Morgunblaðið - 09.01.2017, Page 13

Morgunblaðið - 09.01.2017, Page 13
viðskiptavinanna, stjórnendur vinna úr þeim upplýsingunum og velja þær hugmyndir sem þeir álíta að muni skila fyrirtækinu mestum gróða. Þetta snýst auðvitað alltaf um það að lokum,“ segir Logi og hlær. „Þeir koma síðan með hug- myndirnar til okkar forritaranna, sem greinum hve mikinn tíma og marga forritara þarf í hvert verkefni og ef við fáum grænt ljós byrjum við að þróa forritið.“ Úr gítarnum í tölvurnar „Ég er alveg rosalega ánægður að vera kominn í þennan nýja vinnu- hóp. Ég er að vinna með alveg gríðarlega kláru fólki og ég læri hell- ing af því, sem er frábært. Við erum þrír forritarar og einn yfirmaður og ég er eini karlmaðurinn, sem er mjög óvenjulegt fyrir forritaraheim- inn sem er mikill karlaheimur. For- ritið sem við viðhöldum er spjall- forrit, sem er næstmest notaða forritið í Bloomberg-heiminum. Hver sem er með áskrift getur notað það og sömuleiðis starfsmenn. Aðal- aðdráttarafl forritsins er að í Bloom- berg-kerfinu kemur saman allt fólk- ið í alþjóðlega fjármálaheiminum, og í gegnum þetta forrit spjallar það saman og finnur kaupendur og selj- endur. Þarna eru allir.“ En Logi hafði alls ekki alltaf ætlað sér að verða forritari. Hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum og var á sama tíma í Tónlistarskóla Sigursveins að læra á klassískan gítar, sem hann ætlaði að leggja fyrir sig. „Á meðan ég kláraði tón- listarskólann þurfti ég að vinna fyrir mér og var svo heppinn að fá starf hjá forritunarfyrirtækinu Oz árið 1997. Þar var ég í gæðastjórnunar- hópi sem var látinn reyna forritin. Það var ótrúleg upplifun að vinna þar og kynnast öllu þessu klára fólki. Ég ákvað að fara í tölvunarfræði í háskóla sem heitir Western Ken- tucky University þar sem pabbi minn, Bragi Jósepsson, kenndi fé- lagsfræði nokkrum árum áður en ég fæddist.“ Í háskólanum kynntist Logi eiginkonu sinni, Juliu Oleinik, sem er frá Kasakstan og vinnur núna hjá UNICEF. Þau eiga börnin Emil og Milu, sem eru fimm og tveggja ára. Gerir vel við sitt fólk „Eftir útskrift kom ég til New York að leita mér að vinnu og ég fékk hálfrar milljónar króna yfir- drátt hjá Landsbankanum til að lifa á. Ég sótti um á mörgum stöðum og rétt áður en peningarnir voru búnir fékk ég tilboð frá einu íslensku fyr- irtæki og frá Bloomberg. Aðal- ástæðan fyrir því að ég valdi Bloom- berg var sú að það bauð miklu hærra kaup.“ Logi segir að Bloomberg hafi ekki verið orðið jafn vinsælt árið 2001 og það er í dag. „Vinsælustu fyrirtækin meðal forritara í dag eru fyrirtæki eins og Microsoft, Google og Facebook, og Bloomberg er þar á meðal. Og ég skil það. Ég hef náttúrulega bara unnið hér en umhverfið er frábært og Bloomberg gerir vel við sitt fólk; starfið er vel launað, það eru góðar heilsutryggingar og ýmis hlunnindi. Það er reyndar ekki ókeypis heitur matur í hádeginu eins og hjá sumum stórfyrirtækjum en það eru kaffi- teríur á hverri hæð með ókeypis snakki og drykkjum.“ Og ólíkt því sem margir myndu halda er vinnuálagið ekki mikið sam- kvæmt Loga. „Á heildina litið er ekki mikið vinnuálag og oftast vinn ég átta tíma á dag og fæ klukkustund í hádegis- hlé. Það hafa komið tarnir og sumar slæmar og þá er hvorki yfirvinnu- kaup né umbun. En þegar maður fær mjög gott kaup yfirhöfuð er ekki ósanngjarnt að maður þurfi að vinna tarnir inni á milli.“ Barðist ötullega fyrir lengra feðraorlofi Logi segir frá því að árlega haldi Bloomberg fjölskylduútihátíð á Randall’s Island, sem er eyja á milli Manhattan og Queens. „Þar er útisvæði og það er mik- ið lagt í flottheitin. Þarna eru ótal matartjöld með alls konar mat og drykkjum, trúðar, tívolítæki og svið með skemmtikröftum. Þetta er rosa- flott og aðalfókusinn er á að þetta sé fyrir fjölskylduna, sem mér finnst frábært,“ segir Logi og heldur áfram: „Reyndar er fæðingarorlofið það eina neikvæða við þetta fyr- irtæki. Þegar við Julia vorum að eignast Emil og Milu fékk ég aðeins eina viku í feðraorlof og ég tók mér eina viku í launalaust frí í bæði skiptin,“ segir Logi greinilega ósátt- ur. „Ég ræddi við yfirmann starfs- mannamála Bloomberg í Bandaríkj- unum. Ég útskýrði fyrir henni af hverju feðraorlof ættu að vera lengra og kostina við það. Hún var mjög vinaleg og þakkaði mér fyrir. Svo nokkrum mánuðum eftir að Mila fæddist lengdu þeir feðraorlofið í fjórar vikur, sem er auðvitað betra en ein vika. Ég gerði smá könnun fyrir viðtalið hvernig önnur forrit- unarfyrirtæki hafa þetta og ekkert af þessum fyrirtækjum veitir minna en fjórar vikur, en Facebook er framsæknasta fyrirtækið í þessum málum. Bloomberg hefur áttað sig á að það yrði að breyta þessu.“ Leiðist aldrei „Aðalkosturinn við að vinna hjá þessu fyrirtæki er að maður er alltaf að fást við eitthvað áhugavert. Það eru stöðugt gríðarlega spennandi og krefjandi verkefni, og það er einmitt það sem heldur fólki lengi í sama starfinu. Manni leiðist aldrei. Hluti af því er hinar stöðugu tækni- framfarir í heiminum, sem Bloom- berg verður auðvitað að tileinka sér jafnóðum og þar með erum við starfsfólkið alltaf að læra eitthvað nýtt. Umhverfið og launin eru frá- bær en ef manni leiddist myndi það ekki skipta máli. Hjá Bloomberg eru þau líka mjög dugleg við að auðvelda manni að flytja sig til í starfi. Það er um fjórir til sex í hverjum vinnuhópi og hér vinna um 3.000 forritarar, svo það er úr nógu að velja,“ segir Logi að lokum ánægður með vinnuna og lífið í New York. Brosmild Logi og Julia með börnunum sín- um Emil og Milu í New York. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Betra start fyrir þig og þína TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta TUDOR Veldu öruggt start me ð TUDOR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.