Víkurfréttir - 23.03.2006, Qupperneq 8
Sif Aradóttir, 21 árs stúlka frá Reykjanesbæ, var kjörin Ungfrú Suðurnes 2006 á Fegurðarsamkeppni
Suðurnesja. Hún var hlutrskörpust í föngulegum hópi 10 stúlkna og var það Petrúnella Skúladóttir,
sigurvegarinn frá því á síðasta ári, sem krýndi Sif. I öðru sæti keppninnar var Gréta Guðbrands-
dóttir, en í þriðja var Bergþóra Hallbjörnsdóttir. Stúlkurnar þrjár munu allar keppa um nafnbótina
Ungfrú Island í Fegurðarsamkeppni fslands sem fer fram á næstunni. Auk þeirra fengu þær Dísa
Edwards og Margrét Rósa Haraldsdóttir viðurkenningar á keppninni. Meðfylgjandi mynd átti að
prýða forsíðu síðasta blaðs en stórtíðindi af Varnarliðinu urðu til þess að myndinni var fórnað.
Viðskipti- og atvinnulíf:
KB-banki til Suðurnesja
KB-banki mun að
öllum líkindum opna
fyrsta útibú sitt á Suð-
urnesjum í sumar. Hermann
Björnsson, rekstrarstjóri við-
skiptabankasviðs hjá bank-
anum sagði í samtali við Víkur-
fréttir að þeir hefðu fullan hug
á að hasla sér völl hér suður
með sjó.
„Við höfum verið að skoða þessi
mál af fullri alvöru að undan-
förnu og það eru allar líkur á
því að við opnum útibú í Reykja-
nesbæ í sumar. Við erum í við-
ræðum um leigu á ákveðnu
húsnæði í bænurn, en það hefur
ekki verið gengið frá því enn.”
Hermann bætti því við að KB-
banki sæi ótvíræða möguleika á
svæðinu þrátt fyrir að fyrir séu
rótgrónar bankastofnanir eins
og Sparisjóðurinn í Keflavík,
Landsbanki Islands og Glitnir.
„Við sjáum það af því að nú
þegar erum við með nokkuð af
viðskiptavinum af Suðurnesjum
sem skipta við útibú okkar
í Hafnarfirði eða í Reykjavík.
Það var einn stærsti þátturinn í
ákvörðuninni um að opna útibú
þar, en annars er svæðið í örum
vexti sem virðist ekki vera að
minnka þannig að við sjáum
sóknarfæri.”
Hermann bætti því við að í
væntanlegu útibúi yrði um fulla
þjónustu að ræða jafnt með
gjaldkerum sem og þjónustufull-
trúum, en annars er ekki búið
að taka ákvörðun um stærð úti-
bússins eða fjölda starfsmanna.
f
FELAG ELDRI BORGARA
A SUÐURNESJUM
Aðalfundur
félagsins verður haldinn í Selinu, Vallarbraut 4,
Reykjanesbæ, laugardaginn 25. mars kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins er Karl Steinar Guðnason,
framkvæmdastjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Kaffiveitingar íboði Sparisjóðsins íKeflavíkur.
Stjórn FEB á Suðurnesjum
VV Kallinn á kassanum
Fundir ogfjas!
EKKI GRUNAÐI KALLINN að orð hans um alla brostnu stóriðju-
draumana á Suðurnesjum, væru orð í tíma töluð. Daginn eftir ákvað
Kaninn að yfirgefa landið kalda. Ekki svo að skilja að þetta röfl í Kall-
inum hafi ýtt undir þá ákvörðun, neinei. Ekki skjóta sendiboðann.
