Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 30.03.2006, Qupperneq 8
FURUKRWPI Framkvæmdir á fimmta milljarð kr. við flugvöllinn Gert er ráð fyrir að fram- kvæmt verði fyrir hátt í 5 milljarða króna við alþjóðlega flugvöllinn á Mið- nesheiði á þessu ári. Þetta kom fram á nýliðnu fram- kvæmdaþingi Reykjanesbæjar þann 9. mars sl. en þar sagði Stefán Jónsson forstöðumaður fasteignasviðs FLE að gera mætti ráð fyrir að farþegafjöldi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fari úr 2 í 2,4 milljónir farþega á næstu 4 árum: Tæpum 3,7 milljörðum króna verður varið til stækkunar á Leifsstöð á árinu en að auki verður 49 milljónum króna varið á árinu til þess að bæta aðgengi fólks að bílastæðum við FLE með því að yfirbyggja gang- brautir að þeim. Einnig er gert ráð fyrir að 25 þúsund fermetra flugfraktsplan verði tilbúið á árinu en þær framkvæmdir eru á vegum Flug- málastjórnar á Keflavíkurflug- velli. Á framkvæmdaþinginu kom fram í máli Ómars Þórs Edvards- sonar hjá flugöryggissviði Flug- málastjórnar að mikil áhersla sé lögð á að aðskilja fragtflug- þjónustu frá farþegaflugi. Stórt skref var stigið árið 2004 þegar nýtt flugþjónustuplan var tekið í notkun en með framkvæmd- unum á þessu ári er bætt urn betur. Áætlað er að fram- kvæmdin kosti 250 milljónir króna. Frctmsóknarfélag Sandgerðis FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framsóknarfélag Sandgerðis boðar til félagsfundar í Grunnskólanum í Sandgerði, sunnudaginn 2. apríl kl. 20:30. Fundarefni: Tillaga uppstillingarnefndar að lista framsóknarmanna í Sandgerði Stuðningsmenn B-listans eru hvattir til að mæta. Stjórnin SBÆi agslegri þiónustu Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingar í félagslegri heimaþjónustu. Um er að ræða fullt starf sem snýr að almennum heimilisþrifum en verkefnin geta verið mjög einstaklingsbundin, allt eftir þörfum þjónustuþega. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum.Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa með fólki. Umsóknir þurfa að berast fyrir I I. október nk. Nánari upplýsingar veitir Gyða Hjartardóttir félagsmálastjóri eða Guðrún Björg Sigurðardóttir starfsmaður félagsþjónustu Sandgerðisbæjar í síma 420 7555. yáyiUjiGjz Viðar Már tók fyrstu skóflustunguna Viðar Már Aðalsteins- son, forstöðumaður umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjanesbæjar, tók fyrstu skóflustunguna að Ása- hverfinu í Reykjanesbæ föstu- daginn 24. mars síðastliðinn. Skóflustungan markaði upp- hafið að vinnu við nýja hverfið, Ásahverfi, þar sem búið er að úthluta 130 einbýlishúsalóðum. Allar götur í Ásahverfi eiga að vera fullbúnar í júní og verða göturnar neðst í hverfinu fyrstar. Að sögn Viðars Más ætti að vera hægt að hefja húsbyggingar í byrjun júní. „Þetta verður skemmtilegt hverfi og plús fyrir okkar bæjarbrag,” sagði Viðar Már í samtali við Víkurfréttir. „Ef allt gengur eftir þá mun þetta svæði byggjast hratt upp,” sagði Viðar að lokum. AÞ véla- leiga átti lægsta tilboðið í jarð- vinnu Ásahverfisins og hófu stór- virkar vinnuvélar starfsemi sína um leið og Viðar hafði lokið við fyrstu skóflustunguna. Mengun á varnarliðs- svæðinu skoðuð StarfsfólkHeilbrigðiseftir- lits Suðurnesja safnar nú gögnum um olíumengun á varnarsvæðinu. Magnús Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir í Fréttablaðinu að varnar- liðið hafi tilkynnt öll stærri mengunaróhöpp þannig að vitað sé með nokkurri vissu um ástandið á svæðinu. Óháð fyrirtæki geri fljótlega úttekt á því landi sem herinn hafi um- ráð yfir. Ennfremur er haft eftir Magn- úsi að minna sé vitað um ástandið innan girðingar en utan þó vitað sé um olíubletti hér og þar. íslendingar jafnt sem Bandaríkjamenn hafi stundað það í 50 til 60 ár á síðustu öld að hella niður olíu og bensíni beint niður í jarðveginn. Magnús segir hins vegar of snemmt að segja til um hversu mikil meng- unin er en hún sé einhver þar sem upplýsingar hafi borist í gegnum tíðina. Ætlunin sé að nota þau gögn sem safnast saman til að hafa svör á reiðum höndum óski utanríkisráðherra eftir þeim þegar viðræður hefj- ast við Bandaríkjamenn í lok næstu viku. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja væntir þess að her- inn fái fljótlega óháð fyrirtæki til að gera úttekt á svæðinu og koma með tillögur til úrbóta. f framhaldinu verði svo tekin sýni og séu ábendingar um mengun verði jarðvegssýni skoðuð nánar. Afgreidsla Vikurírétta eropin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. §p?3 Athugid ad föstudaga er opid til kl. 15 Medþviai>hringjaIsíma421 OOOOerhægtaö veljabeintsamband P I Uv vicI auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. Fréttavakt allan sólarhringinn er i sima 898 2222 Útgefandi: Víkurfréttir ehf„ kt. 710183-0319 Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23,260 Njarðvik, Simi 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 421 0002, liilmar@vf,is, Blaöamenn: Þorgils Jónsson, simi 421 0003, gilsi@vf.is, sport@vf.is Jón Björn Olafsson, sími 421 0004, jbo@vf.is Ellert Grétarsson, simi 421 0014, elg@vf.is Auglýsingadeild: Jófríöur Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 421 0001, hannabjorg@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. Hönnunardeild Vikurfrétta: Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0006, steini@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og www.vikurfrettir.is Skrifstofa Víkurfrétta: Guörún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is Aldís Jónsdóttir, simi 421 0010, aldis@vf.is VIKURFRETTIR í 13.TOLUBLAÐ i 27. ARGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLECA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.