annar miklu fljótari og sá þriðji var eins og augnablik. Það gerist eitt- hvað inni í svona geggjuðum hljóð- heimi. Þeir sem sitja alla tónleikana fá verðlaun, en það má líka alveg ganga út og inn. Þema hátíðarinnar er frelsi. Ég bað íslenska strokkvart- ettinn Sigga að taka verkið að sér og hann sagði já. Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna og stemningin er jákvæð.“ En sefur Víkingur Heiðar ekki í viku eftir svona álagstíma? „Nei, nefnilega ekki, ég missi meira að segja af lokapartíinu því klukkan sjö á mánudagsmorgun fer ég út til Noregs að spila á nýrri tónlistarhá- tíð í Vestfold með Leif Ove Andsnes, þekktasta og flottasta píanóleikara Norðurlanda. Þú mátt bara ekki minna mig á hvað þetta er mikið brjálæði, það er best að hugsa ekki um það heldur taka það sem æfingu í að lifa í núinu.“ Hátíðin er leikvöllur hugmyndanna Reykjavík Midsummer Music, hátíð Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara, hefst í kvöld og skartar flottum lista - mönnum og forvitnilegum verkum. „Tíminn líður svo hratt, það er ótrúlegt að aftur séu komnar sumarsólstöður,“ segir Víkingur Heiðar. FréTTablaðið/Eyþór Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is MéR finnst baRa ÓRaunVeRulegt að það sé að geRast HéR á Íslandi að átta eftiRsÓtt- ustu einleikaRaR yngRi kynslÓðaRinnaR Í klassÍska HeiMinuM séu að koMa á MÍna litlu HátÍð Í HöRpu og ég eR sVo þakklátuR fyRiR það. L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi - Fæst í apótekum - Hunangsplástur og sárakrem með hunangi. Hentar á allar tegundir sára. Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár. Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur. www.wh.is 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R40 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð menning 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 6 -F 9 3 0 1 D 2 6 -F 7 F 4 1 D 2 6 -F 6 B 8 1 D 2 6 -F 5 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.