Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Page 18

Víkurfréttir - 23.03.2006, Page 18
FERMINGAR- SKEYTASALA KFUM&KFUK Hin árlega fermingarskeyta- sala KFUM og KFUK fer fram sunnudagana 26. mars, 2. apríl og 9. apríl 2006 í KFUM og KFUK húsinu að Hátúni 36 frá kl 10.00-18.00. Skeytaeyðublöð og texti eru mismunandi. Sem dæmi um texta: 1. Kœra fermingarbarn ogforeldrar, óskum ykkur til hamingju og bless- unar í framtíðinni. 2. Innilegar hamingjuóskir áfermingardaginn. 3. Guð blessi þérfermingar- daginn ogframtíð alla. Einnig er hægt að fá aðra texta samkvæmt óskum. Boðið verður upp á síma- þjónustu í síma 421-4590, þú getur hringt og gefið upp núm- erið á VISA eða EUROCARD greiðslukortinu þínu og við sendum skeytin fyrir þig. Fólki er bent á að hægt er að panta skeyti fyrir alla ferni- ingardagana í einni ferð eða einu símtali. Verð á skeyti er 500 krónur. Einnig er tekið við skeytum til fermingar- barna í Garði og Sandgerði. Meðfyrírfram þökk. KFUM OG KFUK Að gefa lífsleikni og sjálfstraust í fermingargjöf Hafa börnin okkar orðið neyslunni að bráð eða höfum við foreldrar ekki verið nógu dug leg við uppeldið og við að efla innri varnir barna okkar gagn vart öllum þeim ótal áreitum sem herja á þau næstum hverja mínútu í daglega lífinu? Grein séra Sigurðar Árna Þórð- arsonar í Neskirkju í Mbl. 17.3 vakti mig til umhugsunar en þar er fjallað um hvað væntan- leg fermingarbörn þrá mest. Börnin voru látin vitja síns innri manns og látin skrifa niður lang- anir sínar vonir og væntingar. Þar tjá 60% barnanna sig um þá löngun að fjölskyldan verði ham- ingjusöm og öllum líði vel. Ung- lingarnir vilja sem sé fremur góðan maka, góða menntun, góða framtið og hamingju en dót. Fram kemur einnig að hjal í næði við eldhúsborðið verndi bernskuna og að hamingjan sé heimafengin. Við heyrurn líka oft að forvarnir hefjist heima og marg oft er vitnað til heimilis og fjölskyldu á tyllidögum. Tímaleysi virðist hrjá margar nú- tímafjölskyldur og flestir vildu helst fá aukin tækifæri til sam- veru foreldra og barna. Ég efast ekki um að ef foreldrar skoðuðu vel sinn innri mann þá er það líka velferð fjölskyldunnar og þá sérstaklega barnanna sem þar yrði sett á oddinn. Margir vinna markvisst að því og njóta næðis og friðar í faðmi fjölskyldunnar en öðrum veitist sífellt erfiðara að finna jafnvægi milli starfs og einkalífs. Stundum er talað urn að það sé tvennt sem ekki sé hægt að kaupa fyrir peninga og er þá átt við hamingju og heilsu. En stór hluti hamingjunnar er talinn fel- ast í því að taka á verkefnum lífsins með æðruleysi, rækta okkar innri mann og auðsýna fjölskyldu og öðrum ástvinum kærleika, skilning og stuðning í ólgusjó nútímatilveru. Allt eru þetta þættir sem við eigum auð- lind af og getum veitt „ókeypis“. Hver myndi ekki vilja gefa barni aukið sjálfstraust í fermingar- gjöf- I grunnskólum landsins eru nemendur að læra á lífið með námi sínu í lífsleikni og er vert að minna foreldra á að fylgjast með því sem börn þeirra eru að takast á við í þeirri námsgrein sem öðrum. Foreldrar geta lagt sitt af mörkum með því að sýna börnum sínum alúð m.a. með jákvæðu viðhorfi til skól- ans þeirra og samfélagsins. Með því að eiga gott samstarf við starfsmenn skóla og mikil- væga fullorðna sem starfa með börnum í frístundum þeirra eru foreldrar að sýna börnum sfnum umhyggju, aðhald og eftirlit. Þannig leggja þeir sitt af mörkum að vera góðar fyrir- myndir, kenna börnurn sínum að eiga góð samskipti, finna samkennd og efla stjálfstraust þeirra. Það eru einmitt þau markmið sem leitast er við að ná með lífsleiknikennslu í skólum. Nýlega kom út hjá Námsgagna- stofnun handbók fyrir kennara og foreldra um lífsleikni. I bók- inni er leitast við að varpa ljósi á hugtakið lífsleikni og hvernig það tengist uppeldisstarfi og menntun. Bókinni er ætlað að renna styrkari stoðum undir lífsleiknikennsluna „og vera for- eldrurn og kennurum leiðarljós og haldreipi í því vandasama og krefjandi verkefni að sinna uppeldi og menntun barna í íslensku samfélagi nútímans", segir í formála. Höfundar eru Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Haf- steinsson. Þau hafa hvert um sig mikla reynslu og þekkingu á þeim fræðasviðum sem tengjast lífsleikni hvað mest og byggja umfjöllun bókarinnar á þremur hornsteinum sem þau telja grundvöll lífsleikninnar. Þessir hornsteinar eru sjálfstraust, sjálfsagi og samkennd. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra. VIKURFRETTIR I 12.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.