Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Side 27

Kiwanisfréttir - 01.04.1978, Side 27
Brú fimm ára Það var hinn 14. apríl 1973, sem Kiw- anisklúbburinn BRU á Keflavíkurflugvelli hélt víxluhátíð sína með mikilli rausn. For- göngu um stofnunina hafði séra Alfred R. Saeger og var Guðmundur Karlsson kjör- inn til að verða fyrstur til að gegna starfi forseta. Móðurklúbbar Brúar voru Eld- borg, Hafnarfirði, Hekla, Reykjavík og Augsburg, Þýskalandi. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið og margir menn starfað í þessum klúbbi. Kemur þetta til af tvennu. í fyrsta lagi er Brú einn fjölmennasti klúbburinn á tslandi með 40-60 meðlimi auk þess sem þetta mun, auk Augsburg, vera eini starfandi klúbburinn í heiminum, sem samanstendur af mönnum af mörgum þjóðernum. Með- limir klúbbsins nú eru frá tslandi, Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Kanada og Kína. Eitt aðalverkefni klúbbsins er að byggja vináttubrú milli þjóða og skapa heilbrigðan grundvöll skoðanaskipta milli manna af mismunandi uppruna og stundum lífsskoð- ana, samtímis því er þeir vinna að þjón- Kiwanisklúbburinn BRÚ á Keflavíkur- flugvelli hefur löngum verið stórtækur í þjónustustörfum og styrkt fjölda verðugra verkefna innan flugvallarins og utan. í haust gaf hann öllum börnum á Kefla- víkurflugvelli endurskinsmerki, yfir 1000 stykki, og sjást á þessari mynd tveir með- limir framkvæmdanefndar þeir Donald Dix og Þorgrímur Halldórsson eftir af- hendingu merkjanna til eins skólabekkjar á flugvellinum. K-FRÉTTIR ustustarfsemi svipað og aðrir slíkir klúbbar. Félagsstarf er mjög lifandi og eru fund- ir allt árið vikulega og koma þar reglulega fram ræðumenn úr röðum fremstu manna víðsvegar úr þjóðlífinu. Þar sem stór hluti meðlimanna eru varn- arliðsmenn, þá eru mannaskipti í klúbbn- um tíð og starfsaldur margra meðlima ekki nema rúmt ár, en þessi tími er notaður til hins ýtrasta. Ekki bætir það úr skák, að flestir meðlimir klúbbsins eiga búsetu utan flugvallarsvæðins, sem þrátt fyrir það halda uppi líflegu félags- og þjónustustarfi. Kiwanisklúbburinn Brú á Keflavíkur- flugvelli hefur á undanförnum árum látið málefni vangefinna og aldraðra til sín taka. Auk þátttöku í alþjóðar K-deginum, hefur það verið fastur siður að taka á móti hópum vangefinna ásamt hópum gamal- menna, sem aðrir klúbbar hafa farið með í ferðalög. Hefur það verið Brúarfélögum mikil ánægja, að geta verið gestgjafar þeirra á meðan þeir dvöldu á flugvellinum. Fyrir alllöngu ákvað klúbburinn að kosta för íslensks kennimanns til Bandaríkj- anna þar sem honum gæfist kostur á að kynnast trúarfræðslu og þjónustu við van- gefna. Varð fyrir valinu séra Ámi Pálsson sóknarprestur í Kársnessókn og mun hann halda til Bandaríkjanna innan skamms ásamt frú sinni en þar munu þau verða gestir lúterskra safnaða í Minnisota um sex vikna skeið og kynnast skólum þeirra og starfi á þessu sviði. Þorgrímur Halldórsson. 27

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.