Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Side 27

Víkurfréttir - 23.03.2006, Side 27
Aðsent efni: postur@vfis Helga Sigrún Harðardóttir skrifar: ALLT í PLATI Böðvar Jónsson bæjar- fulltrúi skrifaði grein í síðasta tölublað Vík- urfrétta þar s e m h a n n bendir á að kosningabar- átta D-listans hafi staðið frá síðustu kosn- ingum. Ergo. Kosninga- barátta D-listans hefur snúist um sölu eigna og fjármögnun ýmissa gæluverkefna sem ekki hafa skilað miklu öðru en stein- steypu og auknum skuldum. íbúafjölgun sem fráfarandi meirihluti hefur haldið á lofti og þakkað sér, er í takt við fjölgun íbúa á öðrum svæðum semliggjaaðhöfuðborgarsvæð- inu og því um eðlilega þróun að ræða. Nema áhrifasvæði D- listans í Reykjanesbæ, nái upp á Akranes, í Hveragerði og á Selfoss? Og sjá menn kannski fyrir sér mikla fóiksfjölgun í bænum, þar sem mönnum hefur ekki hlotnast sú gæfa að halda almennilega á spöð- unum í atvinnumálum? D-listinn stingur höfðinu í sandinn... Töluvert hefur runnið af stein- steypu í Reykjanesbæ á undan- förnum árum og er það vel, svo langt sem það nær. Nú standa bæjarbúar frammi fyrir alvar- legu ástandi í atvinnumálum sem Böðvar og hans félagar hafa engar áætlanir um nema það sem þeim hefur dottið í hug á undanförnum dögum. Þegar þeir tóku við völdum fyrir íjórum árum síðan, var hafist handa við að “endurskipuleggja” rekstur bæjarins. Hluti af að- gerðinni var að leggja niður Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofuna (MOA), sem þó var að mestu kostuð af Byggðastofnun og segja upp þremur starfs- mönnum sem þar höfðu unnið að uppbyggingu í atvinnu- og ferðamálum. Bæjarstjórinn ætl- aði þá sjálfur að sinna þeim verk- efnum sem starfsmennirnir þrír höfðu unnið að til að halda nú örugglega í alla spottana sjálfur, eins og raunin hefur orðið í ýmsum málum bæjarins, þ.m.t. fjármálum nú undanfarna mán- uði. Allt hefur það verið unnið bak við luktar dyr og enginn til frásagnar um þau verkefni sem leitað hefur verið til bæj- arstjórans með. Síðar voru at- vinnumálin, ef ég man rétt, færð undir atvinnu- og hafnaráð. Helstu afrek manna á þeim bæ er framkvæmd upp á hundruðir milljóna við lóðina sem stálpípu- verksmiðjan átti að rísa á, sem engum hefur nýst ennþá. Rétt er að halda til haga að bæjar- stjórinn fullyrti á opnum fundi að fjármögnun á stálpípuverk- smiðju væri lokið en það var svo bara allt plat. Hann fullyrti svo á öðrum fundi að á meðan hann væri bæjarstjóri, yrði fækkun starfa á vellinum ekki vandamál og því væri ekkert að óttast. Eins og hann stjórnaði í Washington. Líka plat. Eftir að ljóst var að stálpípuverksmiðjan yrði ekki reist fóru menn að tala um álver, sem því miður er ekki útlit fyrir að rísi á næstu misserum. D-listinn hefur því ítrekað stungið höfðinu í sand- inn, neitað að leggja vinnu í það að undirbúa brotthvarf hersins af svæðinu þar sem það væri þá viðurkenning á því að sýnd- arveruleiki þeirra væri bara plat. Enda stendur fráfarandi meirihluti nú á ögurstundu og kastar fram tillögum sem aldrei hafa sést áður og tekur langan STÆRSTA FRÉTTA-OG AUGlVSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Horft yfir Helguvtk og til Keflavikur og Njarðvíkur. Ljósm: Oddgeir Karlsson HVAR ERT ÞU AÐ AUGLYSA AUGLYSIIMGASIAAINN ER 4210000 Eysteinn Jónsson skrifar: ATHAFNIR í STAÐ ORÐA tíma að vinna, EF þær verða ein- hverntíma unnar. Hundruðir at- vinnulausra manna og kvenna í Reykjanesbæ hafa þó líklega ekki tíma til að bíða eftir því. Ekki má þó gleyma því að at- vinnuráðgjafi sem ráðinn var til SSS eftir breytingarnar hjá Reykanesbæ, sinnti einn mjög viðamiklu starfi og hefur reynst mörgum vel. Ráðgjafmn hefur hins vegar sagt upp störfum og er hættur þegar þessi orð eru rituð og nú hefur verið auglýst eftir fjármálastjóra/atvinnuráð- gjafa sem aðallega á að sinna greiðslu reikninga, innheimtu, fjármálalegu eftirliti og öðrum verkefnum. Svo mikill er áhug- inn á uppbyggingu atvinnumála á þeim bænum. ..og skreytir sig með stolnum fjöðrum I aðdraganda alþingiskosninga 2003 tók ég þátt í verkefni sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir þar sem um 40 manns tóku þátt í að kortleggja atvinnu- og markaðstækifæri svæðisins. Til- lögur þessar voru afhentar for- svarsmönnum bæjarins vorið 2003 en líklega hefur þeim verið stungið undir stól, þar sem fátt hefur heyrst af þeim síðan. Ég hef jafnframt verið svo lánsöm að frá árinu 2000 hef ég verið þátttakandi í þeirri uppbygg- ingu