Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2016, Side 24

Ægir - 01.04.2016, Side 24
24 einn af elstu geirfuglunum í þessu, en þróunin hafi verið sú að að honum safnist frekar ung- ir strákar. Þeir eldist svo reyndar eins og aðrir. Sumir skipstjórar eru sagðir mikil hörkutól og liggja gjarnan í brúargluggan- um með mikil læti. Hilmar er ekki einn af þeim. „Það hefur verið mín skoðun að það hafist ekki allt með ein- hverjum öskrum og látum. Það er ekki minn stíll. Maður lærði mikið í mannlegum samskipt- um í fragtsiglingunum. Þegar ég var bátsmaður þurfti maður að vera svolítið „dipló“, sigla milli skers og báru milli undir- og yfirmanna. Þá lærði maður fljótt hvernig maður átti að stjórna og ég hef haldið mig við það. Það hefur bara gengið vel, held ég. Nú eru menn líka orðn- ir talstöðvartengdir á dekkinu svo maður getur talað inn í hjálminn hjá þeim ef þörf er á þegar trollið er tekið og látið fara. Eins geta þeir komið skila- boðum upp í brú ef eitthvað er að. Þannig er hægt að tala ró- lega við hvern og einn.“ Breytt vaktkerfi Ferillinn hjá Hilmari hefur verið stórslysalaus. Hann hefur aldrei misst mann, en hefur einu sinni fengið slæmt brot á skipið. „Brotið kom á fyrsta Gnúpinn sem ég var með. Hann skemmdist talsvert við það en enginn slasaðist alvarlega. Auð- vitað verða alltaf einhver smá- slys um borð eins og gengur,“ segir hann. Þegar talið berst að vinnu- álagi um borð segir Hilmar að skipið sé með nægan kvóta til þess að unnið sé allan sólar- hringinn. „Fyrir þremur árum skiptum við um vaktakerfi úr sex og sex í þrjár átta tíma vakt- ir. Vaktirnar eru því rúllandi og menn ekki alltaf á sömu vakt- inni. Það líkar öllum betur því þá ná menn lengri samfelldum svefni og geta nýtt eina frívakt að hluta til að gera eitthvað fyr- ir sjálfa sig. Það er mjög sjald- gæft að staðnar séu frívaktir eins og oft var. Þetta gengur allt jafnar fyrir sig. Við þetta fækkaði líka slysum og óhöpp- um því þau verða flest í kring- um vaktaskiptin. Nú er búið að taka þetta kerfi upp á flestum togurum. Þetta er því allt orðið mannúðlegra en áður og að- staðan fyrir mannskap er al- mennt mjög góð, sérstaklega í nýjustu skipunum.“ Allt annar aðbúnaður Hilmar segir að þegar hann var að byrja á sjó hafi stundum að- eins verið eitt klósett um borð, stundum bara ein fata! „Nú liggur við að þetta sé eins og á hóteli. Ein veigamesta breytingin er þegar áhöfnin fór að geta haft regluleg samskipti við fjölskylduna í landi. Nú eru skipin nettengd og menn nota bara sinn síma og sína tölvu í gegnum gervihnött til að hafa samband í land, til dæmis á Facebook. Ég hef verið að lesa bréf frá pabba til mömmu á sín- um tíma og 1951 þurfti að senda bréf með öðrum bát frá Raufarhöfn til Siglufjarðar, því ekkert pósthús var á Raufar- höfn. Þá var þetta bréf hálfan mánuð á leiðinni. Nú senda menn tölvupóst utan af sjó, sem kominn er samstundis á áfangastað, hvar sem í heimin- um. Þegar ég var að byrja á síld- inni 1966 var eina leiðin til hafa samband heim að nýta sím- stöðvarnar á þeim stöðum sem komið var í land. Mig minnir að á Seyðisfriði hafi verið þrír síma- klefar. Þá pantaði maður símtal og beið svo í einhverja klukku- tíma eftir að röðin kæmi að manni. Þetta er mesta breyting- in til að létta mönnum lífið um borð, að geta verið beintengdir við fjölskylduna, geta verið inni á samskiptamiðlunum og horft á sjónvarp.“ Samningslausir í fimm ár Sjómenn eru nú búnir að vera samningslausir í fimm ár og það þykir Hilmar ótækt, því margt liggur þar fyrir. „Ég efast um að aðrar stéttir myndu láta það ganga yfir sig og í gegnum tíðina man ég í reynd ekki eftir nema kannski tveimur samningum sem við höfum gert. Við höfum alltaf fengið á okkur lög. Það hefur gengið mjög illa að semja eins og venjulegir launþegar við at- vinnurekendur. Það er reyndar eitthvað að þokast núna, heyrir maður.“ En um hvað semja sjómenn og útvegsmenn sín á milli, þar sem laun sjómanna ráðast af hlutaskiptum? Þeir fá ákveðið hlutfall af verðmæti aflans sem laun. En fleira kemur til eins og Hilmar útskýrir. „Það er verið að tala um breytt hlutaskipti í sumum til- fellum. Útgerðin vill lækka hlut- inn. Ef við svo förum aftur í olíu- kreppuna sem var 1984, kom inn ákvæði um að áhöfnin tæki þátt í olíukostnaði. Það hefur haldið sér algjörlega síðan og svarar til 28% af óskiptum afla. Ég held að nú séu ansi margir útgerðarmenn á frírri olíu vegna framlags sjómanna, sér- staklega á línuskipum sem eyða lítilli olíu. Það er einnig talað um fækkun í áhöfn á uppsjávar- skipum og ísfiskskipum en ekki frystitogurum þar sem frekar er talað um fjölgun í áhöfn sam- hliða meiri fullvinnslu,“ segir Hilmar. Það er fróðlegt að heyra hvað Hilmar hefur að segja um þær miklu breytingar, sem orð- ið hafa á löngum ferli hans. Að- búnaður sjómanna og aðstæð- ur eru nú allt aðrar en áður fyrr. Það er vel að þeim búið á flest- an hátt, þótt áralangt samn- ingsleysi varpi þar nokkrum skugga á. En það er eitt sem aldrei breytist eða þannig, að allt er í heiminum hverfult. Náttúran breytist, fiskigengdin breytist. Sjómennskan verður alla tíð háð duttlungum náttúr- unnar, en hin síðari ár hefur mönnum tekist vel að laga sig að þeim breytingum sem óhjá- kvæmilega verða. Ferill Hilmars er gott dæmi um það. Skrúfupressur og stimpilpressur Lofthreinsibúnaður Loftkútar - Loftsíur Lofttengibúnaður Loftþurrkarar ■ Ýmsar stærðir og gerðir ■ Einstaklega hljóðlátar ■ Þýsk gæði Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð „Þessir exelgaurar sem ég kalla svo, sem stjórna þessu, þekkja ekki þetta ástand sem var hér áður. Það er málið.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.