Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 09.01.2017, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2017 Sýningarröðin Eyja/Island hóf göngu sína 6. janúar sl. í galleríinu Harbin- ger, Freyjugötu 1, með sýningu á verkum Ceciliu Durand sem ber tit- ilinn Augun pírð. Í röðinni sýna mynd- listarmenn sem eiga það sameiginlegt að fást við eyjar sem stað sem vegur salt milli innikróunar og afturhalds- semi annars vegar og hins vegar para- dísar sem upphefur andann og veitir hugarró, eins og segir í tilkynningu. Durand hefur átt viðburðaríka ævi og hefur búið í nánast öllum heims- hornum, segir þar. „Það er þó vera hennar á Andamaneyjum sem hefur haft mótandi áhrif á hana. Þar dvald- ist hún sem lítil stúlka nokkra mánuði á ári hjá föður sínum sem var þar við mannfræðistörf. Á þessum miðbaugs- eyjum eru engar árstíðir. Sólin rís að morgni og hnígur að kveldi. Hún lýsir veru sinni á Andamaneyjum eins og hvarfi inní í heim þar sem tíminn stendur í stað. Íbúarnir sem höfðu hvorki ritmál né tímatal virtust stein- runnir í fornöld,“ segir um verk Dur- and. Á opnuninni munu Samtök ungra skálda (SUS) flytja texta um suð- rænu, heimsendi og eyjar en það eru skáldin Kristín Svava Tómasdóttir og Lommi sem stýra viðburðinum. Sýn- ingarstjórar eru Unndór Egill Jóns- son og Una Margrét Árnadóttir. Eyjur Eitt af verkum Durand á sýningunni í Harbinger. Áhrifamiklar Andamaneyjar hættir mörgum til að grípa í þessi hálmstrá.“ Blandað raunveruleika Í haust hóf Gígja meistaranám í myndlist við San Francisco Art Institute, og kannski að þess sjáist merki í sýningunni í Tjarnarbíói. Segist Gígja hafa verið að fjarlægj- ast hefðbundin sviðsverk en fengið mikinn áhuga á að blanda saman raunveruleika og sviðssetningu. All- ar þrjár sýningarnar á A Guide to the Perfect Human byrja meira að segja á alvöruhjónavígslu og síðan tekur við brúðkaupsveisla. „Sýningin skoðar hugmyndir nú- tímamannsins um hina fullkomnu manneskju og staðalímyndir sam- félagsins um ímynd fullkomnunar,“ segir Gígja og bendir á að þetta um- fjöllunarefni sé eins konar framhald af The Drop Dead Diet. Fengu höfundarnir innblástur bæði úr sjálfshjálparbókum og eins hvernig hópar fólks reyna að skapa sér fullkomna ímynd á samfélags- miðlum eins og Facebook, In- stagram og Snapchat. Hugmyndin kviknaði fyrir ári og hefur sýningin verið í þróun með hléum allan þann tíma. Fegruð ímynd á Fésbók Lesendur kannast örugglega við fullkomnunaráráttuna eins og hún birtist á samfélagsmiðlunum, þó að hún virðist birtast með mismunandi hætti hjá ólíkum kynslóðum. Eðli- legt er að vilja sýna öðrum sínar bestu hliðar en það virðist eins og tæknin hafi magnað upp hvöt þar sem það sem sýnt er á samfélags- miðlunum á fátt skylt við raunveru- leikann. „Þegar ég skoða fólk af sömu kynslóð og foreldrar mínir þá sést þessi tilhneiging til að vilja skapa fullkomna ímynd í því að nota sam- félagsmiðlana til að láta vita af öllu því jákvæða sem er að gerast í lífi fólks,“ segir Gígja og útskýrir hvernig yngri kynslóðirnar nota samfélagsmiðlana til að dreifa af sér ljósmyndum þar sem fólk stýrir þeirri ímynd sem það vill að aðrir Í leit að fjarstæðukenndri  Verkið A Guide to the Perfect Human skoðar heim sjálfshjálparbóka og monts á samfélagsmiðlum  Hver sýning hefst á alvöru hjónavígslu en við tekur veisla þar sem áhorfendur eru gestirnir Morgunblaðið/Eggert Sjálfsmynd Guðrún Selma Sigurjónsdóttir og Gígja Jónsdóttir segja fólk reyna að skapa sér fullkomna ímynd með misjöfnum hætti. Unga fólkið er gjarnt á að setja myndir af sér á netið þar sem hvert smáatriði hefur verið fínpússað til að gefa umheiminum ákveðna hugmynd um útlit þeirra og félagslíf. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Óvenjuleg sýning verður sett á svið í Tjarnarbíói um miðjan mánuðinn. Gígja Jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir eru höfundar verks- ins, og dansarar að mennt, en sýn- ingin A Guide to the Perfect Human teygir á mörkum hins hefðbundna dansforms með því að blanda saman dansi, veislu og meira að segja hjónavígslu. „Við erum óneitanleg að vinna þvert á listgreinar og sýningin verð- ur mjög fjölbreytt,“ segir Gígja. Verkið verður frumsýnt næst- komandi laugardag, 14. janúar, og einnig sýningar helgina 20. og 21. janúar. Eru miðar seldir á Miði.is en færri sæti laus en á hefðbundnum sýningum í Tjarnarbíói. Sýningar hefjast kl. 19 og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Samfélagsádeila í dansi Leiðir Gígju og Guðrúnar Selmu lágu saman í Listaháskólanum þar sem þær stunduðu báðar nám í sam- tímadansi. Eftir útskrift árið 2013 hafa þær báðar starfað að sjálf- stæðum verkefnum innan sviðs- listasenunnar. Þær stöllur vöktu mikla athygli á Reykjavík Dance Festival árið 2015 með verkinu The Drop Dead Diet. „Þar unnum við út frá megrunarkúrum og bjuggum í reynd til nýjan kúr sem er innblás- inn af hinum ýmsu tískukúrum,“ út- skýrir Gígja en viðfangsefninu komu þær til skila með því að „ryk- suga í burtu aukakílóin, tyggja ógrynni af sykurpúðum og rappa um útlitsfyrirmyndir“, eins og þær lýsa verkinu. „Sýningin var létt og skemmtileg en um umfjöllunarefnið um leið alvarlegt og snertir flesta. Öll vitum við að allir nýju kúrarnir og skyndilausnirnar eru algjör þvæla, en samt ótrúlegt hvað okkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.