Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 23.03.2006, Qupperneq 15
Námskeið á næstunni nýta flugskýli Varnarliðsins til að breyta farþegavélum í farm- vélar og öfugt, en til þess þarf þessa aðstöðu sem einungis er til staðar á Keflavíkurflugvelli. Ákveðið var að mynda sjö manna samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaganna og leggja sveit- arstjórnamenn mikið upp úr því að árangur sjáist af starfinu ekki síðar en um mánaðarmót. Þá er talið að fyrstu uppsagnarbréfin fari að berast starfsmönnum. Á stjórnarfundi Sambands sveit- arfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var á mánudagsmorgun ítrekaði stjórnin í ályktun sinni að brýnt væri að bregðast skjótt við vegna atvinnuástandsins. Jón Gunnarsson, formaður stjórnar SSS, alþingismaður og forseti bæjarstjórnar í Vogum, sagði í samtali við Víkurfréttir að forgangsatriði sé að fá á hreint hverjir af starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli haldi stöðum sínum. „Þar á ég við starfsmenn Slökkviliðsins og brautarstarfsmenn. Svo þurfum við að fylgja því eftir að Land- helgisgæslan verði flutt til Kefla- víkur og síðast en ekki síst þarf að ýta á úrlausnir í yfirtöku á landsvæði og húsnæði á varn- arstöðinni. Við þurfum að vita hver umsvif Bandaríkjamanna verða því það kemur ekki til greina að húsin standi tóm þar til herinn ákveður að koma til baka. Það er það versta sem getur gerst.“ Þorsteinn Erlingsson, formaður Atvinnu- og hafnarráðs Reykja- nesbæjar, sagði í samtali við Vík- urfréttir að hugur sveitastjórn- armanna væri hjá því fólki sem mun missa vinnuna og að þeir muni reyna allt til að hjálpa þeim. Hins vegar yrði Reykja- nesbær einnig fyrir miklum búsifjum. „Þetta er mikið tjón fyrir okkur, en það kemur sér vel að við í Reykjanesbæ erum búin að vinna ötullega í atvinnu- málum síðustu ár. Við brugð- umst hratt við og kölluðum rík- isstjórnina að borðinu, en nú taka hins vegar við mánuðir og ár sem við þurfum að berjast við að fylgja þessum málum eftir gagnvart ríkinu. Til þess þarf sterka forystu og ég treysti engum betur til þess heldur en Árna Sigfússyni." Guðbrandur Einarsson, for- maður Verslunarmannafélags Suðurnesja og oddviti A-listans í Reykjanesbæ, sagði í samtali við Víkurfréttir að ástandið sé vissulega skelfilegt en lausnin felist í samtakamætti Suður- nesjamanna. „Nú þurfum við að spýta í lófana, en ég þekki kraft- inn sem býr í fólkinu í kringum mig og ég er viss um að við munum finna svör við spurn- ingum dagsins innan tíðar.“ Ríkisstjórn og ráðherrar hafa haft í mörg horn að líta undan- farna viku þar sem þeir hafa rætt við sveitarstjórnir og stéttar- félög. Halldór Asgrímsson, for- sætisráðherra sagði á fundi sem Framsóknarflokkurinn í Reykja- nesbæ hélt í Stapa að þrjár meg- instoðir kæmu í stað varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Þær væru Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf, Landhelgisgælan, sem myndi eflast mikið við þessar nýju að- stæður þar sem flugflotinn yrði stóraukinn, og Sýslumannsemb- ættið á Keflavíkurflugvelli. Sýslu- mannsembættin á svæðinu yrðu hugsanlega sameinuð og starf- semi þeirra efld. Ríkisstjórnin hefur verið gagn- rýnd nokkuð fyrir að hafa ekki séð þessa atburðarás fyrir. Á Alþingi hefur verið deilt á ráð- herra fyrir meint sinnuleysi, en Jón Gunnarsson benti á að stjórnarandstaðan á þingi hafi lengi talað fýrir fyrirbyggjandi aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Stjórnarliðar hafi hins vegar ekki hlustað þar sem þeir hafi verið sannfærðir um að samn- ingar tækjust um nær óbreytta starfsemi, þó með auknum til- kostnaði íslenska ríkisins. Tækifæri eftir áfallið Nú horfa allra augu til framtíðar og síðustu viku hafa ótal hug- myndir komið fram um fram- tíðarlausnir í atvinnumálum Suðurnesja. Þar má nefna allt frá álveri, innanlandsflugi og eflingu alþjóðaflugvallar til heilsutengdrar ferðaþjónustu og miðstöðvar fyrir alþjóðlegar pakkaþjónustumiðstöðvar. Þá minntist Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, á mögu- leikana sem felast í byggingu hótels við Bláa lónið, vinsælasta ferðamannastað landsins. Ljóst þykir að álversdraumarnir hafa fengið byr undir báða vængi. Nú er svo komið að for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Al- freð Þorsteinsson, hefur gengið fram fyrir skjöldu og boðist til að bæta upp orkuþörf fyrir ál- ver í Helguvík. Þá hafa forsvars- menn Norðuráls lýst sig reiðu- búna til að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Svarið felst hins vegar ekki í þessum eina þætti því álfram- leiðsla mun ekki hefjast fyrr en eftir nokkur ár. Allir aðilar á Suð- urnesjum hafa lýst sig tilbúna til að vinna saman að bættu at- vinnuástandi í farmtíðinni og það er lykilatriði í málinu. Nú er ekki tími fyrir argaþras og hreppapólitík heldur fyrir sam- vinnu að sameiginlegu marki. Fara verður gaumgæfilega yfir allar hugmyndir og meta þær með það fyrir augum að skapa atvinnu bæði til skamms tíma og langframa litið. Enginn skal gera lítið úr því áfalli sem starfsfólk á varnar- stöðinni sér fram á. Hins vegar er, þar sem skaðinn er skeður, engin ástæða til annars en að líta á stöðuna sem tækifæri til að renna nýjum stoðum undir blómlegt mannlíf á Suður- nesjum. • Vélgæsla • Ullarþæfing • Sakamálasögur • Göngum okkur til gamans • íslenska fyrir útlendinga Lesblindugreiningar Upplýsingar og skráning í stma 421 7500 eða www.mss.is Herdís Debes, Ásabraut 5, Keflavík, sem lést á Heilbrigöisstofnun Suðurnesja laugardaginn 11. mars hefur verið jarösungin í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kjartan Símonarson, Kristín Hallbergsdóttir Hedström, Thomas Hedström, Björn Heiðar Hallbergsson, Hulda Björk Stefánsdóttir, Símon Hallberg Kjartansson, barnabörn og langömmubarn. A-LISTINN Hvernig nýtum vi& tækifærin? Taktu þátt í að móta framtíS Reykjanesbæjar á opnum málefnafundi A-listans um atvinnumál á kosningamiðstö&inni á Glóöinni, Hafnargötu 62, mánudaginn 27. mars kl. 20. Súpufundur á Glóöinni kl. 11, laugardaginn 25. mars Friöjón Einarsson ræöir Markaðs- og atvinnuskrifstofuna. Allir velkomnir *A STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRETTIR I FIMMTUDAGURINN 23. MARS 2006 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.