Þeir voru búnir að plana þetta fyrir löngu en ákváðu á einhverjum
tímapunkti að hætta að vera mister næs gæ og skella þessu framan
í kuldabitin andlit mörlandans,
sem einlæglega og af öllu hjarta
hafði trúað því að samband hans
og sambúð við Kanann væri með
þvílíkum ágætum að það væri
leitun að öðru eins. Það voru að
minnsta kosti skilaboðin sem
landsherranir höfðu gefið. Kan-
inn færi nú ekki að yfirgefa bestu
vini sína sem ávallt höfðu stutt
bestustu bestu vini sína í hverju
því sem á dundi, meira að segja í
hildarleiknum í írak. En sumsé,
það var ágætt að Kallinn rifjaði
upp stóriðjudraumana því í ljós
kom að það var kominn tími til
að dusta af þeim rykið.
VARNARLIÐSMÁLIN HAFA VERIÐIBRENNIDEPLI þessa dag-
ana. Það sem Kallinum fmnst skrýtið er hvað þetta virðist koma póli-
tíkusum vítt og breytt í opna skjöldu. Var þetta ekki vitað? Var ekki
ljóst fyrir löngu síðan í hvað stefndi? Af hverju á þá NÚNA loksins
að bregðast við? Af hverju á fyrst núna að fara að gera tillögur, halda
fundi, skipa nefndir og vinnuhópa, halda fleiri fundi, gera enn fleiri
tillögur, ræða málin og...já halda fundi. Þessi vinna átti að vera búin
fyrir löngu síðan! Menn áttu að vera tilbúnir með plan B. Vera til-
búnir með áætlanir og aðgerðir þegar að skellurinn kæmi.
ÞAÐ VELDUR KALLINUM ÁHYGGJUM að Varnarliðsmálin
skuli dúkka upp svona stuttu fyrir kosninar. Það getur nefnilega
verið soldið freistandi fyrir pólitíkusuna að berja sér á brjóst og nota
málið sér til framdráttar í pólitískum tilgangi. Framsóknarmenn boð-
uðu til fundar með Halldóri Ásgrímssyni núna í vikunni þar sem
þessi mál voru á dagskrá. Þetta var auðvitað bara kosningafundur
haldinn undir merkjum Framsóknarflokksins og ekkert athugavert
við það. Enda hófst fundurinn með harðsoðinni kosningaræðu í
beinni útsendingu, þar sem helstu gæðingar Framsóknarflokksins
og afrek þeirra voru tíunduð í rósrauðum bjarma, sveipuð ljóma
afreka og stórsigra, rétt eins og verið væri að segja frá stórmennum
fyrri alda sem riðu um héruð, ábúðarfullir með atgeirinn um öxl
og klufu menn í herðar niður af brakandi snilld og framúrskarandi
natni.
I LJÓSI ANDRÚMSLOFTINS sem nú ríkir á meðal starfs-
manna Varnarliðsins, þótti mörgum ræðan ekki viðeigandi undir
þessum kringumstæðum. Á fundinum voru nefnilega fjölmargir
starfsmenn Varnarliðsins. Það er fólkið sem fékk áfallið. Það
er fólkið sem hefur áhyggjur af framvindunni - fólkið sem er í
óvissu um framtíðina. Þessu fólki á að hlífa við pólitísku fjasi.
Þetta fólk vill sjá athafnir og aðgerðir. Ekki bara fundi og fjas.
Kveðja, kallinn@vf.is
Afgreiðsla Vikurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með því að hringja ísima 421 0000 er hægt að vetja beintsamband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt a/fan sólarhringinn er i sima 898 2222
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23,260 Njarövík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 421 0002, hilmar@vf.is,
Blaðamenn: Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is
Jón Bjöm Ólafsson, sími 421 0004, jbo@vf,is
Ellert Grétarsson, simi 421 0014, elg@vf.is
Auglýsingadeild: Jófríöur Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridun@vf.is
Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is
Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf.
Hönnunardeild Víkurfrétta: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 42i 0006, steini@vf.is
Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn utgáfa: www.vf.is og www.vikurfrettir.is
Skrifstofa Víkurfrétta: Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is
8 | VÍKURFRÉTTIR I 12.TÖLUBLAÐ 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGAI