Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2016, Side 15

Ægir - 01.04.2016, Side 15
15 Ein í net á nóttu keyptum við okkur annan bát til að hafa lifibrauð af þessu, eins og við höfðum gert áður. Þá gat maður áfram róið í rúma þrjá mánuði, eða 100 daga. Nú styttist þetta bara allt saman. “ Minni veiði ekki skilað hærra afurðaverði Páll segir að auk þessa hafi ver- ið sett lengdarmörk á netin. „Menn fella netin sín mislöng. Við höfum alltaf fellt netin okk- ar frekar löng og erum nú að róa með 153 net, sem gerir sjö og hálfan kílómetra en það er skammturinn sem fylgir leyfinu. Það er alveg af og frá að hægt sé að lifa af þessu lengur. Ein- staka bátur er að fiska ágætlega þennan tíma, en heilt yfir er þetta ekki nóg. Markaðurinn hefur líka dregist saman og Grænlendingar eru farnir að veiða meira. Þar eru boðin hrogn á lægra verði enda fá þeir lítið fyrir að veiða þetta en kostnaður við veiðarnar er lítill. Þeir eru á þessu á smá skektum með utanborðsmótor og með fá net en mokfiska í þau. Við Íslendingar höfum verið að reyna að draga úr veiðum vegna samdráttar á mörkuðum með fækkun neta og styttingu veiðitímans en það hefur ekki skilað sér í hækkuðu verði. Það eru ekki allir sammála um að- ferðina við þetta,“ sagði Páll Að- alsteinsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.