Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2016, Page 11

Ægir - 01.04.2016, Page 11
11 fyrir soðninguna en ef lands- menn fengju fiskinn á sama verði og útgerðin. „Krafa okkar er að þeir sem ráða yfir veiði- heimildunum greiði sama verð fyrir fiskinn og aðrir fiskverk- endur. Þeir geta eftir sem áður haft ráðstöfunarréttinn yfir afl- anum en þeir eiga að greiða markaðsverð fyrir fiskinn.“ Meiri harka Árni segir samskipti útgerða við sjómenn einkennast af meiri hörku en áður. Hann bendir á að með tæknibreytingum síð- ustu áratuga hafi störfum sjó- manna snarfækkað og að mest fækkun hafi orðið um borð í uppsjávarskipum. „Á árum áður komu meðal- skipin með um 500 lestir af uppsjávarfiski eftir hverja ferð og þá voru 12-14 manns á hverju skipi og allir höfðu það þokkalega gott. Í dag kemur eitt skip með átta mönnum með sama afla að landi og 6 skip með 70 til 80 mönnum um borð gerðu áður. Ég neita því ekki að laun í uppsjávarveiðum hafa verið mjög góð og hvergi betri en einmitt þar. Samt er erfitt að skilja gríðarlega hörku útgerðanna sem vilja sífellt vera að fækka í áhöfnum. Maður myndi skilja þetta betur ef reksturinn væri á heljarþröm- inni en svo er alls ekki.“ Aðspurður um brýnustu verkefni stéttarfélaga skip- stjórnarmanna segir Árni þau vera að koma samskiptum út- gerða og stéttarfélaga sjó- manna á svipað stig og hjá öðr- um starfsstéttum í landinu. „Útgerðarmenn gera engar rósir án sjómanna og sjómenn væru fljótir að daga uppi ef það væru engar útgerðir. Þess vegna eiga menn að standa saman,“ segir Árni Bjarnason um leið og hann sendir sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra sínar bestu kveðjur á sjómanna- daginn. www.matis.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5- 20 76 Hugsaðu inn í boxið ... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta. Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir ölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. „Krafa okkar er að þeir sem ráða yfir veiðiheimildunum greiði sama verð fyrir fiskinn og aðrir fiskverkendur. Þeir geta eftir sem áður haft ráðstöfunarréttinn yfir aflanum en þeir eiga að greiða markaðsverð fyr- ir fiskinn,“ segir Árni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.