Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.2006, Síða 26

Víkurfréttir - 30.03.2006, Síða 26
ÍÞRÓTTIR í BOÐI LANDSBANIŒNS 250 krakkar á Svalamóti Svalamótið í knattspyrnu fór fram í Reykjaneshöll um síðustu helgi en mótið er fyrir iðkendur í 7. flokki. Bæði strákar og stelpur tóku þátt á mótinu og voru kepp- endur um 250 talsins í 32 liðum frá átta félögum. Þetta var í fyrsta skipti sem Svalamótið er haldið á vegum Keflavíkur og þótti það heppnast vel. Vífil- fell styrkti mótið en sigurliðin í mótinu fengu bikar og allir fengu þátttökumedalíu að rnóti loknu. „Þátttakan var mjög góð í mótinu og við urðum að vísa félögum frá þar sem við höfðum ekki meiri tíma í Reykjaneshöll- inni,” sagði Elís Kristjánsson, knattspyrnuþjálfari í Keflavík. „Það gæti vel hugsast að stækka Svalamótið í framtíðinni eða búa til annað og stærra mót með það að augnamiði að íjölga leikjum hjá krökkunum,” sagði Elís að lokum. Úrslitin í mótinu: Eplasvala meistarar: FH Jarðarberjasvala meistarar: FH Sítrónusvala meistarar: Keflavík Appelsínusvala meistarar: Keflavík og Breiðablik Unnu heima og lágu úti Iafnt er í undanúrslitaviður- eignum Iceland Express deilar karla í körfuknatt- . Njarðvík og Keflavík hafa bæði unnið einn ieik gegn Skallagrím og KR en bæði Suð- urnesjaliðin máttu sætta sig við ósigur á útivelli. Njarðvíkingar hófu undanúr- slitin á því að rassskella KR 101- 65 í Ljónagryfjunni og voru yfir- burðirnir það miklir að Herbert Arnarson, þjálfari KR, sá sig nauðbeygðan til þess að biðja áhorfendur Sýnar afsökunar á frammistöðu KR - inga. Herbert hafði þó fátt til að biðjast afsök- unar á eftir leikinn á þriðjudag þar sem KR snéri taflinu við og lagði Njarðvík 77-61. Liðin mæt- ast svo aftur í Ljónagryfjunni á morgun kl. 19:15. Keflvíkingar völtuðu yfir Skalla- grím í Sláturhúsinu í fyrsta leik liðanna og voru Borgnesingar skjálfandi á beinunum gegn pressuvörn Islandsmeistaranna. Fyrsta leiknum lauk með 97-82 sigri Keflavíkur en Valur Ingi- mundarson sá við bróður sínum í Borgarnesi þar sem heima- menn fóru á kostum og höfðu betur gegn Keflavík 94-76. Það lið sem er fyrra til að vinna þrjá leiki í undanúrslitunum kemst áfram í úrslitin en sé tekið mið af gangi mála þá er ekki ósenni- legt að bæði Njarðvík og Kefla- vík endi í fimm leikja hrynu gegn Skallagrím og KR. Verslunarmannafélag Suðurnesja Að^mmémr Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbœ, þriðjudaginn 4. apríl kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Reglugerðarbreyting sjúkrasjóðs VS 3. Önnur mál Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja SAGA car rental PANTIÐ ISIMA 421 3737 löavellir 10 - Reykjanesbæ - www.sagacarrental.is - saga@sagacarrental.is Viðbragðsaætlun fyrir íþróttahreyfinguna Iþrótta- banda- 1 a g Reykjanes- bæjar (ÍRB) í samstarfi við Reykja- n e s b æ , fþrótta- og ólymp íu- sam band íslands og Lögregluna í Keflavík hefur undanfarið staðið fyrir nám- skeiðum fyrir þjálfara allra deilda og félaga innan ÍRB. Á þessum námskeiðum hefur m.a. verið fjallað um, tilgang með barna- og unglingastarfi íþróttafélaga, skilgreiningu á ár- angri og hvað er árangur. Einnig um þjálfarann sem fyrirmynd og samskipti þjálfarans við iðk- endur og foreídra. Þá var einnig fjallað um að greina óæskilega hegðun/óæskilegt ferli og tekið á þáttum eins og einelti, neyslu hjá iðkendum og vanlíðan þeirra. Einn veigamesti hlutinn í þessum námskeiðum var inn- leiðing verklagsreglna og við- bragðsáætlana fyrir íþróttafé- lögin. Hvernig eiga þjálfarar og eða stjórnarmenn að bregðast við ef grunur kemur upp um t.d. einelti, neyslu ólöglegra efna, hegðunarmynstur iðkand- ans breytist og iðkandi verður fyrir alvarlegu slysi (jafnvel dauðsfalli). Ef grunur þjálfara og stjórnarmanna er á rökum reistur er málinu vísað til fag- hóps á vegum Reykjanesbæjar sem tekur við málinu og leggur fram tillögur um áframhald málsins til stjórnar félagsins. Námskeiðunum lauk með fundi sem haldinn var í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja miðvikudags- kvöldið 15. mars s.l. Foreldrum barna og unglinga sem iðka íþróttir og stjórnarfólki í íþrótta- hreyfingunni var boðið á þann fund. A þeim fundi var öllum þjálfurum sem sótt höfðu nám- skeiðin afhentar möppur og ein- tak af viðbragðsáætlun. Þá hefur stjórn ÍRB sett inn upp- iýsingar frá námskeiðunum og viðbragðsáætlunina inn á vef bandalagsins, www.irb.is/hjaip. Þess má geta að Forvarnarsjóður Reykjanesbæjar styrkti þetta verkefni um 400.000 krónur og er þeirri fjárhæð vel varið. Undiritaður vill að lokum óska ÍRB til hamingju með að hafa farið í þessa vinnu sem svo sann- arlega var nauðsynleg og þakka fyrir samstarfið bæði í undirbún- ingsnefnd, við stjórn ÍRB og sér- staklega formann ÍRB, Jóhann B. Magnússon. Ragnar Örn Pétursson Forvarnar-og æskulýðsfulltrúi Reykjanesbæjar SAGA Bílaleiga kynnir SENDIBÍL í FULLRI STÆRÐ TIL LEIGLJ HÖFUM ALLAR STÆRÐIR AF BÍLUM VÍKURFRÉTTiR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU MÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA! 26 VIKUk’l K’l 11IR I íl’ROTIASlDUR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.