Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Page 25

Kiwanisfréttir - 01.08.1997, Page 25
nig hefur þetta verið um árabil. Þetta mikilvæga starf má ekki vera háð geðþóttaákvörðun eins manns. Fræðslan er á ábyrgð umdæmis- stjórnar. Segja má að endurskoðun fræðsluefnisins hafi fyrir alvöru hafist á starfsárinu 1994-95. Leiðrétta þurfti villur og koma á framfæri breytingum sem m.a. byggðust á lagabreytingum og tilkomu kvenna í hreyfinguna. Margir kaflar hafa verið endurskrif- aðir og hafa Keflvíkingarnir Einar Már Jóhannsson og Guðmundur Pét- ursson skilað góðu starfí í þeim efn- um. í fræðsluhandbók yfirstandandi starfsárs hafði tekist að leiðrétta flest- ar villur sem í fræðsluefninu voru, en eftir stóð þá að velja úr það sem nauðsynlega þurfti að koma á fram- færi við embættismenn umdæmis og klúbba. Fræðslunefnd næsta árs hefur gert virðingarverða tilraun í þessa átt, en gera má enn betur. Það er miður að engar leiðbeiningar um mætin- gareglur og lögleg forföll er að finna í fræðsluefni næsta starfsárs, en alþjóðasambandið hefur gefið slíkar reglur út, þær hafa verið þýddar og eru til hjá umdæminu og eru þetta einu reglurnar sem heimilt er að nota. Þetta undirstrikar það sem áður hefur verið bent á, að umdæmisstjórn verður að marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Það er skoðun mín að fræðslan eigi fyrst og fremst að vera á faglegum nótum. Það á eingöngu að fræða menn um það sem þeir verða að vita og þurfa nauðsynlega að nota í sínu starfi. Þetta á að gera með sýnikennslu og með notkun þeirra raunverulegu gagna sem nota þarf í starfi viðkomandi embættismanna. Annað efni eins og t.d. fróðleikur um sögu hreyfingarinnar, stofnun nýrra klúbba og fl. er nóg að hafa á umdæmisskrifstofunni þar sem féla- garnir geta haft greiðan aðgang því. Það er von mín að þeir sem eru nú að taka við stjórn umdæmisins og þeir sem verða við stjórnvölinn á komandi árunt taki á þessu máli og afgreiði það á viðunandi hátt þannig að fræðslan komi að betri notum í framtíðinni og nýtist þeim betur sem á þurfa að halda. Hennann Þórðarson \r endir ftc&tn á umdæmisbinq w Erlendir gestir á umdœmisþinginu í Reykjavík eru fjórir að þessu sinni. Þeir eru Göran Hurtig um- dœmisstjóri Norden og kona hans Móita, og Harris Waller fulltrúi í Heimsstjórn, sem verður ráðgjafi umdæmisins á nœsta starfsári og kona lians Nancy. Harris Waller ráðgjafi um- dæmisins 1997-98, hefur verið félagi í Kiwanisklúbbn- um Red Wing í Minnesota í 38 ár, en klúbburinn er stærsti Kiwanisklúbburinn í Minne- sotaríki. Harris er af norskum ættum en eins og kunnugt er er mikið af fólki af norrænum ættum í Minnesota og Dakotaríkjum í Bandaríkjunum. Harris varð forseti klúbbs- ins árið 1982 og hlaut útnefningu sem frábær klúbb- forseti, og jafnframt sem frábær svæðisstjóri 1984. Hann var umdæmisstjóri Minnesota-Dakotas umdæmisins, 1990-91. Hann hefur ntikla reynslu af Kiwanisstarfi og hefur setið í fjölda nefnda á vegunt umdæmis síns og frá 1992 hefur hann einnig starfað í nefndum Alþjóðasambands- ins, svo sem árangursnefnd og skipulagsnefnd, og jafn- framt verið formaður í stjórnunar og viðverunefnd, 1994-96. Hann þjónar á þessu starfsári í stjórnarnefnd Alþjóða- sambandsins um fræðslu og verkefnamál og ennfremur í nefndinni sem fjallar um þing og ráðstefnur og sam- skiptamálefni. Harris er menntaður á viðskiptasviðinu og starfar að bankamálum. Harris og kona hans Nancy eiga tvö börn og fimm barnabörn. Göran Hurtig, untdæmis- stjóri Nordenumdæmisins, er sænskur og fæddur í litlu þorpi sem stendur á norð-aust- ur strönd vatnsins Vánern í Vermalandi í Svíþjóð. Að námi loknu gekk hann í sænska her- inn og var liðsforingi í stor- skotaliðinu. Starfsins vegna var fjölskyldan á ferð og flugi um alla Svíþjóð. Eftir 23 ára starf í hernum hóf hann störf hjá sænsku björgunarstofnun- inni, Ráddnings Verket, sem er opinber stofnun sem gegnir svipuðu hlutverki og Almannavarnir hér, og hefur starfað þar um níu ára skeið við skipulag og samræm- ingu björgunaraðgerða og vegna hjálparstarfa erlendis. Göran gekk í Kiwanisklúbbinn í Kristinehamn í Svíþjóð fyrir 20 árum síðan og var forseti þess klúbbs. Seinna flutti hann til Karlstad þar sem hann gekk í Kiwanis- klúbbinn þar, varð forseti hans og síðar tvívegis svæðis- stjóri Svíþjóðar innan Nordenumdæmisins. Hann hefur einnig starfað sem KIAR (útbreiðslufulltrúi) og í út- breiðslunefnd umdæmisins. Kjörorð hans sem umdæm- isstjóra eru: „Samvinna án landamæra.“ Með þessu vill hann leggja áherslu á að Kiwanishugmyndin nær lengra en til sveitarfélagsins þar sem klúbburinn starfar, lengra en svæðið eða umdæmið. Helstu áhugamál Görans eru Kiwanis, veiðar og siglingar. Göran og Móna kona hans eiga fjögur uppkominn börn og fímm barnabörn. KIWANISFRÉTTIR 25

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.