sem átt hefur sér stað í tengslum við alþjóðaflugvöllinn sem stjórnarmaður í Flugstöð Leifs Éiríkssonar hf. og síðar í Fríhöfninni ehf. Fráfarandi meirihluti í Reykjanesbæ hefur talið framkvæmdir við stækkun stöðvarinnar, fjölgun starfa og aukin umsvif, með í útreikn- ingum, um framkvæmdir í Reykjanesbæ, þrátt fyrir að Flug- stöðin sé staðsett í öðru sveit- arfélagi. D-listinn hefur ekki lagt hönd á plóg í Flugstöðinni, heldur starfsfólk hlutafélagsins og stjórn. Nýr valmöguleiki bæjarbúa í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum býðst bæjarbúum að snúa við þeirri óheillavænlegu þróun sem fráfarandi meirihluti hefur kallað yfir þá. A-listinn býður fram kröftuga einingu sem hefur traust, ábyrgð og heið- arleika að leiðarljósi og er tilbú- inn til að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu betri bæjar fyrir fólkið sem þar býr með mannlegri nálgun og ábyrgð auk atvinnutækifæra. Eg skora á íbúa í Reykjanesbæ að merkja X við A á kjördag 27. maí n.k. Helga Sigrún Harðardóttir. Höfundur er stjórnarmaður í Frthöfninni ehf. ogsitur í kosningastjórn A-listans. Einhliða tilkynning Varn arliðs ins um stórfelldan samdrátt ------------ í vörnum ís- Iands hefur mikil áhrif á atvinnu- urnesjum. Atvinna er undirstaða vel ferð ar hverrar fjölskyldu. Mikilvægt er fyrir Suðurnesjamenn að snúa bökum saman og heQa nú þegar undirbúning að brottför Varnarliðsins. Stjórnvöld spila stórt hlut- verk í þessum verkefnum, því er afar mikilvægt að samstarfið við stjórnvöld sé eins og best verður á kosið. Traust, ábyrgð og heiðarleiki þarf að ríkja í samskiptum við stjórnvöld. Leggja þarf áherslu á þrjá megin áherslupunkta í þeirri vinnu sem framundan er: 1. Hvernig verður tekið á móti þeim sem missa vinn- una: Leggja verður áherslu á að reynt verði að draga sem mest úr þeirri óvissu sem það fólk er í sem nú starfar á Keflavíkurflugvelli. Þeir sem geta búist við endurráðningu við sömu störf hjá öðrum að- ila verði gerð grein fyrir því eins fljótt og auðið er. Unnið verði að því að starfslok þeirra sem munu missa sína vinnu verði vel undirbúin og náið samráð verði haft við alla að- ila. Unnið verði að því að sem flestir fái starfslokasamning, endurmenntun á launum, eða á annan hátt auðvelduð leitin að annarri atvinnu. Sér- staklega verði kannað hvort stofnun frumgreinadeildar og fjölgun starfsmenntabrauta við Fjölbrautaskóla Suðurnesja geti hjálpað til við lausn hluta þessa vanda. 2. Uppbygging nýrra atvinnu- tækifæra sem taka skamman tíma og geta komið til fram- kvæmda strax eða innan árs: Stjórnvöld verða að fá niður- stöðu í það sem allra fyrst hvernig farið verði með þá aðstöðu sem er nú á umráða- svæði Varnarliðsins en mik- ilvægt er að sú aðstaða sem losnar verði nýtt til atvinnu- uppbyggingar. Þar má helst nefna flutning Landhelgis- gæslunnar en fyrirsjáanlegt er að efla þarf bæði þyrlusveit hennar og skipakost. Miðstöð eftirlits með land- og loft- helgi íslands verði staðsett á Keflavíkurflugvelli. Miðstöð öryggismála þjóðarinnar verði staðsett á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn íslands verði staðsett á Keflavíkurflugvelli. Öryggisgæsla í Leifsstöð þarf að eflast, þ.e. landamæra- gæsla og fíkniefnaeftirlit sbr. Schengen. Mikilvægt er að efla starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) í tengslum við mögulegan flutning mið- stöðvar innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar, m.a. með sólarhringsvöktum við HSS og opnun nýrrar skurðstofu. 3. Uppbygging atvinnulífsins á Suðurnesjum til lengri tíma. Leggja þarf áherslu á að stofn- aður verði Nýsköpunarsjóður Suðurnesja með sérstöku fram- lagi frá Ríkisstjórn íslands þar sem horft verði til nýrra atvinnutækifæra á svæðinu og einstaklingum auðveldað að hefja eigin atvinnurekstur með aðgangi að ráðgjöf og stofn- styrkjum auk áhættulána og lánatrygginga. Þá verði horft sérstaklega til þeirra tækifæra sem skapast í kringum alþjóða- flugvöllinn við brotthvarf hers- ins. Jafnframt verði horft til Helguvíkur sem framtíðar iðn- aðar- og/eða stóriðjusvæðis í þeirri vinnu. Ágætu íbúar Reykjanesbæjar, oft var þörf, en nú er nauðsyn. Það er því áríðandi í komandi kosningum að við veljum okkur framsækna, stórhuga, öfluga og jákvæða forystu til nýrrar framtíðar. Eysteinn Jónsson Skipar 2. sœtið á A-list- anuin í Reykjanesbœ VIKURFRÉTTIR . FIMMTUDAGURINN 23. AAAR5 20061 27

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.