Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.03.2006, Síða 34

Víkurfréttir - 23.03.2006, Síða 34
Taekwondo maðurinn Helgi Rafn Guðmundsson er nýkominn heim til fslands eftir strangar æfingar í Kóreu. Þar æfði Helgi á meðal þeirra bestu við Kyung - Hee háskólann en Kyung - Hee er á meðal fremstu háskóla Kóreu á íþróttasviðinu. „Þar var ég að æfa með atvinnu- mönnum en eftir mánaðardvöl í Kyung - Hee hélt ég í Lila gagnfræðaskólann og var þar við æfingar í annan mánuð,“ sagði Helgi Rafn í samtali við Víkur- fréttir. Á meðan dvöl Helga stóð í Lila gerði hann sér æfingaferðir í Honsoog og Sang Myong sem eru aðrir skólar nálægt Lila. Helgi Rafn tekur þátt í fslandsmót- inu í Taekwondo um helgina og vonast þar eftir góðum árangri. „Ef riðillinn sem ég er í raðast skemmtilega þá gæti svo farið að ég myndi mæta Birni Þorleifssyni úr Björkunum en hann á sjö fslandsmeistaratitla að baki og fjóra Norður- landameistaratitla,“ sagði Helgi. fslandsmótið fer fram í Haga- skóla í Reykjavík um helgina og þar munu besta Taekwondo fólk landsins koma saman. Að fslandsmótinu loknu heldur Helgi svo norður til Akureyrar þar sem hann mun taka að sér Taekwondo kennslu fram á haust. Orðsending frá Helga Rafni: Ég vill þakka eftirfarandi kœrlega fyrir ómetanlega aðstoð fyrir Kóreuferðina. Þarfékk ég reynslu sem verður ekki keypt fyrir peninga. Þakka ykkurfyrir að gefa mér tœkifœri til að stunda íþrótt mtna, taekwondo, með þeim bestu i heiminum. Taekwondodeild Keflavíkur - Dekurflutningar ehf. - Sveitarfé- lagið Garður - Reykjanesbœr - Landsbankinn - Merki sjóðurinn - K-Sport - F.intii lceland Express »deildin Iþróttahúsið við Sunnubraut Meistarflokkur kvenna Miðvikud. 7. des. 2005 kl. 19.15 Keflavík- Haukar jy ^ Langbest&p lceland Express »deiidin Iþróttahúsið við Sunnubraut Fimmtudaginn 9. mars. 2006 kl. 19.15 Keflavík - Njarðvík Herrakvöld knattspyrnu- deildar Reynis fór fram s.l. laugardag í Samkomuhúsinu í Sandgerði og mættu tæplega 100 ntanns á kvöldið. Veislustjóri var Gunnar Guð- jónsson og stjórnaði hann sam- komunni af mikilli röggsemi enda daskráin þétt. Stórglæsi- legt sjávarréttahlaðborð var á boðstólunum, Árni Johnsen var ræðumaður kvöldsins svo voru happadrætti, búningauppboð og margt fleira. Þá skrifaði Gunnar Oddsson, þjálfari meistaraflokks Reynis, undir tveggja ára samn- ing við félagið. Kvöldið heppn- aðist vel í alla staði og einn af hápunktunum var grínistinn Sveinn Waage sem fór á kostum. VF-sport molar Issa og Branko farnir ISSA ABDULKADIR og Branislav Milicevic, leik- menn knattspyrnuliðs Keflavíkur, hafa verið látnir fara, en þeim var kynnt þessi ákvörðun á fundi í síð- ustu viku. Báðir komu leik- mennirnir til Keflavíkur á síðastliðnu sumri og léku nokkra leiki með liðinu. Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar þeim samstarfið og óskar þeim báðum góðs gengis. Jafntefli hjá Keflavík og Grindavík KEFLAVfK og Þór skildu jöfn 0 - 0 í deildarbikarnum í knattspyrnu um helgina. Keflvíkingar eru þar með komnir í 2. sæti í 2. riðli A deildar í deildarkeppninni. Þá skildu Grindavík og IBV einnig jöfn en lokatölur í þeim leik voru 1 - 1 og eru Grindvíkingar í 6. sæti 1. rið- ils A deildar. Það voru Suður- nesjamenn sem gerðu bæði mörk leiksins en Michael Jónsson skoraði fyrir Grinda- vík og Sævar Eyjólfsson, fyrrum leikmaður Njarðvík- inga, gerði mark ÍBV. Önnur tvenna Harðar Hörður Sveinsson hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá liðisínuSil- keborg í dönsku valsdeild- inni, en hann aði bæði mörk ins í sigri á stórliði Brönd by um helgina Hann fékk færi á að fullkomna þrennuna en brást bogalistin. Hörður hefur vakið verðskuldaða at- hygli þar sem hann skoraði einnig tvö mörk í fyrsta leik sinum helgina áður. Stórsigur Njarðvíkinga Njarðvíkingarburstuðu Hug- inn 8 - 0 í deildarbikarnum s.lj föstudagskvöld. Njarðvík hafði undirtökin frá fyrstu stundu en Aron Smárason gerði fyrsta mark leiksins á 8. mínútu. Rafn Vilbergs- son gerði tvö mörk, Sveinn Steingrímsson eitt, Bjarni Sæmundsson eitt og Krist- inn Örn Agnarsson gerði eitt. Aron gerði'síðan síðustu þrjú mörk leiksins og alls var hann með fjögur mörk. 34 IVIKIIRI Rl 11IR I ÍÞRÖTTASIÐUR VÍKURFRÉTTtR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.