Morgunblaðið - 09.01.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Bandaríska tískuverslanakeðjan
The Limited greindi frá því í lok síð-
ustu viku að öllum 250 verslunum
fyrirtækisins í Bandaríkjunum yrði
lokað. Að sögn AP munu um 4.000
manns missa vinnuna vegna þessa.
The Limited selur einkum skrif-
stofufatnað fyrir konur og mun
áfram starfrækja netverslun.
Bætast þessi tíðindi við fréttir af
lokunum verslana Macy’s og Sears.
Fyrr í mánuðinum tilkynnti stór-
verslanakeðjan Macy’s að 68 versl-
unum yrði lokað á árinu og meira en
10.000 manns sagt upp störfum.
Sears hyggst loka 150 verslunum á
næstu mánuðum, þar af 108 versl-
unum sem reknar eru undir merkj-
um Kmart.
Segir Sears að lokanirnar stafi af
því að neytendur versli í vaxandi
mæli á netinu. ai@mbl.is
Hundruðum verslana
lokað vestanhafs
Dow Jones-vísitalan fór hæst í
19.999,63 stig á föstudag en lækkaði
síðan og endaði vikuna í 19.963,8
stigum. Var það ekki síst 1,48%
hækkun hlutabréfa Goldman Sachs
sem hjálpaði til að ýta Dow Jones-
vísitölunni upp á föstudaginn.
Nasdaq og S&P 500 náðu líka
methæðum á föstudag, þökk sé
Apple sem hækkaði um 1,1% eftir að
jákvæð niðurstaða fékkst í rannsókn
kanadískra stjórnvalda á meintum
samkeppnisbrotum tæknirisans. Við
lokun markaða á föstudag slógu
báðar vísitölurnar nýtt met: S&P
500 mældist 2.276,98 stig og
Nasdaq-visitalan 5.521,06 stig.
Að sögn Reuters hækkaði Dow
Jones um 1% yfir vikuna S&P um
1,7% og Nasdaq um 2,6%. ai@mbl.is
Dow vantaði tæplega
hálft stig í 20.000
AFP
Styrking Starfsmaður NYSE með derhúfu sem hefur verið skreytt í tilefni
af því að lítið vantar til að Dow Jones-vísitalan rjúfi 20.000 stiga múrinn.
Á fyrstu dögum ársins hafa stóru al-
þjóðlegu bankarnir gefið út skulda-
bréf fyrir 42 milljarða dala. Til sam-
anburðar segir FT að það sem af er
ári sé heildarvirði útgefinna fyrir-
tækjaskuldabréfa 73 milljarðar dala.
Citigroup tók að láni 5,25 milljarða
dala, Barclays 5 milljarða, og Credit
Suisse 4 milljarða, samkvæmt mæl-
ingum Dealogic.
Með útgáfu skuldabréfa nú eru
bankar og önnur fyrirtæki að reyna
að tryggja sér hagstæðari lánakjör
enda gert ráð fyrir að stýrivextir í
Bandaríkjunum fari hækkandi.
Kaupendur hafa reynst vera með
góða lyst á skuldabréfunum og vænt-
ir markaðurinn þess að þegar
rekstrartölur síðasta ársfjórðungs
2016 verða birtar muni þær sýna
aukna arðsemi af rekstri stóru
bandarísku bankanna. ai@mbl.is
Mikil skuldabréfaútgáfa
hjá stærstu bönkunum
AFP
Fjármögnun Credit Suisse gaf út skuldabréf fyrir 4 milljarða dala á fyrstu
dögum ársins. Fjárfestar hafa glaðir keypt skuldabréf stóru bankanna.
Búa í haginn fyrir hækkun vaxta
Tölur desembermánaðar benda til
þess að fastari tök kínverskra
stjórnvalda á fjármagnsflutningum
hafi skilað árangri. Gjaldeyrisforði
landsins hélt áfram að minnka í des-
ember en þó hægar en mánuðina á
undan.
Greinir Financial Times frá að
forðinn hafi minnkað um 41 milljarð
dala í desember og nemi nú rúmlega
3.000 milljörðum dala. Samkvæmt
könnun Reuters höfðu sérfræðingar
búist við 51 milljarðs dala lækkun í
mánuðinum en í nóvember minnkaði
gjaldeyrisforðinn um 70 milljarða
dala.
Verja gjaldmiðilinn
Veiking kínverska renminbísins
hefur verið mikið áhyggjuefni fyrir
seðlabanka Kína. Hefur seðlabank-
inn þurft að ganga á gjaldeyrisforð-
ann til að hægja á veikingunni og
áætlar HSBC að af minnkun forð-
ans í desember hafi 26 milljarðar
dala farið í að halda gengi renmin-
bísins uppi.
Lækkaði renminbíið um 6,6%
gagnvart banaríkjadal á síðasta ári
og rýrnaði gjaldeyrisforðinn um hér
um bil 300 miljarða dala yfir árið.
Til að hægja á útstreymi gjald-
eyris gripu stjórnvöld til margs kon-
ar aðgerða seint á síðasta ári og
stoppuðu þannig í ýmis göt í kerf-
inu. Meðal annars var hert á reglum
um fjárfestingar kínverskra fyrir-
tækja erlendis, en eldri reglur buðu
upp á glufur sem margir notuðu til
að færa fjármagn úr landi.
Er gengisfelling möguleg?
Ekki hefur samt enn tekist að
koma jafnvægi á inn- og útstreymi
gjaldeyris og segir FT að fjárfestar
séu hugsi yfir því hvað stjórnvöld
munu næst taka til bragðs. Möguleg
úrræði gætu verið að minnka gjald-
eyriskaupaheimildir einstaklinga
eða létta á þrýstingi á gjaldmiðla-
markaði með því að fella gengið.
Viðskiptaráð ESB í Kína viðraði í
síðasta mánuði áhyggjur af strang-
ari fjármagnshöftum og segir nú-
gildandi reglur gera alþjóðlegum
fyrirtækjum með starfsemi í Kína
erfiðara um vik. Hafa erlendu fyrir-
tækin m.a. rekið sig á að erfiðara er
orðið að greiða arð úr landi.
ai@mbl.is
Gjaldeyrisforði Kína
dregst hægar saman
Stjórnvöld stoppa í götin á fjármagnshaftakerfinu
AFP
Lækkun Starfsmaður banka í austurhluta Kína telur seðla. Á síðasta ári veiktist renminbíið um meira en 6% gagn-
vart dalnum og hafa aðgerðir seðlabankans til að hægja á veikingunni saxað hratt á gjaldeyrisforða landsins.