Víkurfréttir - 23.03.2006, Qupperneq 11
Saltfisksetrið verið miðpunktur-
inn hér í Grindavík.”
Framtíðin er björt í ferðaþjón-
ustunni á Reykjanesi segir
Óskar að lokum. Með sterkri
stjórn Ferðamálasamtakanna og
ekki síst nánu samstarfi helstu
aðila á svæðinu hefur kynn-
ingarstarf skilað miklu. „Það
segir sig sjálft að einn stór bás
frá Reykjanesi á Vest-Norden
ferðakaupstefnunni hefur meiri
áhrif en ef við værum hver í
sínu horni. Það eru enn mikil
sóknarfæri hjá okkur og má þar
minnast á ferðir tengdar upp-
lifun af ýmsu tagi líkt og jeppa-
ferðir. Þar erum við að tala um
allt öðruvísi kúnnahóp en hefur
vanið komur sínar hingað til
lands. Dæmi um möguleikana
er að franskur milljarðamær-
ingur hefur leigt helli í nágrenni
Grindavíkur til að halda upp á
stórafmæli sitt.”
Á árinu verður enn bætt um
betur í aðgengi um svæðið þegar
Ósabotnavegur verður lagður
milli Hafna og Stafness og þá
verður kominn hringvegur um
alla ferðamannastaði á nesinu.
Einnig verður nýr áfangi Suð-
urstrandavegar frá Hrauni til
ísóifsskála tilbúinn í júni og
Nesvegur frá Stað í Grindavík
að orkuveri Reykjanesvirkjunar
malbikaður.
Óskar telur að með því opn-
ist möguleikar fyrir svæðið til
að keppa jafnvel við Gullfoss/
Geysis-hringinn sem aðal ferða-
mannahringur landsins.
„Grundvöllur þessara tækifæra
er að stækka Reykjanesfólkvang
og koma á samvinnu allra aðila
í því sambandi. Við vonumst
til að fá Hitaveitu Suðurnesja
með okkur í það verkefni auk
Landgræðsiunnar sem þegar er
byrjuð að vinna gott starf eftir
að beitarhólf var girt við Krísu-
vík.”
Það má því með sanni segja
að framtíðin sé björt í ferða-
mannaiðnaðinum á Reykjanesi
þar sem þegar er rekin ein öfl-
ugasta ferðaþjónusta landsins.
Nú er einmitt rétti tíminn því
mikið liggur á að efla slíka starf-
semi undir núverandi kringum-
stæðum. Hver veit nema þjón-
usta við ferðamenn verði ný kjöl-
festa í atvinnulífi suður með sjó.
Náms- og starfsráðgjafi
Miðstöð símenntunar vill ráða náms- og
starfsráðgjafa í 100% starf frá 1. ágúst.
Hæfniskröfur:
•Samskiptahæfni
• Skipulagshæfileikar
•Sjálfstæð vinnubrögð
•Frumkvæði
I boði er fjölbreytt og spennandi starf.
Umsóknarfrestur er til 4. apríl.
Nánari upplýsingar veitir
Guðjónína Sœmundsdóttirforstöðumaður á skrifstofu MSS
MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR
Á SUÐURNESJUM
húsið
Óskum eftir að ráða póstbera til
starfa í næturvinnu
Pósthúsið óskar eftir að ráða póstbera til starfa á
Suðurnesjum. Um er að ræða störf við útburð á blöðum og
pósti í næturvinnu.
Erum að leita að duglegu og samviskusömu fólki bæði í fullt
starf og hlutastörf.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir í síma 585 8300.
Einnig er hægt að senda umsóknir og fyrirspurnir á
umsoknir@posthusid.is
Pósthúsið ohf. Suðurhrauni 1, 210 Garöabæ, sími 585 8300 fax 585 8309, posthusid@posthusid.is
+ Starfsfólk vantar til afleysinga í eldhús Kaffitárs við framleiðslu
á samlokum, kökum og öðru meðlæti fyrir kaffihús Kaffitárs.
Vaktavinnukerfi 2-2-3 dag- og kvöldvaktir.
Einnig virka daga
Frekari upplýsingar gefur Brynhildur
í síma 420 2708 og 664 8856
Umsóknir skilist skriflega til Kaffitárs
Stapabraut 7, merkt: „Eldhús"
Umsóknarfestur er til 15. apríl nk. Stapabraut 7 - 260 Reykjanesbær
S: 4202700 - www.kaffitar.is
imuiTim
Aðalfundarboð
Ath. áður auglýstur fundartími breytist.
Hér með er boðað til 47. aðalfundar
Stangveiðifélags Keflavíkur.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins
að Hafnargötu 15 efri hæð, fimmtudaginn
6. apríl 2006 og hefst hann kl. 20 stundvíslega.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar í fundarhléi.
Félagar eru hvattir til að mæta
og sýna styrk félagsins.
Stjórnin.
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGIÝSINGA8LAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
ViKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN 23. MARS 2006 11